Breyttu miðbænum í stóra mathöll eina kvöldstund

Það er dálítið fast í okkur að þegar við gerum okkur glaðan dag og förum út að borða að þá þurfum við að verja öllu kvöldinu á einum og sama staðnum. Við veljum okkur veitingastað sem okkur líst vel á og erum þar þangað til við höfum borgað reikninginn og höldum heim á leið. Oft er það samt þannig að við erum ekkert endilega ánægð með alla réttina sem við fáum, forrétturinn er kannski fínn, aðalrétturinn geggjaður en eftirrétturinn bara lala. Oft er maturinn frábær en drykkirnir ekkert spennandi eða öfugt. Við Sigrún höfum stundum talað um hvað væri sniðugt að prófa það besta á mismunandi stöðum, t.d. taka eftiréttinn á öðrum stað en aðalréttinn, og jafnvel milli drykk á enn öðrum stað!

Um daginn ákváðum við að prófa þetta. Við fengum óvænt pössun fyrir börnin og ákváðum að nýta tækifærið og gera vel við okkur. Auðvitað allt of seint að panta borð á laugardagskvöldi á veitingastað. Við tókum því prufukeyrslu á þennan títt nefnda draum okkar.

RVKMEAT
Reykjavík Meat í forrétt

Við byrjuðum á Reykjavík Meat í forrétt og drykk, þessi staður er bara frábær, við höfum borðað á honum áður og var allt gott sem við fengum okkur og þjónustan vinaleg og spot on. Verðlag er líka mjög gott þarna og kokdillarnir veglegir og hrikalega góðir, t.d. er besti Espresso Martini í bænum þarna og Pornstar Martini er líklega það besta sem við höfum fengið í kokdillum í langan tíma. Það sem dró okkur á Meat þetta kvöld var allt þetta og svo frábært verð á kampavínsglasinu en þarna fær maður glasið af Moet á 1800 kr sem er afar sanngjarnt verð fyrir góðar búblur. Við fengum okkur svo nauta carpaccio með þessu en það er alveg fáránlega gott á Meat. Annað sem ég verð að taka fram er klósettið á Reykjavík Meat en við höfum bara aldrei komið inn á eins huggulegt klósett á neinum veitingastað, ofsalega nett, já ég veit, áhugavert, það er svo hreint og snyrtileg að maður gæti vel borðað forréttinn þarna svei mér þá! Þó svo að við hefðum vel getað borðað þarna allt kvöldið þá fengum við jú bara borð af því að við lofuðum að vera bara í forrétt, auk þess langaði okkur að prufa hugmyndina okkar!

Public
Aðalréttur eða réttir á Public House

Eftir forrétt og drykk röltum við því á Public House í frábæru veðri. Við komumst að því hversu gott það er að rölta svona um bæinn milli rétta, þannig skapast meira pláss og maður verður allur einhvern veginn léttari á því. Það var líka ofsalega góð stemning í miðborginni þetta kvöld. Það er allt gott á Public en „so not pizza“ er þess virði að nefna sérstaklega en hún er líklega frá öðrum hnetti, við pöntum okkur alltaf þennan rétt þegar við kíkjum á Public og grísa soðbrauðið er í miklu uppáhaldi hjá mér líka. Við fengum okkur 3 litla rétti saman og drykk með. Á þessum stað er sniðugt að prófa marga rétti og deila en það er eiginlega hugmyndafræði staðarins en auðvitað má maður panta sér margar so not pizza t.d. ef maður vill, ég geri það mögulega næst. Svo var kominn tími á meira rölt og millidrykk svona til að láta aðeins sjatna enda of snemmt að henda sér í eftirréttinn.

Við litum við á Mikkeller & Friends Reykjavík en þar er alltaf eitthvað gott að fá á krana. Ég fékk mér hrikalega flottan súrbjór frá De Garde en frúin bætti á sig kampavíni af bestu sort. Við tilltum okkur niður á Systir Restaurant sem er glænýr staður en matseðillinn þarna er virkilega spennandi og munum við klárlega taka tékk á honum á næstunni. Notaleg stemning, gott spjall og ljúfir drykkir.

20190427_210619-0159554541.jpeg
Sjúkur eftirréttur á KOL Restaurant

Við vorum löngu búin að ákveða eftirréttinn, við höfum meira að segja stundum velt því fyrir okkur að fara bara beint í eftirréttinn þarna og svo heim. Jább, ég er að tala um hvítu súkkulaði ostakökuna með ástaraldin kókos sorbet og ítölsku marens (meringue) á Kol Restaurant. Þessi réttur er svo ótrúlegur, bragðlaukarnir eiga ekki séns, þeir steinliggja í sjokki, hér gengur allt upp, áferðin, bæði mjúkt, stökkt, kalt og djúsí og svo er bragðið magnað, hvítt súkkulaði með fersku ástaraldin mauki og svo kókos flögum með léttri rist, og þetta marens, Guð minn góður! Það er eiginlega óvirðing við réttinn að reyna að lýsa honum, maður verður að smakka. Við fengum strax pláss við barinn sem var bara það sem okkur langaði, gaman að sitja þarna í miðjum hamagangnum og fylgjast með barþjónunum hrista og blanda alls konar drykki. Maturinn kom svo þarna fram beint úr eldhúsinu þannig að við sátum þarna umlukin alls konar angan af hinum og þessum réttinum. Reyndar buðu þeir okkur líka borð ef við vildum en þetta var bara fullkomið svona.

Já þetta var alveg magnað kvöld, það besta frá 4 stöðum borgarinnar, notaleg stemning, gott rölt og frábær félagsskapur. Maður kom einhvern veginn svo léttur og notalegur út úr þessu kvöldi, ekki pakksaddur eins og svo oft. Við vorum þó ekki alveg tilbúin í heimferð þarna eftir Kol og röltum því aftur á Reykjavík Meat í loka drykk. Þar var okkur boðið í huggulegt horn og fengum stórbrotið rauðvín Hess Collection 19 Block Mountain Cuvée sem því miður verður ekki fáanlegt lengi því vínviðurinn brann víst allur í brununum miklu í Kaliforníu hérna um árið. Þetta var alveg stórkostlegt vín, venjulega selt í flöskuvís en þar sem þeir voru að lofa þjónunum að smakka máttum við kaupa glös fyrir okkur.

Já við mælum svo sannarlega með þessu, við breyttum í raun miðbænum í eina stóra mathöll og völdum það besta frá þeim bestu.

Pizza og bjór á Ölverk í Hveragerði, frábær blanda!

Pizza og bjór er líkega þekktasta og mest klassíska pörun við bjór sem þekkist og þetta er líka frábært combo ef rétt er að öllu staðið.  Auðvitað þarf bjórinn að vera góður og pizzan frábær svo þetta gangi upp allt saman.  Í Hveragerði færðu hvor tveggja, áður voru það aparnir í Eden sem trekktu að, svo tivolíið en nú er það sennilega Ölverk.   Já Ölverk er brugghús sem býður upp á vandaðan craft bjór af ýmsum toga og svo frábærar eldbakaðar flatbökur af öllu tagi.

Það eru þau skötuhjú Elvar og Laufey sem standa að baki Ölverks í Hveragerði, bæði miklir nautnaseggir og bragðlaukagæðingar.  Elvar er þaulreyndur heimabruggari í grunninn og kann vel til verka þegar kemur að bjórnum.  Það er nefnilega því miður oft þannig þegar ný brugghús opna hér heima að menn eru bara að þræla upp brugghúsi og hendast af stað í að brugga bara eitthvað sem þeir svo kalla craft bjór til að selja pöpulnum sem fyrst.  Þegar menn hins vegar hafa bjór sem ástríðu og kunna til verka verður útkoman allt önnur, nefnilega bjór sem hægt  er að njóta.

20190319_135249-01.jpeg

Ölverk opnaði dyr sínar 2017 og hefur nú komist yfir „the dreadfull 18 months“ og virðist bara dafna vel.  Ég heimsótti þau hjón skömmu eftir opnun en þá voru þau ekki farin að brugga á staðnum.  Pizzurnar sátu samt lengi í minningunni því þær eru frábærar. Svo hef ég bara ekki komið aftur fyrr en núna í síðustu viku (sjá video hér).  Ég einfaldega hafði ekki áttað mig á því að maður þarf ekki að fara þetta á bíl, það gengur strætó frá RVK.  Frá heimili mínu í Nolló eru það 35 td mín þannig að ég er fljótari á Ölverk en á Mikkeller & Friends í down town RVK með strætó.  Tímasetningin hjá mér var reyndar ekki alveg tilviljun, ég hafði verið að spá lengi að fara en núna vissi ég að Ölverk bruggaði bjór með Fonta Flora frá USA á dögunum og mig grunaði að sá bjór væri tilbúinn.  Fonta Flora þekkja þeir sem mættu á hina árlegu bjórhátíð í Ægisgarði í febrúar.

Bjórinn var vissulega tilbúinn, Borkason heitir hann og er eins lokal og hægt er.  Bruggaður með bökuðum pizza botnum úr ofninum á staðnum, ein 60 stk takk fyrir, þetta var sett í meskinkuna ásamt eldiviðarkubbum sem Ölverk notar til að kinda ofninn góða.   Í suðuna fór svo slatti af nýklipptum birki (þaðan er nafnið komið, Birkir Borkason úr Ronju) greinum sem vaxa í Hveragerði.  Loks er bjórinn gerjaður með saison geri.  Bjórinn hljómar eins og „gimmck“ bjór en útkoman er vægast sagt frábær.  Hér erum við með 3% í raun kvass/saison fuison bjór sem gæti vel staðið sem 5% saison.   Mildur og þægilegur en með furðu mikinn skrokk sem verður að hengja á allt brauðið í bjórnum.  Sætan líklega frá birkinu og svo öööörlítill reykur frá ofninum.  Þetta er frábær session bjór og ég vona að Ölverk muni brugga þennan aftur.  Húrra Fonta Flora og Ölverk.  Hér er líkla sennilega eini kvass bjórinn (google it) á Íslandi þessa stundina? Sjá nánar hér!

Ég smakkaði svo helling af bjór hjá þeim en það eru 6 Ölverk bjórar á krana og tveir gestakranar sem ég lét vera að þessu sinni, ég meina það var þriðjudagur.  Ég verð að segja að það kom mér á óvart að ég var ánægður með alla þessa 6 bjóra en hér er passað uppá að hafa úrvalið sem mest, allt frá léttum krispí lager yfir í DIPA og súrbjór.  Ég er sökker fyrir NEIPA bjór og var ég mjög ánægður með Disko Djús hjá þeim.  Ég hafði reyndar smakkað hann á bjórhátíðinni en hann var mun betri þarna heima hjá sér!  Elvar sagði mér að þau höfðu bruggað 86 bjóra frá upphafi en það er stefnan hjá þeim að gera alltaf eitthvað nýtt þó svo að þau haldi sig alltaf við ákveðna stíla að mestu.   Elvar sýndi mér svo líka smá gæluverkefni en í einu horninu í brugghúsinu standa tvær eikartunnur en þar er hann að leika sér að þroska bjór.  Á annari er villigerjaður saison á hvítvínstunnu en á hinni er imperial stout á rúg bourbon tunnu, 12% skratti.  Þessir voru sturlaðir báðir tveir og lítil fluga suðaði því að mér að þeir færu mögulega á flöskur í mjög mjög takmörkuðu magni.  Vei! Sjá nánar hér!

OstadýfaÖlverk

Svo er það maturinn, já það er ýmislegt í boði, bjórsnarl og pizzur.  Ég fékk mér pizzu með döðlum, beikon og gráðaosti, þvílíkt hnossgæti en svo kom Elvar með eitthvað sem ég vil meina að sé bara hið fullkomna snarl með bjór.  Þýsk pretzel bakað í bænum með heimalagaðri bjórostadýfu sem er alveg geggjuð.  Þetta er fáránlega flott með t.d. german pils eða ekstra special bitternum (ESB) sem er á krana hjá þeim en bæði DIPA og Stout koma líka æði vel út með þessu.  Það eru þýsk hjón sem baka þetta fyrir Ölverk og svo er þetta hitað upp rétt áður en þú færð þetta í gogg.  Heitt og mjúkt og dásamlegt.  Hér má svo finna uppskrift af ostadýfunni, ég get sagt ykkur að ég er að fara gera þetta um helgina! (Mynd frá mbl.is). 

En já, Ölverk er alla vega valmöguleiki ef þig langar í frábærar pizzur og góðan bjór með.  Ég hvet ykkur til að skoða leiðarkerfi Strætó og kíkja í heimsókn.  Svo er auðvitað hægt að panta pizzu símleiðis á leið úr bænum og pikka  hana upp á leið í bústað!

Bjórárið framundan!

Litið um öxl

Nýtt ár, nýr bjór og ný tækifæri, veiii. 2018 er búið en það var heldur betur viðburðarríkt bjórár, við sáum t.d. nokkur ný íslensk brugghús hefja göngu sína ss Malbygg og RVK Brewing Company sem bæði hafa verið að gera stórskemmtilega hluti á árinu og erum við bjórnördar afar þakklátir fyrir komu þeirra. Landsbyggðin sá líka nokkur ný brugghús sem Bjór & Matur náði því miður ekki að skoða mikið á árinu en við bætum úr því 2019.
Við sáum líka börum fjölga í borginni og ber þá helst að nefna Session Craft Bar, BrewDog Bar Reykjavík og Bastard Brew & Food, allt flottir bjórstaðir og sumir með frábæran mat í boði að auki. Ekki má svo gleyma Micro Roast Vínbar sem opnaði í Granda Mathöll síðasta sumar en þar er svo sannarlega ljúft að vera, flottur bjór, geggjað kaffi og stórbrotin Burgundy vín ásamt sturluð náttúruvín sem við höfum verið að skoða dálítið á síðasta ári og munum klárlega gera meira af á þessu ári.
Hin árlega bjórfest á KEX hostel var líka á sínum stað í febrúar en að þessu sinni verð ég að segja að hún var með því besta sem gerist í heiminum á þessu sviði, þvílíkur listi brugghúsa hefur aldrei sést á Íslandi áður. Talandi um bjórhátíð þá héldu hin nýstofnuðu Samtök íslenskra handverksbrugghúsa sína fyrstu bjórhátíð fyrir utan Bryggjan Brugghús á Menningarnótt. Já það hefur svo sannarlega verið gaman að vera bjórnörd 2018 en ég ætlaði svo sem ekki að taka hér saman einhvern annál heldur skoða það sem er framundan á nýju ári. Já það er heilt ár framundan troðfullt af spennandi hlutum frá brugghúsum og börum landsins. Hver veit svo hvað gerist, bætast fleiri brugghús eða barir við á árinu, spurning?

img_6840
Horft fram á veginn

Árið byrjar að vanda með látum þegar Borg Brugghús sleppir dýrinu lausu á því sem ég hef kallað SURTSDAGA síðan við héldum þá hátíðlega á Skúla Craftbar á sínum tíma. Þá fáum við nefnilega að sjá og smakka ýmsar útgáfur af hinum snarbilaða Surti sem alltaf er svakalegur og spennandi, ég held að þeir verði 3 mismunandi í ár, ég veit að Skúli Craftbar mun taka forskot á sæluna næstkomandi fimmtudag 17.1 en þar verður hægt að komast í alla dýrðina dálítið á undan öllum öðrum en Surtur kemur svo formlega í búðir í vikunni á eftir. Það er fleira spennandi sem Skúli Craftbar ætlar að gera á komandi misserum en við verðum að bíða og sjá hvað það er nákvæmlega.
Borg lumar svo á helling af spennandi hlutum, t.d. er von á fleira gotteríi úr wilda ale línunni eins og t.d. Rauðhetta og Úlfurinn (Wild IPA) sem fjallað verður um síðar en Esja sem kom núna rétt fyrir hátíðarnar er svakalegt dæmi um það sem koma skal. Já og bara núna í lok vikunnar kemur nýr DIPA í T-línu þeirra sem mun án efa slá í gegn.
Ég heyrði líka í Malbygg mönnum, þar fer að draga til tíðinda því þeir hafa verið með smá tunnuproject í gangi sem kominn er tími á að uppskera. Þeir brugguðu nefnilega bjór með 5. Besta brugghúsi veraldar Cycle Brewing og KEX Brewing í kringum Bjórhátíðina á síðasta ári. Sá mun heita Brewhaha og er imperial stout sem hefur verið að þroskast á bourbon tunnu og svo maple tunnu í ár núna. Þessi kemur á flöskur og kúta í mjög, mjög litlu upplagi, virkilega spennandi verkefni. Malbygg er svo líka með annan spennandi karl á tunnum, Bjössi Bolla imperial stout sem fer að sjá dagsins ljós, sá hefur reyndar farið á alls konar tunnur, maple bourbon, vanilla bourbon og cinnamon/vanilla bourbon uss hvað þetta verður gott.
RVK Brewing Co eru líka að dunda sér með tunnur en þeirra rómaði og ofurljúffengi bakkelsis stout Co & Co hefur t.d. verið á einhverri tunnunni, man ekki hvernig tunnu en það kemur í ljós en áætlað er að þessi verði í boði á næstu mánuðum. Fleiri tunnur eru svo í þroskun sem við komum að síðar.
Af brugghúsum má loks nefna KEX Brewing sem eru stöðugt að bardúsa eitthvað, þeir gerðu jú ofannefndan Brewhaha með Malbygg og Cycle, en þeir brugguðu líka með Other Half og Black Project á síðustu Bjórfest og skelltu afrakstrinum í tunnur sem við fáum vonandi að smakka í kringum komandi Bjórhátíð. Svo er hinn árlegi Advania bjór að koma í þessari viku held ég, Ölgjörvi heitir sá en hann hefur verið bruggaður af mismunandi brugghúsum síðustu 4 ár. Nú er það KEX Brewing, ég hef reyndar ekki hugmynd um hvernig bjór þetta er. Kemur bara í ljós.
Við þurfum svo að fylgjast vel með pöbbunum á árinu, Skúli Craftbar er sem fyrr segir með Surtana núna á morgun en svo eitthvað meira spennandi á næstunni. Session Craft Bar er svo með alls konar en þeir virðast vera að plata hin og þessi brugghúsin í tap takeover í kringum Bjórhátíðina á KEX, þar má nefna t.d. Dugges og Bonn Place Brewing og svo annað sem hljómar mjög spennandi en má ekki alveg staðfesta strax. BrewDog Reykjavík verður svo á sínum stað með geggjaðan mat og alltaf eitthvað spennandi á krönum bæði íslenskt og breskt. Mikkeller & Friends eru með eittvað á prjónum en ekkert staðfest á þessari stundu en það er alltaf eitthvað geggjað. Ég verð svo að nefna Skál á Hlemmi og Micro Roast Vínbar á Granda en þessir staðir eru einfaldlega sælureitir fyrir okkur sem elskum náttúruvín, alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Skál er svo auðvitað með frábæran matseðil einnig og bestu bjórar líðandi stundar detta alltaf reglulega á krana hjá þeim, t.d. T-línan frá Borg en við sjáum líklega fyrsta T-bjór ársins núna á föstudag ef allt gengur upp.

20180224_171553

Við endum þetta á að minna á Hina Árlegu Bjórhátíð á KEX í lok febrúar en það verður að teljast stóru tíðindin í upphafi árs. Listi bjórsmiða var stórbrotinn í fyrra og ég veit að hann er ekkert minna stórbrotinn núna, t.d. munum við fá Tired Hands að þessu sinni, bara svona til að nefna eitt af mörgum, þetta verður sturlað. Ég hvet fólk til að kaupa miðana sem fyrst því þeir klárast alltaf fljótt.

Eitthvað meira?

Svo hefur maður heyrt eitthvað útundan sér en ekki náð að staðfesta. T.d. nýr og flottur bjór og veitingastaður í höfuðborginni þar sem menn eru að fara spá í bjór og matarpörun m.a. mér skilst svo að The coocoo‘s nest hafi í hyggju að opna sérstakan náttúruvínbar fljótlega, það er með betri fréttum sem maður hefur fengið lengi. Microbar & Brew sem opnaði seinni part árs mun vonandi byrja að brugga á árinu á staðnum en B&M hefur enn ekki náð að kíkja í heimsókn. Sama má Segja um Smiðjuna Brugghús á Vík sem opnaði á árinu en þau eru núna loksins farin að brugga sinn eiginn bjór en ekkert komið á krana samt ennþá en það verður spennandi að sjá þegar það fer að gerast.

En já þetta er bara það sem er að gerast á næstu mánuðum, svo er allt árið eftir. Það verður svakalega gaman að fylgjast með þessu!

BrewDog Reykjavík opnar á Föstudaginn

BrewDog opnar loksins dyr sínar í Reykjavík núna á föstudaginn 21.9.18.  Þetta hefur verið löng en falleg fæðing en ég hef verið svo lánsamur að fá að vera fluga á vegg síðustu misserin og fylgst með gangi mála.   Það hefur verið virkilega gaman að sjá þennan bar taka á sig mynd smátt og smátt í þessari nýbyggingu sem nú er risin við Frakkastíg.  Útkoman er þessi stórglæsilegi bar eða gastro pub, sem fólk getur skoðað og bragðað á frá og með föstudeginum kemur.  Hér má lesa nánar umfjöllun okkar um BrewDog fyrr á árinu fyrir þá sem ekki þekkja til.

20180919_200651-01.jpeg

Barinn er settur upp og innréttaður í anda BrewDog víðs vegar um heim en þó er alltaf eitthvað „local“ handbragð á hverjum bar sem gerir hvern bar sérstakan. Við erum hér með 20 bjórdælur sem færa manni bjór af dælukerfi sem líklega er með styttstu bjórlínum á landinu.  Kútarnir standa nefnilega í kæliherbergi beint aftan við dælurnar og línurnar eru aðeins um 1 meter að lengd en þannig má takmarka afföll og auka gæðin.  Kæliherbergi þýðir að ekki þarf sér kælikerfi til að kæla bjórinn og bjórinn er því geymdur við bestu aðstæður. Það er líka helvíti flott að geta séð inn í kælinn í gegnum glerhurðina við endann.
Stefnan er að hafa 12  krana með BrewDog bjór og þar af 5 „headliners“ eða fastan bjór sem maður gengur að vísum og svo er rest roterandi.  Afgangurinn er svo gestabjór af ýmsum toga, eina reglan er að gestabjór þarf að vera handverks bjór (craft) og auðvitað góður.  Í kvöld voru gestabjórarnir fjölbreyttir frá Malbygg, RVK Brewing, Borg Brugghús, Jóni Ríka ofl.

Headliners þessa stundina eru skemmtilegir karlar á borð við Jet Black Heart, Dead Pony Club, Indie Pale Ale og 5AM Saint sem er rauðöl af bestu sort sem mjög góður bjór til matarpörunnar hvers konar og ekki má svo gleyma flaggskipinu Punk IPA sem alltaf í boði, bjórinn sem kom BrewDog á kortið!

Það er ekki hægt að skilja við þessa yfirferð án þess að nefna nitro kranann en það er fyrirbæri sem vert er að skoða nánar og er orðið ansi vinsælt úti í hinum stóra heimi í dag.  Nitrogen bjór er kolsýrður með blöndu af köfnunarefni (70%) og kolsýru (um 30%) en venjulega er þessi blanda í öfugum hlutföllum, 30% köfnunarefni og 70% kolsýra.  Köfnunarefni leysist illa eða ekki upp í bjórnum þannig að bjórinn verður ögn flatari en mun mýkri fyrir vikið.  Nitro kraninn er einnig hannaður á þann máta að þegar bjórnum er þrýst í gegnum örfínar holur þá tapast mest öll kolsýran úr bjórnum og það myndast dúnamjúkur og þéttur froðuhaus með áferð líkt og þeyttur rjómi. Bjórinn allur tekur á sig aðra mynd og verður ekki svona kitlandi og hvass eins og venjulega kolsýrður bjór. Virkilega gaman að prófa sama bjór sem annars vegar er nitro útgáfa og hins vegar hefbundinn, það er svo sem ekki í boði þessa stundina samt.  Ég er ekki hrifinn af stout bjór yfir höfuð en þegar maður smakkar þannig bjór af nitro krananum þá er útkoman stórkostleg.  Við mælum því með því að fólk prófi Jet Black Heart nitro, t.d. með sturlaða djúpsteikta mars eftirréttinum sem er í raun full máltíð útaf fyrir sig.

20180919_190937-01.jpeg
BrewDog er bjórbar en það er alltaf einhver matur í boði en gæðin eru afar mismunandi eftir stöðunum.  BrewDog Reykjavík er hins vegar með mikla áherslu á mat af ýmsum toga.  Þegar ég ræddi við Þossa (karlinn í brúnni) á dögunum þá er áherslan ca 50% matur og 50% bjór enda eru miklir framamenn í veitingageiranum á bak við BrewDog í Reykjavík, menn sem kunna svo sannarlega að framreiða mat.  Matseðillinn er stórkostlegur, vægast sagt, þarna er bara eitthvað fyrir alla.  Í kvöld prófuðum við þrjá rétti en munum taka þetta allt betur út þegar þetta er komið í gang allt saman.

Það er óhætt að mæla með rifna andalærinu sem parast einkar vel með Elvis Juice sem er ljúfur vínberja IPA sem skapar skemmtilegt léttvægi á móti jarðbundu andalærinu, virkilega flott.  Svo prófuðum við kjúklinga vöfluréttinn með eggi og spicy majo.  Ofsalega skemmtilegur réttur á sætu nótunum en þó með nettum hita.  Hér kemur 5am Saint mjög vel út en áberandi maltkarakterinn í bjórnum tengir vel við sætuna í þessum rétti en humlabeiskjan tónar þetta þó niður og skapar gott jafnvægi.  Við enduðum svo kvöldið með konungi imperial stout bjóra, Tokyo sem er rétt rúmlega 16% imperial stout af allra allra bestu sort.  Þetta er þrusu bjór með mikinn hita og karakter en heilmikla sætu líka.  Við hefðum getað klárað þetta með bjórnum einum saman enda stendur hann fyllilega fyrir sínu sem flottur eftirréttur út af fyrir sig en við ákváðum að láta vaða í Mars  Bar Wellington sem er mars súkkulaði stykki sem er bakað í smjördeigi með Jet Black Heart karamellu, haframulningi og Madagascar vanillu rjómaís.  Þetta er sturlað combo og alls ekki fyrir viðkvæmar sálir með mikla líkamsvitund.  Maður þarf ekki að broða í viku eftir þetta monster.  Fínt til að deila 🙂

Já þessi general prufa fór vel af stað, smá byrjunar hnökrar en þó ekkert til að tala um.  Þetta verður virkilega flott í framtíðinni.  Bjór & Matur mun klárlega koma hér við reglulega á næstu misserum og leika sér með paranir ofl.  Til lukku Reykjavík með þennan nýja sælureit.

Session Craft Bar, stál og stíll og geggjaður craft bjór

Það er kominn nýr bjórbar á besta stað í henni Reykjavík, Session Craft Bar við Bankastræti 14 (fyrir ofan Subway).  Það eru þeir Maggi, Ási og Villi sem koma að þessu að mestu leiti og reka staðinn.  Allt eru þetta miklir fagmenn og áhugamenn í handverksbjór en þessir guttar hafa m.a. fært okkur ölið á einum besta bjórstað borgarinnar Mikkeller & Friends Reykjavík og ættu að kunna handtökin, svo eru þeir líka sjálfir að brugga bjór (Maggi og Villi) undir merkjum mono. Brewing Project sem sumir kannast við frá Bjórhátíð á Kex 2018.  Magnús Már Kristinsson þekki ég nokkuð til og veit því að Session bar er í góðum höndum.  Það kæmi okkur því ekkert á óvart hér hjá B&M ef þessi nýji bar myndi tilla sér í efstu sæti yfir bestu bjórstaði landsins á næstu misserum ef vel er haldið að spöðunum.

En hvað gerir annars bjórbar að góðum bjórbar eða „besta“ bjórbar borgarinnar kann einhver að spyrja?  Að okkar mati er svarið alls ekki einfalt, það þarf nefnilega að taka margar breytur með í reikninginn en efst á blaði er eftirfarandi,  þekking starfsfólks á því sem þeir eru með í höndunum, þjónusta og viðmót og geta til að ráðleggja forvitnum nýgræðingum, gæði bjórsins er auðvitað algjörlega efst á blaði og úrval skiptir auðvitað miklu, það er ekki nóg að vera með 30 dælur af bjór sem allur er eins eða svipaður t.d. loks er umhverfi og stemning líka mikilvægur þáttur.  Nú er Session Craft Bar bara rétt að stíga sín fyrstu skref og kannski of snemmt og ósanngjarnt að dæma strax en þetta byrjar samt vel hjá þeim strákum.

20180727_164729-01.jpeg

Ég valdi reyndar versta dag sumarsins til að kíkjá á Session, einn af 4 sólardögum sumarsins og því ekki beint inniveður en maður lætur sig hafa sig út í eitt og annað fyrir góðan bjór ekki satt?  Barinn er rúmgóður, bjartur með stórum og flottum gluggum sem snúa að Laugavegi sem iðar allur af lífi í sumarsólinni. Staðurinn er allur hinn glæsilegasti, stílhreinn og gljáfagður, stál og stemning.  Sumir myndu kannski segja kuldalegur, en ég kann vel við þetta svona.  Reyndar stendur til að „hugga“ þetta dálítið upp með myndlist og gróðri sem er hið besta mál.  Andrúmsloft hreint og ekki óþolandi hávaði og músík, ég var reyndar að heimsækja staðinn á föstudegi á rólegum tíma í kringum 17:00 en ég er nokkuð viss um að troðinn staður komi samt vel út hvað þetta varðar en það á svo sem eftir að skoða það.  Á svona stað þarf nefnilega að vera hægt að spjalla saman í rólegheitum, t.d. um bjórinn og allar hinar dásemdar víddir hans, en ekki öskra yfir borð.  Maður fer annað til að dansa og öskra. Það eru 16 dælur í húsinu, 12 fyrir bjór þegar ég kom í heimsókn og tvær fyrir tilbúina kokdilla frá Mikropolis (BRUS í Kaupmannahöfn). Í dag var þetta ca 90% bjór frá nýjum íslenskum örbrugghúsum á krana, Malbygg, RVK Brewing og Ölverk svo eitthvað sé nefnt, rest erlendur bjór.  Það er svo sem engin stefna komin í þetta enn sem komið er skilst mér, þ.e.a.s hvort planið sé þessi 90% íslenskt og tveir kranar fyrir kokdilla, líklega eru það bara straumar og vindar sem munu ráða för Á næstunni en svona var þetta alla vega í dag.  Ég veit svo að þeir luma á Alefarm kútum sem þeir munu vonandi tengja innan tíðar. Veisla sko, ekki missa af því!

Flösku/dósa úrval var lítið en þetta er allt á byrjunarreit svo sem.  Reyndar var ég svo heppinn að þegar ég leit við var Maggi einmitt að kæla nokkrar Alefarm dósir , Surfaced og Folding Water, báðir geggjaðir NEIPA karlar sem munu rjúka út þegar þeir fara í sölu, „Come and getit“.  Svo er hægt að fá Pilsener Urquell og….wait for it….Coors Light dósir, ja hérna hér.  Já, hér er bara eitthvað fyrir alla svei mér þá, fólk sem vill alvöru bjór og svo hina sem vilja ekki alvöru bjór!  Í þessu samgengi verð ég svo að benda á að gamli góði Löwenbrau er hér á krana ef menn vilja smá nostalgíu….líklega eini barinn á landinu með þennan á krana?  Já það er undarlega gaman að þessu.

20180727_170430-01.jpegKlósettin eru snyrtileg og einföld, og fyrir okkur standandi pissandi er bara ein stálrenna sem maður skilar af sér í , ekkert vesen og svo HILLA til að tilla bjórnum sínum á.  Það er nefnilega mikilvægara en margan grunar að geta tekið ölið með sér á klósettið og lagt það frá sér meðan maður athafnar sig.  Maður vill EKKI skilja drykkinn sinn eftir óvarinn frammi í sal, þetta segi ég sem læknir með óþægilega mikla reynslu af afleiðingum þessa.  Þó svo að- Session Craft Bar sé líklega með öruggari stöðum hvað þetta varðar þá er góð vísa bara ekki of oft kveðin.  Alla vega, hér er kominn flottur bar á frábærum stað í borginni sem mun án efa færa okkur það besta sem er að finna á bjórsviði okkar Íslendinga í framtíðinni.  Fylgist með þessum ef þið hafið áhuga á góðu öli!

Bjór í Barcelona, staðan í dag!

Ég lenti óvænt í sólarhrings stoppi í Barcelona á dögunum á leið minni frá Róm vegna flugvandamála og svo kom ég aftur nokkrum vikum síðar (þegar þetta er skrifa).  Ég notaði tækifærið og skoðaði bjórsenuna í borginni sem er á góðu flugi og hefur verið síðustu ár.  Nú er ég hér í 5. sinn og það er bara alltaf eitthvað nýtt að bætast við.  Ég hef áður einhvers staðar skrifað um bjór í Barcelona og um Edge Brewing sem var valið besta nýja brugghús heims á Ratbeer árið 2014 en það hefur ýmislegt breyst síðan þá.  Ég ætla ekki að fara í einhverjar langlokur hér að þessu sinni…eða það er amk planið.

20160725_172701.jpgSíðast var ég í borginni 2016 og heimsótti ma. Edge Brewing sælla minninga en á þeim tíma var Mikkeller Barcelona bara að opna og BrewDog nýlega komnir.  Þetta eru svo sem góðkunningjar bjórunnenda og þarf ekki að fara frekar í þá sálma hér.  Þess má þó geta að maturinn á Mikkeller var virkilega flottur klassískur barmatur, ég borðaði þarna nokkrum sinnum.  Það góða við þetta er að BrewDog og Mikkeller eru bara rétt hjá hvor öðrum og það sem meira er, BierCab er þarna líka rétt hjá bara.  BierCab hefur lengi vel verið titlaður besti craft bar borgarinnar en þar eru að finna 30 krana með alls konar góðgæti frá öllum heiminum.  Þeir eru líka með stóran og áhugaverðan matseðil.  Samfast við BierCab er svo mjög flott bjórbúð með góðu úrvali af flöskubjór frá flottustu brugghúsum veraldar, líklega með betri bjórbúðum í Barcelona. Í þessari ferð fann ég þarna t.d. Yellow Belly frá Omnipollo sem ég hef leitað að í nokkur ár.

Ofan á þetta allt bætist svo við Garage Beer Company sem opnaði dyr sínar skammt frá BrewDog og Mikkeller fyrir einum þrem árum síðan.  Já ég bara vissi ekki af þeim þegar ég var þarna að þvælast 2016 fjandinn hafi það 🙂  Í dag eru þessir gaurar á hraðri uppleið í bjórveröldinni og gera með betri bjórum Spánar.  Sumir kannast kannski við þá af Bjórfestinni á Kex á síðasta ári?  Þeir gera bara magnaðan bjór og ekkert múður.  Við Sigrún fengum okkur aðeins í gogg þarna, flottan burger og svo geggjaðan bjór, hazy NEIPA auðvitað og nokkra mismunandi.   Ég mæli með Soup sem er þeirra best seller um þessar mundir.  Barinn er flottur en allt mjög hrátt og einfalt.  Ekkert glis og glimmer.  Þjónustan var frekar hæg reyndar, það tók ansi mörg andartök að panta bjór, reyndar var verið að þjálfa starfsmann þarna og svo má ekki gera lítið úr því að ég var ansi tæpur á tíma, átti vél heim til Íslands 5 tímum síðar.  En þrátt fyrir allt þá setjum við þennan stað efst á lista yfir staði til að heimsækja ef bjór er það sem menn vilja í Barcelona.

20180601_185946-02.jpeg

Við römbuðum reyndar einnig inn á tvo aðra ansi magnaða staði, þetta eru systurstaðir reknir af dönskum bjóráhugamönnum.   Danir og bjór virðast vera allstaðar svei mér þá.  Annars vegar er það Kælderkold og hins vegar Ölgod.  Kælderkold hefur verið hér í borg síðustu 4 árin, ég vissi bara ekki af honum fyrr en ég rambaði óvart inn á hann í gotneska hverfinu skammt frá Römblunni.  10 kranar með bjór frá öllum heimsins hornum þmt local svo sem The Garage Brewing, Soma ofl.  Virkilega ljúft að rekast á þetta, staðurinn er samt pínu lítill en maður getur tekið með sér dósir to go.  Ölgod er hins vegar töluvert stærri og ekki svo langt frá.  Staðurinn opnaði 2016 og er með 30 dælur og myndarlegan matseðil.  Þetta er fullkominn staður til að tilla sér á, eftir dag á ströndinni eða í „mollinu“, og fá sér í gogg.

En svona til að taka þetta saman í stuttu máli þá eru meðmæli Bjór & Matur þessi:

Best er að koma sér á Placa de Catalunya sem er mjög miðsvæðis miðað við þetta allt.  Það er auðvelt að komast þangað.  T.d. fer flugrútan beint þangað.  Svo er tiltölulega stutt að rölta í bjórinn (sjá kort).

Ölgod. Algjört möst ef þú ert að þvælast í miðbænum, á La Rambla (sem mér finnst persónulega hræðilegur staður), Gotneska hverfinu eða á ströndinni t.d. þá er stutt að fara á Ölgod.  Kælderkold ef þú ert aðframkominn og nærð ekki á Ölgod.

 

Bastard Brew & Food, nýr „brewpöbb“ á Íslandi

Nú eru bruggbarir (brewpub) borgarinnar ekki lengur bara einn heldur tveir því gamli góði Vegamót við Vegamótarstíg hefur fengið heldur betur upplyftingu en nú í síðustu viku opnaði staðurinn aftur eftir langan dvala í allt annari mynd og undir nýju nafni Bastard Brew & Food.  Jább, þeir eru með bruggtæki af flottustu sort á staðnum sem hægt er að dáðst að á efri hæð staðarins á leið á salernið en það er reyndar skemmtileg pæling, þarna fær maður að sjá hvaðan ölið er komið sem maður er að fara skila af sér, nánast á sama stað.  En þetta er pínu útúrsnúningur.  Ég taldi svo 12 glansandi fínar bjórdælur sem gefa af sér öl af ýmsum toga, þar með talið tvo húsbjóra og tvo gestabjóra sem um þessar mundir er bjór frá Malbygg og The Brothers Brewing.   Eldhúsið er áfram á sínum stað nema nú hafa menn tekið matseðilinn í gegn og minnkað talsvert og fínpússað.  Eftir stendur frábær og hnitmiðaður matseðill sem hentar afar vel með bjór af bestu gerð og því góðir möguleikar á flottum pörunum (sem Bjór & Matur mun án efa rannsaka nánar).  Hér eru menn klárlega með fókusinn á réttum stað, hingað getur fólk komið til að njóta matar og veiga í notalegu umhverfi og ekkert rugl.

IMG_7461Bjór  & matur tók út staðinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir enduropnun.  Auðvitað voru aðeins hnökrar í þjónustu en það er pottþétt eitthvað sem menn eiga eftir að slípa til og laga og truflaði mig ekkert sérstaklega.  Staðurinn er allur hinn glæsilegasti og ekki fer á milli mála að bjór er hér í hávegum hafður og mikill metnaður í öllu.  Öll efri hæð staðarins er lögð undir glæsilegar gljáfæðgar brugggræjurnar ásamt salernum staðarins sem fyrr segir, dansgólfið er svo farið en sjálfur barinn er nú þar sem það var áður.
Matseðillinn er afar girnilegur,og það gladdi mig mjög að sjá Luisiana kjúklingastrimlana þarna enn enda eitt það besta sem maður hefur smakkað síðustu ár í matargerð.  Við frúin höfum átt margar ljúfar stundir á Vegamótum yfir þessum dásamlegu kjúklingastrimlum hér á árum áður.  Ég smakkaði þá reyndar ekki að þessu sinni en Óli, einn eiganda staðarins sannfærði mig um að þeir væru þeir sömu nema að nú er BBQ sósan enn betri en áður.  Ég fór hins vegar í mjúkt taco með uxabrjósti ofl enda sérlegur áhugamaður um mjúkt taco.  Þetta var stórgott og er vel hægt að mæla með þessu.  Það er svo hægt að fá fleiri fyllingar í þetta, kjúkling, grís ofl.  Ég prófaði líka stökka flatbrauðið hjá þeim, með geitaosti, rauðbeðum og öðru góðgæti sem var magnað. Á þessum tímapunkti var maður orðinn mettur en okkur langaði að smakka mun meira, svo sem alla þessa girnilegu hamborgara, fleiri flatbrauð og svo eru þeir með spennandi osta- og kjötskurðarplatta ofl.  Allt góðar ástæður fyrir endurkomu á staðinn.   Það er svo einnig hægt að fá „brunch“ og fisk dagsins fyrri hluta dags og vert að skoða nánar.

IMG_7464Bjórinn er af öllum toga en það er klárt að þarna fá allir eitthvað fyrir sinn smekk.  Við erum að tala um allt frá óspennandi lagerbjór upp í flottasta öl af bestu sort.  Bæði á dælum og flöskum/dósum.   Mér skilst að gestakranar eigi að vera tveir og þar fari að mestu leiti bjór undir frá íslenskum handverks (craft) brugghúsum sem er frábært akkúrat núna þegar þessi geiri er að springa svona ört út hér heima.  Sem fyrr segir er hægt að fá núna bjór frá Malbygg ,sem að mínu mati er eitt heitasta brugghús landsins, og  The Brothers Brewing í Vestmannaeyjum. Húsbjórar eru tveir, Hazy Bastard og Amber Bastard.  Í augnablikinu er framleiðsla ekki hafin á staðnum en það breytist á næstu vikum skilst mér, bara verið að bíða eftir formsatriðum.  Á meðan brugga þeir bjórinn sinn hjá öðrum brugghúsum líkt og tíðkast oft.  Nú er ég mikill aðdáandi new england IPA bjórstíslsins og hef undanfarin ár verið mikið að stúdera stílinn.  Ég er því orðinn heldur kröfuharður á þennan bjór en þrátt fyrir það var ég nokkuð sáttur við Hazy Bastard sem er rétt rúmlega 4% session bjór, en ég vil helst hafa þennan stíl í kringum 7% og uppúr, þannig er hann bara bestur.  Þetta er hinn ágætasti svaladrykkur og skýjin eru á sínum stað ásamt nettum ávaxtatónum frá humlunum.  New England IPA er skemmtilegt „move“og algjörlega í takt við tíðarandann en stíllinn er meðal þeirra allra vinsælustu í henni Veröld í dag!
Hér hafa menn þó verið að fara öruggu leiðina og gert bjór sem flestir ættu að geta drukkið, eitthvað sem mörgum finnst rökrétt þar sem um húsbjór er að ræða.  Reyndar er það umdeilt, sumir hugsa húsbjór einmitt sem meira stolt staðarins, besta bjór brugghússins sem oft getur verið ansi öflugur og sjokkerandi en það fer jú eftir brugghúsi og bruggmeisturum hverju sinni.
Hins vegar eru húsbjórarnir hér tveir og því kannski svigrúm fyrir að annar þeirra væri meira ögrandi?  En þetta er svo sem önnur saga.  Amber Bastard er hinn húsbjórinn og snilldar hugmynd fyrir stað sem selur mat, hér eru menn með amber/rauðöl sem er þægilegur bjórstíll og hentar afar vel með mat, sérstaklega brösuðum strætismat  (street food) þar sem við erum með sætar sósur og „karmelliseraða“ áferð eftir grillun ofl.  Bjórinn er nokkuð maltaður og sætur og humlar eru í lágmarki og fylling í meðallagi.   Óli sagði mér svo að planið er að þessir húsbjórar geti tekið breytingum, t.d. í tengslum við árstíðir og hátíðar ss jólabjór ofl.  Mjög flott pæling.
Hvernig sem það fer þá getum við verið nokkuð örugg um vandaðan Bastard bjór í framtíðinni því bruggvitringurinn Halldór Ægir Halldórsson er leiðarljós þeirra Bastarða í brugghúsinu en ég þekki vel til hans handverka á sviði bjórgerðar.  Eins og held ég flestir sem eru í atvinnu-bruggun þá er Halldór með bakgrunn í heimabrugginu en það er þar sem ég hef smakkað mörg meistaraverk hans.  Gaurinn kann amk að smíða bjór svo mikið er víst.

Já það verður að segjast að Bastard Brew & Food er í heildina flott pæling, eitthvað fyrir alla í rauninni, fólk með mikinn áhuga á bjór sem og lítinn því maturinn stendur jú alltaf fyrir sínu og svo eru þeir að sjálfsögðu með alls konar annað gott í munn, t.d.  ýmsa „craft“ kokdilla og má þá sérstaklega nefna þeirra túlkun á Aperol Spritz og Moscow Mule sem eru dálítið „inn“ í dag ekki satt?  Bjór & Matur óskar Bastard Brew & Food til hamingju með glæsilegan stað.

BrewDog opnar í Reykjavík og bjór og matur í brennidepli!

BrewDog mun hefja göngu sína í Reykjavík núna snemmsumars 2018.  Það er loksins staðfest en fréttir um áhuga BrewDog á Íslandi bárust mér fyrst til eyrna fyrir nokkrum árum síðan.  Það að menn tóku sér þennan tíma í að meta og melta staðsetningar og rekstraraðila er klassískt fyrir BrewDog og til marks um þann mikla metnað sem ríkir þar á bæ.  Menn vilja gera allt 100%, ekkert hálfkák.

Staðsetningin er sem sagt klár og ekki af verri endanum, á horninu á Frakkastíg og Hverfisgötu í fullkomnu húsnæði fyrir þennan stað.  Bjórfólk þekkir BrewDog en þeir sem ekki þekkja til þá ætla ég að útskýra í nokkrum orðum.

BrewDog var stofnað af þeim félögum Martin Dickie og James Watt í Fraserburgh í Skotlandi árið 2007.  Kveikjan var langleiði þeirra á bragðlausum fjöldaframmleiddum lagerbjórum og slöppu óvönduðu öli sem á þeim tíma var að tröllríða breskum bjórmarkaði, þeim langaði að breyta þessari þróun og skapa spennandi og ljúffengan bjór og kynna almenningi fyrir öllu því góða sem bjórheimurinn hefur að bjóða, alvöru handverk (craft).   BrewDog fór rólega af stað fyrstu mánuðina en þegar leið á árið 2008 varð allt vitlaust og BrewDog varð stærsta óháða brugghús Skotlands.  Eftirspurnin eftir  þessum „nýja“ og bragðmikla bjór varð gríðarleg og árið 2009 var BrewDog orðið það brugghús í Bretlandi sem óx hvað hraðast.  Húsnæðið í Fraserburgh var löngu sprungið og þurfti að flytja aðsetur þeirra í stærra húsnæði og bæta við sig gertönkum, starfsfólki ofl til að mæta þessari eftirspurn.  BrewDog héldu áfram að ögra og komu m.a. með sterkasta bjór í heimi, Tactical Nuclear Penguin 32% sem vakti mikið umtal.   Til að gera langa sögu stutta, þá hélt veldi þeirra áfram að stækka án þess að það kæmi niður á „conceptinu“ að brugga alltaf frábæran handverksbjór í hæsta gæðaflokki.  Í dag eru þeir með um 50 bari víðs vegar um heiminn og eru enn að bæta við sig, BrewDog Reykjavík er aðeins einn af mörgum nýjum BrewDog börum sem munu opna á þessu ári.

Ég ræddi á dögunum við félaga minn Þossa en við unnum saman í tengslum við Skúla Craftbar hér á árum áður.  Þossi er ljúflingur hinn mesti og alls enginn nýgræðingur þegar kemur að því að sýsla með bjór, en Þossi er einmitt framkvæmdastjóri BrewDog Reykjavík þó svo að tiltar séu bara aukaatriði í hans huga, við verðum samt að kalla hann eitthvað ekki satt?  Þossi er ekki einn á bak við BrewDog Reykjavík því auk hans eru nokkrir þaulreyndir aðilar í veitingageiranum sem eiga og reka vinsæl veitingahús í borginni á borð við Public House, Forréttabarinn ofl.  Þetta er sko fólk sem kann að gæla við bragðlauka og önnur skilningarvit en Publick og Forréttabarinn er í sérlegu uppáhaldi undirritaðs.

Þossi segir mikinn metnað vera við opnun barsins í Reykjavík, það verða 20 línur, 12 undir frábæran BrewDog bjór en 8 sem tileinkaðar eru gestabjór, t.d. innflutt eða bara íslenskt örbrugg sem er í svo miklum vexti hér heima.  Kröfurnar frá höfuðstöðvum eru bara að gestabjór þarf að vera „CRAFT“, allt annað er stranglega bannað.  Það er magnað.  Kútarnir verða í stórum kæli, ekkert sérstakt kælikerfið á leið frá kút að dælu og aðeins um eins meter lína sem er frábært mtt gæða bjórsins og affalla!  Það er einnig mælst til þess að allir starfsmenn staðarins, allir, ljúki amk 1. stigi Cicerone gráðunnar en það er hliðstæða Sommelier í vínheiminum.  Þossi sjálfur þarf hins vegar að fara lengra og ljúka amk gráðu 2.   Það er bara frábært.   Það sem er hins vegar enn betra er að BrewDog um heim allan býður ákveðið úrval af barmat ef svo má segja, ég hef t.d. enn ekki fengið betri hamborgara en burgerinn á BrewDog Camden í London.  Hér heima verður sko fullskipað eldhús tengt staðnum og áhersla lögð á ca 50% bjór og 50% mat sem þýðir einfaldlega að þú getur farið á BrewDog Reykjavík og fengið himneskan mat með miklu úrvali af stórglæsilegum bjór til að para við.

Já þetta voru líklega stærstu fréttirnar fyrir okkur á Bjór & Matur, hér er kominn staður sem er bara eins og sniðinn fyrir okkur, bjór og matur eða matur og bjór er „thema“ staðarins.  Við munum svo sannarlega taka matseðil og bjórlista út þegar staðurinn opnar nú í sumar.  Þetta verður geggjað!

Vel á minnst, ef þið hafið áhuga þá eru þeir að ráða, sendið línu á reykjavikbar@brewdog.com ef þið hafðið áhuga á að vinna með bjór og mat!