Bjórfest á KEX dagur 1!

Nú er fyrsti dagur bjórhátíðar að baki og þvílíkur dagur.  Þetta er án efa það allra allra besta sem hægt er að komast í í bjór á Íslandi í dag.  Þvílíkt „lineup“.  51 geggjuð brugghús sem keppast við að heilla okkur upp úr skóm og sokkum með sturluðum bjór.  Já það eru stór orð og það er bara þannig, stór hátíð og allt það.  Ef við tökum þetta saman örsnöggt þá er þetta nokkurn veginn svona, frá bæjardyrum Bjórs & Matar amk.

20180222_185718.jpg
Enter a caption

Það var auðvitað ekki hægt að smakka öll brugghúsin á einu sessioni, við erum að tala um 51 stykki, við fórum samt í það sem menn vilja meina að sé það heitasta í dag.  Lampligher í Boston er líklega það brugghús sem menn sjá fyrir sér að eigi eftir að skína hvað hæst á næstu misserum, sumir vilja meina að það sé á pari við Trillium, þeir voru alla vega með mjög góðan New England IPA sem fór vel niður, reyndar var hann virkilega góður og líklega með betri bjórum kvöldsins…ja ef maður er fyrir safaríka matta IPA bjóra.  Við smökkuðum reyndar ekki belgíska tripelinn þeirra sem líklega var góður. Cycle Brewing (5. besta brugghús veraldar) mætti með alveg fáranlega góðan tunnuþroskaðan imperial kaffi porter 11.5% sem ég man bara ekkert hvað hét.  Sá var alveg magnaður og ekki verri að prófa hann með Omnon Nigaragua Súkkulaði á staðnum.  Já Omnon er nefnilega með bás þarna, þú bara mætir með bjórinn, segir snillingunum frá hvernig bjór þú ert með og þeir ráðleggja súkkulaði með.

aviary-image-1519336878437.jpegBokkereyder kom ekki á óvart, eða við skulum orða það að þeir eða hann (Raf) stóðst væntingar.  Það var Raf Souvereyns sjálfur sem stóð vaktina í kvöld og hellti stoltur úr tignarlegum magnum flöskunum í gesti og gangandi.  Við erum að tala um alveg stórkostlegan gueuze sem hann blandar úr 1. og 2. ára lambic frá bestu lambic brugghúsum Belgíu og lætur svo þroskast á mismunandi tunnum í ár.  Þetta var geggjað.  Við erum að tala um að ein svona flaska kostar algjörlega augun úr, 2000$ heyrði ég einhvers staðar og því er þetta fáránlega gott tækifæri til að smakka bjór sem venjulegur maður á bara alls ekki tök á að smakka á lífsleiðinni.  Þetta er eitthvað sem menn verða bara að prófa á morgun, áður en allt klárast.

Cloudwater var með bás en þeir voru hins vegar vonbrigði í kvöld, þeir voru ekki með sína frægu hazy IPA bjóra í kvöld heldur ágætis helles, Helles Mandarina sem var bara sæmilegur  en ekkert spes og svo einhvern stout sem ég nennti ekki að skoða nánar.  Það var engin röð á þessum bás í kvöld sem segir bara ýmislegt.

Hið nýja íslenska Ör Brewing Project kom með sinn allra fyrsta bjór, hazy IPA sem var bara virkilega ljúfur og get ég mælt með honum ef hann er enn til á morgun.  Borg kynnti til leiks nýjan T-línu bjór sem þeir kalla hina hliðina á koddanum eða eitthvað í þá áttina.  Ég verð bara að segja að þessi bjór kom skemmtilega á óvart.  Mitt í öllum þessum geggjuðu hazy new england IPA þá hélt þessi algjörlega velli.  Þetta er kannski það besta frá Borg í langan tíma?

aviary-image-1519324061980Ég gæti haldið endalaust áfram, Voodoo Brewery var geggjað sem og Civil society Brewing,.  De Garde var með sturlaðan súrbjór, báðir geggjaðir þetta kvöldið.  En svona til að klára þetta þá kom The Other Half og sá og sigraði, kemur reyndar bara ekkert á óvart.  Þeir voru með algjörlega mind blowing NEIPA í kvöld og stendur þetta frábæra brugghús frá Brooklyn NYC uppi sem sigurvegari fyrsta kvölds Bjórhátíðarinnar.  Þeir segjast bara vera með IPA á hátíðinni og hlakka ég mjög til að smakka hvað þeir koma með á morgun.  Ég náði svo ekki að smakka Black Project súrbjórana en það ku hafa slegið í gegn í kvöld einnig.  ‘Eg mun klárlega tékka á þeim á morgun.

Sjáumst á morgun….skál!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s