Hér á síðunni tökum við stundum fyrir staði sem okkur finnast sérstaklega markverðir fyrir þær sakir að þar er hægt að fá framúrskarandi bjór og/eða náttúrúvín ásamt góðum mat. Þetta eru staðir sem okkur finnst frábært að koma á og við getum dekrað við öll skilningarvitin. Listinn okkar hér á B&M er ekki langur enda erum við bara mjög vandlát í þessum efnum. Systir hjá Dill Restaurant er nýr staður hér í borg og okkur finnst hann eiga heima á listanum. Systir er þar sem gamli ónefndi pizzastaðurinn var við Hverfisgötu 12, fyrir ofan Dill Restaurant og fyrir neðan Mikkeller & Friends Reykjavík. Þið þekki flest staðinn, lítill en mjög heimilislegur og notalegur með geggjuðum pizzum. Nú er þessi staður allur en í staðinn er búið að lyfta staðnum aðeins upp og gera hann meira gourmet með tengingu við Dill. Hanastél og eðal vín virðast í forgrunni og svo er hægt að fá allan bjórinn sem í boði er að ofan frá Mikkeller & Friends og taka með niður sem fordrykk eða til að para með matnum að vild. Maturinn er settur saman og eldaður í Dill eldhúsinu á neðri hæðinni, Dill er auðvitað kapituli útaf fyrir sig en við ætlum ekki fjalla um hann frekar hér að þessu sinni en það verður samt sagt hér að hann verðskuldar svo sannarlega Michelin stjörnuna sína aftur.
Við Sigrún kíktum við á Systir fyrir nokkrum vikum í einn drykk eftir góða kvöldstund í bænum og vorum mjög ánægð. Kampavínsglasið var ofsalega gott og á frábæru verði, 2000kr og vel í látið. Hanastélin litu líka ofsalega vel út og greinilegt að það var fagmaður að verki á barnum. Matseðillinn lofaði góðu og við ákváðum því að koma aftur og skoða þetta betur sem við svo gerðum núna um helgina.
Matseðillinn á Systir er lítill en virðist vel skipulagður og úthugsaður. Þarna er eitthvað fyrir alla! Mér skilst líka að seðillinn taki breytingum annað slagið. Réttirnir eru skapaðir af kokkunum á Dill og eldaður þar í eldhúsinu undir vökulum augum Gunnars Karls matreiðslumeistara sem er kominn aftur heim eftir sigurför í New York borg þar sem hann ásamt teyminu á Agern lönduðu einni verðskuldaðri Michelin stjörnu hér um árið. Gunni er álíka hógvær og hann er snjall í eldhúsinu en ég leyfi mér að fullyrða hér að hann er dásamlegur kokkur og líklega einn af okkar bestu. Ég viðurkenni að ég hef smá „foodcrush“ á honum eftir að hafa upplifað matinn hans bæði á Dill og Agern í New York og svo núna á Systir.
Það er fullkomið að byrja kvöldið á einum fordrykk, t.d. spennandi hanastél af barnum eða trítla upp á Mikkeller & Friends sem er einn af bestu bjórstöðum borgarinnar og næla sér ljúfan 9% Nelson Sauvin Brut Mango Passion súrbjór t.d. á meðan matseðillin er skoðaður. Þegar maður er á nýjum stað og þekkir ekki réttina er sniðugt að fara í smakkseðlana (tasting menu) ef slíkt er í boði því þá fær maður nasaþefinn af því sem menn eru að gera í eldhúsinu. Ekki er svo verra að taka vínpörunina (eða bjórpörun ef það er í boði) með ef maður treystir því að menn kunni sitt fag í þeim efnum. Það er nefnilega afar ánægjulegt að upplifa vandaða vín eða bjórpörun og fá þannig dálítið aðra og betri upplifun af réttunum.
Hafandi farið í gegnum bjórpörunina á Agern þegar Gunni réði þar ríkjum þá vissi ég að við værum í góðum málum hér. Við Sigrún fórum því í vínpörunina og sáum sko ekki eftir því. Hver réttur var bæði fallegur og vandaður og dálítið sérstakur. Þetta voru litlir en hæfilegir réttir, sem sagt minni útgáfur af réttunum ef þeir væru pantaðir stakir.
Við fórum samt frá borði nákvæmlega eins og maður vill fara frá svona borði, mettur en alls ekkert að springa. Maður vill svo ekkert fara frá svona borðum ef út í það er farið. Við eigum mjög erfitt með að tala hér um uppáhalds rétti eftir þetta kvöld en ef ég mætti bara panta einn rétt myndi ég taka gröfnu bleikjuna með fennel majo og engifer, þetta var svakalegt, reyndar myndi ég eiga erfitt með að panta ekki grísasíðuna sem var svo fáránlega mjúk og ljúf en þó stökk og mikil og í fullkomnu jafnvægi. Sigrún myndi panta sér þorskinn á kálbeði og helling af smjöri. Vínin með voru alveg „spot on“ og það leyndi sér ekki að þessar paranir voru alveg úthugsaðar. Við fengum freyðandi náttúruvín með fyrstu tveim réttunum og með þeim þriðja kom dásamlegt hvítvín. Nú er ég lítið fyrir hvítvín nema þau séu eitthvað spes og spennandi en ég get sagt ykkur að þetta vín, Isolano by Valdibella, var svakalegt og myndi ég kaupa það aftur og aftur og aftur ef ég gæti. Rauðvínið í lokin, Agape var líka frá Valdibella og álíka magnað og hvíta vínið en þetta vín steinlá með grísasíðunni, þvílík hamingja í munni. Við fengum svo ábót á það vín í lokin.
Þjónustan var vinaleg og heimilisleg en það er auðvelt að gleyma sér og gera meiri kröfur þegar maður er byrjaður að borða því maturinn er eitthvað sem maður gæti hafa fengið á Michelin stað. Systir er hins vegar ekki glerfínn Michelin staður, enda er það ekki meiningin, og því má ekki dæma hann sem slíkan þegar t.d. hnífapör gleymast með matnum, eða einn drykkurinn kom ekki á borðið. Í heildina var þetta stórkostlegt kvöld hjá okkur með nóg af spennandi verkefnum fyrir bragðlaukana. Við munum svo sannarlega koma þarna aftur bæði í ljúfan kvöldverð eða bara til að tilla okkur við barinn í smáréttina og drykki.
Nú eru komnar þrjár „mathallir“ á höfuðborgarsvæðið þegar þetta er ritað (maí 2019), sú nýjasta er í Höfða. Vissulega erum við hér komin heldur langt frá miðbænum en ætlunin er líklega að höfða til vinnandi fólks á virkum dögum en nóg er af fyrirtækjum á svæðinu með svanga starfsmenn í hádeginu og svo eru íbúðarhverfi allt í kring. Það er líka bar á staðnum sem rekinn er af Beljandaog virðist stefnan að hafa barstemningu þarna um helgar.
Við hjá B&M erum mjög hrifin af þessari hugmyndafræði, Mathöllin á Hlemmi hefur t.d. alveg slegið í gegn hjá okkur og er klárlega sú besta af þeim þremur sem nú eru starfandi í borginni en sú þriðja er á Granda. Við munum líklega fjalla nánar um Hlemm síðar.
Það er dálítið vandamál með mathöllina á Höfða að það er ansi erfitt að fá bílastæði þarna á háannatímum en flestir koma jú á bíl þar sem þetta er ekki beint miðsvæðis. Hitt sem truflar okkur hér á B&M talsvert er drykkja úrvalið en hjá okkur gengur þetta dálítið út á að para mat og drykk, oftast bjór en ekki síst freyðivín. Freyðivíner nefnilega sá drykkur sem nánast gengur með öllum mat, við höfum amk enn ekki lent á lélegri pörun í þeim efnum en það er bara ekki hægt að fá freyðivín í mathöllinni. Hipstur er sýnist okkur eini staðurinn sem býður uppá búblur en það er bara prosecco í heilum flöskum, ekki glasavís. Mögulega er þetta bara eitthvað sem menn hafa ekki spáð í og munu bæta úr. Gott cava er t.d. alveg magnað með flestu sem er í boði í mathöllinni og ég tala nú ekki um kampavín ef maður vill gera ekstra vel við sig. Það skal þó tekið fram að Hipstur hefur þegar brugðist við og er að skoða þetta eitthvað þannig að hver veit hvað gerist á næstunni?
Rækjubrauðið er svakalegt á Hipstur, brakandi pilsner með eins og Brio er frábært combo
En fyrst ég er kominn inn á Hipstur þá skulum við klára þá umræðu en að okkar mati er þetta sá staður í Mathöllinni sem vert er að eltast við. Þeir eru með frábæra og dálítið öðruvísi rétti, t.d. brauðrétti, rækjubrauð með helling af sallati, dill, hvítlauk, kóríander ofl góðgæti ásamt haug af stórum safaríkum rækjum, svo er það sveppabrauðið þar sem sveppir og hvítlaukur eru í aðlhlutverki en líka alls konar grænt með ss radísur (sem eru reyndar rauðar) og grænkál. Allt þetta liggur svo á tveim sneiðum af ristuðu súrdeigsbrauði sem er löðrandi í ljúffengri sósu. Þetta er í raun réttur fyrir tvo hvor um sig, þú getur tekið svona brauð einn en þá ertu líka alveg farinn.
Súpan hjá þeim er frábær líka, þykk og bragðmikil fiskisúpa og svo eru þeir með breytilegan rétt dagsins sem virðist alltaf vera sjávarfang í grunninn. B&M hefur ekki náð að smakka meira af matseðlinum en við erum að vinna í því, það jú svo stutt síðan þetta opnaði.
Með þessu er hægt að fá bjór, reyndar bara Carlsberg en það má grípa bjór á öðrum stöðum eins og t.d. Brioaf krana bara á næsta stað sem er 2 m frá. Góður pilsnerer frábær með þessu hjá þeim því kolsýran og létt humalbeiskjan klippir vel í gegnum djúsí sósurnar og hreinsar vel palletuna og opnar allt upp. Hinn fullkoni bjór með Hipstur matseðlinum væri hins vegar saisonþví slíkur bjór er frábær með svepparéttum og sjávarfangi. Það eru létt krydd í saison frá gerinu og ögn sýra líka sem er svo góð með fiskréttum. Humlar og beiskja er afar látlaus og svo er einhvern veginn alltaf þessi jörð í saison sem tengir svo afskaplega vel við jarðartóna í sveppum, radísum og öðru rótargrænmeti. Saison og súpur, sér í lagi fiskisúpur eru eins og sniðið fyrir hvort annað, algjörlega fullkomið.
Það er því miður ekki hægt að fá neinn saison á neinum stað í Mathöllinni, það væri helst að semja við Beljanda að hafa einn saison frá einhverjum á krana. Ja eða bara Leiffrá Borg í gleri, það væri bara vel þegið!
Eins og fyrr segir eru þeir svo að skoða búblumálin á Hipstur en maturinn þeirra hrópar á þurrt cavaeða kampavín. Prosecco er nefnilega oftast helst til sætt fyrir okkar smekk þó það sé þó til mjög gott. Vandinn er að þeir selja bara prosecco í heilum flöskum eins og staðan er í dag. Sjáum hvað setur.
Sveppabrauðið á Hipstur með krydduðum saison, fullkomið!
Þetta er í raun stóra vandamálið með Mathöllina á Höfða, það er ekki hægt að fá neinar góðar búblur á neinum stað sem er stórfurðulegt. Vonum að menn muni átta sig og laga þetta. Hitt sem okkur finnst vanta eru náttúrúvíninen það er líklega vegna þess að við elskum þessi vín og erum vön að komast í góð náttúrúvín á Skálí Mathöllinni á Hlemmi. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til að allt sé frábært en það væri alla vega stór plús að geta komist í náttúrúvín á Höfða.
Mig langar líka að nefna hér til sögunnar annan stað sem við elskum hér á B&M en það er The Gastro Truck sem selur einfaldlega bestu kjúklingaborgarana í bænum. Heimalagaða sósan þeirra er frábær með stökkum djúpsteikta kjúklingnum og svo er ljómandi ferskt og frískandi heimalagað hrásallat á kantinum. Við kynntumst The Gastro Truck fyrst þegar hann var á flakki um borgina og maður þurfti að fletta upp hvar hann væri hverju sinni því það var vel þess virði að aka langar vegalengdir í hádeginu til að næla sér í borgara. Svo tóku þeir sér bólfestu í Mathöllinni á Granda og nú einnig í Höfða sem einfaldar allt saman. Það góða við það að hafa food truck í mathöll er að þá er hægt að para bjór með borgaranum. Fyrir þá sem vilja það og eru ekki á bíl auðvitað!
Það er dálítið fast í okkur að þegar við gerum okkur glaðan dag og förum út að borða að þá þurfum við að verja öllu kvöldinu á einum og sama staðnum. Við veljum okkur veitingastað sem okkur líst vel á og erum þar þangað til við höfum borgað reikninginn og höldum heim á leið. Oft er það samt þannig að við erum ekkert endilega ánægð með alla réttina sem við fáum, forrétturinn er kannski fínn, aðalrétturinn geggjaður en eftirrétturinn bara lala. Oft er maturinn frábær en drykkirnir ekkert spennandi eða öfugt. Við Sigrún höfum stundum talað um hvað væri sniðugt að prófa það besta á mismunandi stöðum, t.d. taka eftiréttinn á öðrum stað en aðalréttinn, og jafnvel milli drykk á enn öðrum stað!
Um daginn ákváðum við að prófa þetta. Við fengum óvænt pössun fyrir börnin og ákváðum að nýta tækifærið og gera vel við okkur. Auðvitað allt of seint að panta borð á laugardagskvöldi á veitingastað. Við tókum því prufukeyrslu á þennan títt nefnda draum okkar.
Reykjavík Meat í forrétt
Við byrjuðum á Reykjavík Meat í forrétt og drykk, þessi staður er bara frábær, við höfum borðað á honum áður og var allt gott sem við fengum okkur og þjónustan vinaleg og spot on. Verðlag er líka mjög gott þarna og kokdillarnir veglegir og hrikalega góðir, t.d. er besti Espresso Martini í bænum þarna og Pornstar Martini er líklega það besta sem við höfum fengið í kokdillum í langan tíma. Það sem dró okkur á Meat þetta kvöld var allt þetta og svo frábært verð á kampavínsglasinu en þarna fær maður glasið af Moet á 1800 kr sem er afar sanngjarnt verð fyrir góðar búblur. Við fengum okkur svo nauta carpaccio með þessu en það er alveg fáránlega gott á Meat. Annað sem ég verð að taka fram er klósettið á Reykjavík Meat en við höfum bara aldrei komið inn á eins huggulegt klósett á neinum veitingastað, ofsalega nett, já ég veit, áhugavert, það er svo hreint og snyrtileg að maður gæti vel borðað forréttinn þarna svei mér þá! Þó svo að við hefðum vel getað borðað þarna allt kvöldið þá fengum við jú bara borð af því að við lofuðum að vera bara í forrétt, auk þess langaði okkur að prufa hugmyndina okkar!
Aðalréttur eða réttir á Public House
Eftir forrétt og drykk röltum við því á Public Houseí frábæru veðri. Við komumst að því hversu gott það er að rölta svona um bæinn milli rétta, þannig skapast meira pláss og maður verður allur einhvern veginn léttari á því. Það var líka ofsalega góð stemning í miðborginni þetta kvöld. Það er allt gott á Public en „so not pizza“ er þess virði að nefna sérstaklega en hún er líklega frá öðrum hnetti, við pöntum okkur alltaf þennan rétt þegar við kíkjum á Public og grísa soðbrauðið er í miklu uppáhaldi hjá mér líka. Við fengum okkur 3 litla rétti saman og drykk með. Á þessum stað er sniðugt að prófa marga rétti og deila en það er eiginlega hugmyndafræði staðarins en auðvitað má maður panta sér margar so not pizza t.d. ef maður vill, ég geri það mögulega næst. Svo var kominn tími á meira rölt og millidrykk svona til að láta aðeins sjatna enda of snemmt að henda sér í eftirréttinn.
Við litum við áMikkeller & Friends Reykjavík en þar er alltaf eitthvað gott að fá á krana. Ég fékk mér hrikalega flottan súrbjór frá De Garde en frúin bætti á sig kampavíni af bestu sort. Við tilltum okkur niður á Systir Restaurant sem er glænýr staður en matseðillinn þarna er virkilega spennandi og munum við klárlega taka tékk á honum á næstunni. Notaleg stemning, gott spjall og ljúfir drykkir.
Sjúkur eftirréttur á KOL Restaurant
Við vorum löngu búin að ákveða eftirréttinn, við höfum meira að segja stundum velt því fyrir okkur að fara bara beint í eftirréttinn þarna og svo heim. Jább, ég er að tala um hvítu súkkulaði ostakökuna með ástaraldin kókos sorbet og ítölsku marens (meringue) á Kol Restaurant. Þessi réttur er svo ótrúlegur, bragðlaukarnir eiga ekki séns, þeir steinliggja í sjokki, hér gengur allt upp, áferðin, bæði mjúkt, stökkt, kalt og djúsí og svo er bragðið magnað, hvítt súkkulaði með fersku ástaraldin mauki og svo kókos flögum með léttri rist, og þetta marens, Guð minn góður! Það er eiginlega óvirðing við réttinn að reyna að lýsa honum, maður verður að smakka. Við fengum strax pláss við barinn sem var bara það sem okkur langaði, gaman að sitja þarna í miðjum hamagangnum og fylgjast með barþjónunum hrista og blanda alls konar drykki. Maturinn kom svo þarna fram beint úr eldhúsinu þannig að við sátum þarna umlukin alls konar angan af hinum og þessum réttinum. Reyndar buðu þeir okkur líka borð ef við vildum en þetta var bara fullkomið svona.
Já þetta var alveg magnað kvöld, það besta frá 4 stöðum borgarinnar, notaleg stemning, gott rölt og frábær félagsskapur. Maður kom einhvern veginn svo léttur og notalegur út úr þessu kvöldi, ekki pakksaddur eins og svo oft. Við vorum þó ekki alveg tilbúin í heimferð þarna eftir Kol og röltum því aftur á Reykjavík Meat í loka drykk. Þar var okkur boðið í huggulegt horn og fengum stórbrotið rauðvín Hess Collection 19 Block Mountain Cuvée sem því miður verður ekki fáanlegt lengi því vínviðurinn brann víst allur í brununum miklu í Kaliforníu hérna um árið. Þetta var alveg stórkostlegt vín, venjulega selt í flöskuvís en þar sem þeir voru að lofa þjónunum að smakka máttum við kaupa glös fyrir okkur.
Já við mælum svo sannarlega með þessu, við breyttum í raun miðbænum í eina stóra mathöll og völdum það besta frá þeim bestu.
Pizza og bjór er líkega þekktasta og mest klassíska pörun við bjór sem þekkist og þetta er líka frábært combo ef rétt er að öllu staðið. Auðvitað þarf bjórinn að vera góður og pizzan frábær svo þetta gangi upp allt saman. Í Hveragerði færðu hvor tveggja, áður voru það aparnir í Eden sem trekktu að, svo tivolíið en nú er það sennilega Ölverk. Já Ölverk er brugghús sem býður upp á vandaðan craft bjór af ýmsum toga og svo frábærar eldbakaðar flatbökur af öllu tagi.
Það eru þau skötuhjú Elvar og Laufey sem standa að baki Ölverks í Hveragerði, bæði miklir nautnaseggir og bragðlaukagæðingar. Elvar er þaulreyndur heimabruggari í grunninn og kann vel til verka þegar kemur að bjórnum. Það er nefnilega því miður oft þannig þegar ný brugghús opna hér heima að menn eru bara að þræla upp brugghúsi og hendast af stað í að brugga bara eitthvað sem þeir svo kalla craft bjór til að selja pöpulnum sem fyrst. Þegar menn hins vegar hafa bjór sem ástríðu og kunna til verka verður útkoman allt önnur, nefnilega bjór sem hægt er að njóta.
Ölverk opnaði dyr sínar 2017 og hefur nú komist yfir „the dreadfull 18 months“ og virðist bara dafna vel. Ég heimsótti þau hjón skömmu eftir opnun en þá voru þau ekki farin að brugga á staðnum. Pizzurnar sátu samt lengi í minningunni því þær eru frábærar. Svo hef ég bara ekki komið aftur fyrr en núna í síðustu viku (sjá video hér). Ég einfaldega hafði ekki áttað mig á því að maður þarf ekki að fara þetta á bíl, það gengur strætó frá RVK. Frá heimili mínu í Nolló eru það 35 td mín þannig að ég er fljótari á Ölverk en á Mikkeller & Friends í down town RVK með strætó. Tímasetningin hjá mér var reyndar ekki alveg tilviljun, ég hafði verið að spá lengi að fara en núna vissi ég að Ölverk bruggaði bjór með Fonta Flora frá USA á dögunum og mig grunaði að sá bjór væri tilbúinn. Fonta Flora þekkja þeir sem mættu á hina árlegu bjórhátíð í Ægisgarði í febrúar.
Bjórinn var vissulega tilbúinn, Borkasonheitir hann og er eins lokal og hægt er. Bruggaður með bökuðum pizza botnum úr ofninum á staðnum, ein 60 stk takk fyrir, þetta var sett í meskinkuna ásamt eldiviðarkubbum sem Ölverk notar til að kinda ofninn góða. Í suðuna fór svo slatti af nýklipptum birki (þaðan er nafnið komið, Birkir Borkason úr Ronju) greinum sem vaxa í Hveragerði. Loks er bjórinn gerjaður með saisongeri. Bjórinn hljómar eins og „gimmck“ bjór en útkoman er vægast sagt frábær. Hér erum við með 3% í raun kvass/saison fuison bjór sem gæti vel staðið sem 5% saison. Mildur og þægilegur en með furðu mikinn skrokk sem verður að hengja á allt brauðið í bjórnum. Sætan líklega frá birkinu og svo öööörlítill reykur frá ofninum. Þetta er frábær session bjór og ég vona að Ölverk muni brugga þennan aftur. Húrra Fonta Flora og Ölverk. Hér er líkla sennilega eini kvassbjórinn (google it) á Íslandi þessa stundina? Sjá nánar hér!
Ég smakkaði svo helling af bjór hjá þeim en það eru 6 Ölverk bjórar á krana og tveir gestakranar sem ég lét vera að þessu sinni, ég meina það var þriðjudagur. Ég verð að segja að það kom mér á óvart að ég var ánægður með alla þessa 6 bjóra en hér er passað uppá að hafa úrvalið sem mest, allt frá léttum krispí lageryfir í DIPAog súrbjór. Ég er sökker fyrir NEIPAbjór og var ég mjög ánægður með Disko Djús hjá þeim. Ég hafði reyndar smakkað hann á bjórhátíðinni en hann var mun betri þarna heima hjá sér! Elvar sagði mér að þau höfðu bruggað 86 bjóra frá upphafi en það er stefnan hjá þeim að gera alltaf eitthvað nýtt þó svo að þau haldi sig alltaf við ákveðna stíla að mestu. Elvar sýndi mér svo líka smá gæluverkefni en í einu horninu í brugghúsinu standa tvær eikartunnur en þar er hann að leika sér að þroska bjór. Á annari er villigerjaður saisoná hvítvínstunnu en á hinni er imperial stout á rúg bourbon tunnu, 12% skratti. Þessir voru sturlaðir báðir tveir og lítil fluga suðaði því að mér að þeir færu mögulega á flöskur í mjög mjög takmörkuðu magni. Vei! Sjá nánar hér!
Svo er það maturinn, já það er ýmislegt í boði, bjórsnarl og pizzur. Ég fékk mér pizzu með döðlum, beikon og gráðaosti, þvílíkt hnossgæti en svo kom Elvar með eitthvað sem ég vil meina að sé bara hið fullkomna snarl með bjór. Þýsk pretzel bakað í bænum með heimalagaðri bjórostadýfu sem er alveg geggjuð. Þetta er fáránlega flott með t.d. german pils eða ekstra special bitternum (ESB) sem er á krana hjá þeim en bæði DIPAog Stoutkoma líka æði vel út með þessu. Það eru þýsk hjón sem baka þetta fyrir Ölverk og svo er þetta hitað upp rétt áður en þú færð þetta í gogg. Heitt og mjúkt og dásamlegt. Hér má svo finna uppskrift af ostadýfunni, ég get sagt ykkur að ég er að fara gera þetta um helgina! (Mynd frá mbl.is).
En já, Ölverk er alla vega valmöguleiki ef þig langar í frábærar pizzur og góðan bjór með. Ég hvet ykkur til að skoða leiðarkerfi Strætó og kíkja í heimsókn. Svo er auðvitað hægt að panta pizzu símleiðis á leið úr bænum og pikka hana upp á leið í bústað!
B&M leit við hjá RVK Brewing Co í gær smakk og stuð. Við sendum þetta út í beinni á fésbókinni í gær og er enn hægt að sjá þetta hér. Það var bara kominn tími á að smakka nitrogen bjór af nitro krananum þeirra, reyndar eru þeir með tvo slíka. Já nitro krana, hvað er nú það? Júbb það er fyrirbæri sem vert er að skoða nánar og er orðið ansi vinsælt úti í hinum stóra heimi í dag. Nitrogen bjór er kolsýrður með blöndu af köfnunarefni (70%) og kolsýru (um 30%) en venjulega er þessi blanda í öfugum hlutföllum, 30% köfnunarefni og 70% kolsýra. Köfnunarefni leysist illa eða ekki upp í bjórnum þannig að bjórinn verður ögn flatari en mun mýkri fyrir vikið. Nitro kraninn er einnig hannaður á þann máta að þegar bjórnum er þrýst í gegnum örfínar holur þá tapast mest öll kolsýran úr bjórnum og það myndast dúnamjúkur og þéttur froðuhaus með áferð líkt og þeyttur rjómi. Bjórinn allur tekur á sig aðra mynd og verður ekki svona kitlandi og hvass eins og venjulega kolsýrður bjór. Virkilega gaman að prófa sama bjór sem annars vegar er nitro útgáfa og hins vegar hefbundinn.
Í gær smakkaði ég Co & Co sem er imperial bakkelsis stout sem ég áður fjallað um, stórkostlegur bjór en algjörlega geggjaður af nitro krananum, þetta þarf ég að komast í aftur sem fyrst. Ég smakkaði líka annan og kannski þekktari bjór af nitro krananum þeirra en það er enginn annar en sir Guinnes sem kom bara til landsins í fyrradag beint frá heimahögum í Írlandi. Ég er venjulega ekki sérlega hrifinn af Guinnes en þegar hann er serveraður svona er hann dásamlegur, come and getit, ekki viss um að sé til meira en kútur af þessu.
„fyrsti cask bjórinn á Íslandi?“
En svo er það handpumpaði tunnubjórinn eða cask bjórinn, já þetta er eitthvað sem fólk hefur kannski lítið verið að spá í hér heima enda hefur þetta form á bjór ekki verið til á Íslandi þar til nú! Já í gær voru menn nefnilega á vígja fyrsta (svo vitað sé) cask pumpuna á klakanum. Þeir voru með heldur óhefðbundinn bjór undir eða svo kallaðan classic pretzel saison að nafni Is This It? sem er bjórinn sem RVK Brewing bruggaði með New York brugghúsunum sem komu hingað til lands í febrúar fyrir bjórhátíðina árlegu. Venja er að cask bjór sé stout, pale ale, brown ale eða álíka en ekki kannski saison þó svo að allt sé leyfilegt í þessu. Mér heyrist á Valla að menn muni leika sér áfram með þetta og setja alltaf eitthvað skemmtilegt á caskið. En hvað er þá cask bjór? Ég lét Valla útskýra þetta í gær, Valli og Cask ale! Í stuttu máli, handpumpaður bjór sem er ekki undir þrýstingi í tunnunni og dálítið flatur en dásamelga mjúkur og notalegur. Ég hef aldrei verið spenntur fyrir þessum stíl til þessa en þetta er skemmtileg tilbreyting og ég held að ég sé loksins orðinn nægilega þroskaður fyrir þetta, mörg ár síðan ég smakkaði þetta síðast. Þetta er alla vega möguleiki og ég hvet ykkur til að koma á RVK Brewing og smakka!
En það var heilmikil stemning í gær, staðurinn fullur af fólki og góðum bjór og svo stóð Siggi í brúnni og þeytti skífur þar til DJ Katla mætti til leiks með enn meira stuð. En ég smakkaði fleiri bjóra í gær, ekki bara nitro og caskið, t.d. var Killer Bunny helvíti magnaður, samstarf við Bonn, titlaður imperial ESBen fyrir mér er þetta DIPA. Svo hef ég verið að tala dálítið um lagerinn undanfarið en Valli lét mig fá helvíti skemmtilegan 4.6% Yuzu hrísgrjóna lager sem hann kallar Arigato. Fólk hefur kannski smakkað hann á nýafstaðinni bjórhátíð en hann var þar á dælu alla dagana. Þetta er léttur og ofsanelga þægilegur lager með ögn sítrónublæ. Frábær viðbót í lagerflóruna. Takk fyrir mig Siggi og Valli!
Allt tekur enda, líka hin árlega íslenska bjórhátíð, það er bara þannig. Síðasti dagurinn var frábær, undirritaður var bara nokkuð heill heilsu sem er plús á svona hátíð. Það var ekki eins troðið og hina dagana, líklega af því að einhverjir láu heima með sárt ennið eftir gærdaginn?
‘Eg ákvað að taka bara einn stíl fyrir síðasta kvöldið, IPAen það varð svo sem úr að ég fór í einn og einn súrbjórinnog auðvitað imperial stout líka til að enda gott kvöld! Malbygg átti dálítið sviðið um stund þegar þeir hófu legendary bottle pour af Brewhahaá slaginu kl 18:00. Það hafði meira að segja myndast smá röð við básinn þeirra 10 mín í. Auðvitað varð maður að taka einn imperial stout þá.
Tired Hands héldu svo áfram að gleðja undirritaðan með frábærum IPAog verulega vönduðum Saison. DIPAinn frá KCBC var flottur en flottastur IPA bjóra var Orange Crush frá Finback, verulega næs NEIPA með blóðappelsínum og mandarínu, menn voru greinilega sammála því hann kláraðist fljótt. Aslin var reyndar með álíka magnaðan DIPA og svo var Imperial Stoutinn þeirra svakalegur, Mexican Hot Chocolate og líklega sá besti í sínum flokki þetta kvöld. Orðið á götunni var dálítið að Aslin hefði neglt þessa hátíð með frábærum bjór alla dagana. Other Half voru svo líka með ofsalega ljúfan NEIPA en kölschinnþeirra var skrítinn, með ananas ofl og minnti bara á frostpinna úr fortíðinni, ekki gott. Menn voru margir ósammála mér hér.
Lamplighter frá Boston voru líka með solid lineup alla hátíðina, ekkert mindblowing en bara allt gott en í gær voru þeir með alveg magnaðan belgískan quadrupelþroskaður á púrtvís tunnum, klikkað stöff. Ég dundaði mér aðeins á Omnom básnum í gær en þeir voru með svakalegt súkkulaði, 100% súkkulaði. það var vægast sagt svakalegt og alls ekki allra, beiskt eins og ég veit ekki hvað. Þetta súkkulaði kom vel út með quadrupelnum frá Lamplighter.
Íslensku brugghúsin voru á sínum stað, sumt alveg ágætt, annað skrítið og jafnvel vont en sumt ansi gott. T.d. smakkaði ég mjög góðan bláberja súrbjór frá Brothers Brewing, ég er oftast ekkert spenntur fyrir ketilsýrðum bjór en þessi vara mjög nettur og myndi sóma sér vel í dósum eða flöskum. DIPAinn frá Ölverk var líka dálítið spes en gekk alveg upp, mjög þurr með saison geri, um að gera að prófa hann ef þú átt leið framhjá Hveragerði. Smiðjan var svo með NEIPAsem ég verð að segja að var bara alls ekkert galinn, ég myndi alveg fá mér hann aftur, frábært hvað frumraunir þeirra á stóru græjunum komu fínt út á þessari hátíð
Það var svo eitt sem ég gleymdi að nefna og ég vona að menn hafi ekki farið illa út úr því en alla hátíðardagana var hægt að rölta upp á eins konar svalir innanhúss og fá sér húðflúr, spurning hvort einhverjiur hafi vaknað upp með nýtt og skemmtilegt húðflúr sem þeir mundu ekki eftir að hafa fengið sár? Skemmtilegt.
En já nú er þetta bara búið, heilt ár í næstu gleði en lífið heldur áfram held ég, fullt af bjór framundan frá okkar frábæru íslensku brugghúsum og líka spennandi nano/Lamplighter collab sem ég fjalla um síðar.
B&M mun svo taka alla bjórhátíðina saman á næstu dögum. Skál í bili!
Það verður að viðurkennast að dagur tvö er aldrei eins sjarmerandi og dagur 1 á bjórhátíð enda flestir dálítið rykugir og maginn í rugli eftir gærdaginn. Bjórinn var samt á sínum stað í kvöld og flæddi út um allt vel og vandlega, Omnom og Ostarnir voru á sínum stað og tveir matarvagnar fyrir utan. Svo var plötusnúður á staðnum með dúndrandi techno og house músík sem ég fílaði reyndar mjög en margir töluðu um að það hafi verið of hátt stillt og ekki rétt tónlist. Það verður svo sem aldrei hægt að gleðja alla. Þrengslin voru áfram að trufla undirritaðan hins vegar, það var í raun varla hægt að rölta milli bása fyrir fólki. Kannski er það bara ég sem er viðkvæmur sérstaklega á degi tvö? En verður líklega að teljast jákvætt fyrir hátíðina þegar vel er mætt.
Ef við skoðum bjórinn þá er það mín tilfinning að súrbjórinnsé dálítið ríkjandi á þessari hátíð, þegar maður spyr fólk hvað menn mæla með þá var það alltaf súrbjór eða imperial stout sem nefndur var til sögunnar. Ekkert IPA eins og á síðasta ári þar sem haze æðið var alls ráðandi. Súrbjórarnir eru svo sannarlega víða og gæðin eru rosaleg. Fonta Flora var með tvo virkilega flotta í kvöld og Black Project með geggjað bottle pour, wild alesem legið hefur á whisky tunnum og svo blandað í nektarínum annars vegar og ferskjum hins vegar. Þessir báðir voru geggjaðir og líklega það besta í kvöld í súrbjórunum. Brekeriet var reyndar með alveg frábæran súrbjór líka, Vild Krikon sem er súrbjór með Damson ávexti (eitthvað plómu dæmi) og svo þroskaður á French Wine Foeders í 10 mánuði. Borg frumsýndi svo Rauðhettu og Úlfinn í kvöld en það er samstarfsverkefni Brekeriet og Borgar. Þetta er í raun blanda af Rauðhettusem er red wild ale og svo Úlfisem er IPAþannig að úr verður wild IPA ekki satt? Þessi bjór er mjög skemmtilegur og maður veit bara ekki alveg hvar maður á að staðsetja hann, fyrir mér er þetta meira wild ale en IPA alla vega.
Dugges var svo með imperial stout sem margir voru að tala um, banana toffee chocolate stout, en þó ég sé hrifinn af bakkelsisbjór þá var ég ekki að fíla þennan . Of væminn og skrítinn bara. Other Half var með mjög flottan imperial stout sem var dálítið umtalaður, mér fannst hann ágætur en ekkert í líkingu við monsterið frá Malbygg í gær, Brewhaha. Malbygg strákarnir ætla mögulega að bjóða Brewhaha á morgun en hann er annars kominn í vínbúðir í mjög takmörkuðu magni. Malbygg var með helvíti skemmtilegan brut IPA sem kom mjög vel út. Brut þýðir í raun að hann er eins og freyðivínið, gerjaður til fullst þannig að allur sykur eða því sem næst er gerjaður úr bjórnum. Tilvalinn fyrir þá sem eru t.d. á keto fæði. Smiðjan brugghús var líka með brut IPA, sá var heldur sætari en Malbygg útgáfan en samt skemmtilegur, mætti kannski þurrhumla aðeins lengur?
Tired Hands hélt áfram að heilla í kvöld, þeir voru með frábæra IPA bjóra og svo Saisonsem mikið var talað um, flestir sem ég hitti mæltu með honum alla vega. Geggjaður, Rustic Pentagram, súrbjór með mango og amarillo humlum, bruggaður með hveitimalti og látinn þroskast á french oak fouders! Verulega gott. Tired Hands hefur til þessa verið með fullt hús stiga. Geggjað brugghús.
Ég fór annars ekkert í NYC brugghúsin að þessu sinni nema í stoutinn frá OH. Ég heyrði menn hins vegar tala vel um KCBC bjórinn, þeir voru með geggjaðan DIPAvíst. Á morgun held ég að ég hvíli súrbjórinn og vinni meira í IPA og imp stout. Sjáumst þá!
Nú er ballið byrjað, fyrsti dagur á bjórhátíð búinn en það er svo sem engin ástæða til að örvænta, gleðin heldur áfram á ýmsum börum borgarinnar með alls konar viðburðum. Haukur Heiðar félagi minn tók það saman um daginn. Undirritaður pakkaði hins vegar í vörn og hélt heim að lokinni session í Ægisgarði enda þarf að passa sig að halda heilsu til að geta mætt til leiks á nýjan leik á morgun.
Að þessu sinni var hátíðin haldin sem fyrr segir í Ægisgarði sem er nokkuð minna rými en kjallarinn á KEX og því var heldur þröngt á þingi. Þetta truflaði mig dálítið því mér finnst ekki spennandi velkjast um í mannmergð. Þetta gekk þó nokkurn veginn en hefði ekki mátt vera meira fólk.
Eins og í fyrra var Omnom fólkið á staðnum með súkkulaðið sitt sem gaman er að para við bjórinn. Komdu bara með glasið þitt til þeirra og þeir leiðbeina þér með súkkulaðið sem passar við það sem þú ert með, þú getur auðvitað líka bara prófað þig áfram sjálfur. MS var líka þarna með virkilega skemmtilega osta af ýmsum toga sem allir höfðu legið í mismunandi bjór. Hér er sko gaman að leika sér með paranir. Það var þarna ostur sem bragðaðist nánast eins og djúsí humlar, geggjað. Nýtt þetta árið eru matarvagnarnir eða food trucks eins og þeir kallast á enskunni. En alla hátíðina munu mismunandi matarvagnar standa fyrir utan en það er alveg ómetanlegt að geta borðað á svona hátíð, fóðrað meltingarveginn og taka inn sölt og fitu til að vinna á móti vökvatapinu og verja aðeins slímhúðir í meltingarvegi. Frábært.
Ég ákvað að reyna að smakka sem flest, ekki bara fara í þau brugghús sem eru snillingar í þeim bjórstíl sem er í uppáhaldi hjá mér persónulega. En það sem stóð uppúr í gær er eftirfarandi.
Í súrbjórnum, þá held ég að ég verði að segja De Garde bjórinn, þeir voru báðir svakalegir hjá þeim. Fonta Flora var líka með ofsalega flottan súrbjór en svo lærði ég að þeir gera alls konar bjór, ekki bara súrbjór. T.d. eru þeir mikið í lager og þeir voru einmitt með 8.5% steinbockí gær líka. Þetta var mjög skemmtilegur bock en þeir nota grjót úr grjótnámu skammt frá brugghúsinu og hita það yfir eldi og svo henda þeir grjótinu út í bjórinn og ná þannig upp suðunni eins og gert var í árdaga. Bjórinn tekur vissulega í sig einhvern keim frá grjótinu. Frábær bjór og þessi 8.5% voru algjörlega hulin. Aslinvar með mjög flottan laktósa súrbjór líka sem var helvíti magnaður en svo náði ég bara ekki að komast yfir Black Project eða Brekerietí gær, þetta er bara svo mikið.
Talandi um lager, þá er þetta stíll sem menn eru dálítið hættir að drekka finnst manni, það snýst einhvern veginn allt um súrt, ofur beiskt, heavy stout eða skrítna nammibjóra. Ég held að það sé komin dálítil þreyta í mann og kannski tímabært líta aftur á hina gömlu góðu rótgrónu bjórstíla aftur. Það voru nokkrir helvíti góðir lagerbjórarí boði í gær, Ölverkvar með mjög flottan lager, krispí og clean og To Öl var með skemmtilegan Kölsch sem reyndar var DDH, sem sagt þurrhumlaður þannig að hann minnti dálítið á pale ale. Svo var það steinbockinn frá Fonta Flora auðvitað.
NYC brugghúsin voru svo að gera frábært mót, KCBC, Finback, Interboroog Other Half. Þeir negldu IPA stílinn og voru öll með flotta bæði NEIPA, IPA og DIPA. Ég reyndar smakkaði ekkert frá Other Half í gær. Tired Hands var líka með frábæra bjóra en þeir voru með dósir og flöskur til að hella. Lagerinn þeirra Prayer Group var mjög spes vægast sagt, hveiti lager bruggaður með þýsku pilsner malti og hveiti og svo gerjaður með lager geri. Loks er bjórinn látinn liggja í 5 vikur á örlitlu magni af sítrónusafa, mjög skemmtilegt og nánast funky bragð.
Svo var það stoutflokkurinn en það er alveg klárt að Malbyggtók hann í nefið með Brewhahasem þeir brugguðu í fyrra með Cycleog KEX brewing. Bjór þessi er vægast sagt magnaður, þvílík sprengja. Það er alls konar skemmtilegt í honum, kaffi, kakónibbur, kókos ofl. Svo hefur hann legið á bourbon tunnum í marga mánuði. Eftir að hafa smakkað þennan í gær þá urðu allir aðrir imperial stoutar frekar bara svona venjulegir. Ég vona að þið náið að smakka í kvöld því í gær stíflaðist eitthvað kerfið og þeir urðu að loka dælunni.
Það voru svo mörg önnur íslensk brugghús á hátíðinni t.d. Smiðjan Brugghús sem kemur hér með sína allra fyrstu bjóra en þeir verða með 6 bjóra í heildina sem þeir hafa aldrei bruggað áður í stóra brugghúsinu. Í gær voru þeir með 3% session IPA sem var bara alls ekki svo galinn og svo 4.7% Porter sem var virkilega ljúffengur. Það verður gaman að skoða þetta nýja brugghús næstu daga. Og Natura var líka á hátíð í fyrsta sinn með eina bjórinn sem þeir gera bláberjabjór sem var bara nokkuð skemmtilegur. Í kvöld verður það svo vín og á morgun kokteill eða eitthvað slíkt skilst mér.
En nóg þvaður, heilsan er að lagast og tími að fara rúlla á session 2. Sjáumst
Hin árlega íslenska bjórhátíð er í lok febrúar á Ægisgarði en þessi hátíð hefur verið ljósið í svartnættinu í upphafi árs fyrir okkur bjóráhugafólk síðustu árin. Hátíðin náði nýjum hæðum á síðasta ári en þá fengu bjórunnendur að njóta bjórs frá flottustu bjórframleiðendum veraldar og aldrei hafa jafn mörg íslensk brugghús tekið þátt. Önnur eins samkoma hefur ekki sést hér á landi áður. Það sem er svo magnað við þessa hátíð á KEX hostel (sem núna verður haldin á Ægisgarði) er stærðin þrátt fyrir smæðina en með því á ég við að þrátt fyrir að húsakynnin eru lítil þá er hátíðin með því stærsta sem gerist í heiminum þegar við tölum um gæði og fjölda brugghúsa sem mæta. Þetta þýðir að miðafjöldi er takmarkaður og gestir fá í raun einstakt tækifæri til að vera í nánum samskiptum við bjórframleiðendur, raðir eru stuttar og stemningin einstök. Í fyrra ræddi ég við nokkra bruggara sem sögðust sjaldan hafa skemmt sér svona vel á bjórhátíðum víða um heim. Þeim fannst þessi námd við aðdáendur sína svo einstök. Ég tek undir þetta.
Alla vega þessi gleði er að bresta á og listi brugghúsa þetta árið er stórglæsilegur og við getum verið örugg um að bjórinn verður stórkostlegur. Við sjáum mörg nöfn frá því í fyrra en líka mörg ný nöfn sem er alltaf spennandi. Jafnvel þótt topp listarnir á Ratebeer.com séu ekki alveg komnir út fyrir 2018 þá eru stærstu brugghúsin þetta árið sennilega Mikkeller, Other Half, Cloudwater og De Garde Brewing en þessi brugghús voru öll á top 10 lista yfir bestu brugghús veraldar 2017 (de Garde reyndar 2016) og flestum vel kunn en Bjór & Matur fjallaði aðeins um þau á síðasta ári sjá hér.
Allir koma þeir aftur
Ef við skoðum aðeins þá sem eru að koma aftur 2019 þá átti Other Half stórleik á síðasta ári og er ekki búist við minna núna. Hið danska To Øl þekkja flestir íslendingar nú orðið en þeir hafa mætt öll árin held ég svei mér þá og er auðvitað von á þeim aftur í ár. Þeir eru alltaf dálítið klassískir og stöðugir í því sem þeir eru að gera. Lamplighter kemur aftur en þeir voru magnaðir í fyrra og eru í sérstöku uppháhaldi hjá undirrituðum. Ég held að þeir ætli að brugga aftur með Borg Brugghús þetta árið ef marka má þær flugur sem ég hef aðgang að og hver veit nema minni spámenn nái bruggi með þetta árið….kemur í ljós!
Black Project koma líka aftur en þeir áttu súra sviðið í fyrra að okkar mati, ef þið hafa unun af súrbjórhvers konar þá getið þið verið handviss um að þið fáið það sem þið leitið eftir hjá Black Project. Það verður líka spennandi að sjá samverksbjórinn sem KEX Brewing bruggaði með þeim í fyrra hvenær sem hann kemur út. Fonta Flora voru líka í fyrra en þeir komu mér einna mest á óvart á síðasta ári. Ég þekkti þá lítið fyrir komu þeirra en þeir komu mér í opna skjöldu með algjörlega mind blowing wild ale, Funk Fuzz Wild Ale with Peaches 6.5%. Ég náði svo ekki almennilega að taka út De Garde síðast enda bara svo óskaplega margt í boði en „orðið á götunni“ var að þeir væru með stórgóðan súrbjór/wild ale alla dagana. Það er planið mitt þetta árið að kafa dálítið í öll þessi súru brugghús. Reyndar líka Brekeriet sem ekki voru í fyrra en ég mun fjalla ögn um þá hér að neðan.
Það voru vissulega fleiri frábær brugghús í fyrra sem voru að standa sig vel og koma aftur, þetta verður aldrei nein tæmandi yfirferð hér, svo var bara margt sem við bara náðum ekki að skoða síðast. Ég nefni í því samhengi J Wakefield, Aslin, Brewski og Garage Beer co, allt mjög frambærileg brugghús. Reyndar uppgötvaði ég ekki Garage almennilega fyrr en á ferðalagi í Barcelona á síðasta ári en þeir eru líklega alveg á toppnum meðal brugghúsa á Spáni. Ég get lofað ykkur því að ég mun heimsækja þeirra bás mikið á komandi hátíð.
Svo eru það auðvitað íslensku brugghúsin en þau koma flest með eitthvað gott í gogginn handa okkur aftur þetta árið. Staðfest eru Borg Brugghús, Malbygg, RVK Brewing, Lady, Ægir Brugghús og fleiri!
Ef við skoðum aðeins það sem Bjór & Matur er spenntastur fyrir af því sem er að koma nýtt inn þetta árið. Þá vil ég nefna Tired Hands sem hefur lengi verið á lista hjá mér en ég hef aldrei komist í að smakka bjórinn þeirra enda er það bara mjög erfitt því eftirspurnin er mikil. Þeir eru hins vegar dálítið umdeildir um þessar mundir, eitthvað sem ég hef ekki nennt að setja mig inní enda held ég að það breyti ekki bjórnum þeirra mikið. Ég hlakka mikið til að tékka á þessum skötuhjúum en þau eru þekkt fyrir nammibjóra eða bakkelsisbjóra í anda hinna sænsku Omnipollo sem reyndar koma ekki í ár. Ég er pínu sökker fyrir Omnipollo en það er önnur saga. Sagt er að Tired Hands hafi verið upphafsmenn hinna svo kallaðra milkshake IPA alla vega í Bandaríkjunum en um er að ræða safaríkar djúsbombur brugguðum með höfrum, hveiti og mjólkursykri. Þessir bjórar eru algjört salgæti!
Talandi um safabombur. Stigbergets Bryggeri er frá Gautaborg en það hefur verið að vaxa ört síðustu ár og gerir frábæran bjór. Ég hef t.d. sjaldan smakkað eins góðar NEIPAsafabombur og frá þessu brugghúsi svei mér þá, þeir standa alveg í hárinu á Other Half hvað þetta varðar. Þetta verður eitt af mínum stoppum alla þrjá dagana á hátíðinni. Brekeriet er líka sænskt brugghús sem sérhæfir sig í súrbjór. Ég hef ekki smakkað mikið frá þeim en það sem ég hef þó smakkað í gegnum tíðina hefur allt verið fullkomið. Það er skemmtilegt að segja frá því, líklega má ég það ekki en Borg Brugghús og Brekeriet brugguðu saman bjór fyrir löngu síðan, í raun blönduðu þeir saman Úlfi frá Borg og rauðum wilde ale frá Brekeriet sem bar nafnið Rauðhetta þannig að úr varð súr eða wild IPA sem auðvitað fékk nafnið Rauðhetta og Úlfurinn en hann mun koma á flöskur bara líklega á næstu vikum/mánuðum eða svo! Spennandi. Reyndar er það ekki óalgengt að brugghús noti tækifærið og bruggi saman bjór á svona hátíð, Borg bruggaði t.d. síðast með Lamplighter og KEX brewing, Malbygg gerði bjór með KEX brewing og Cycle Brewing (5. Besta brugghús veraldar) og svo er líklega eitthvað meira sem var í gangi bak við tjöldin. Þess má geta að bæði KEX brewing og Malbygg mæta til leiks í ár og við fáum von bráðar kannski að smakka þessa samstarfsbjóra. Borg hefur svo planlagt sambrugg með vægast sagt spennandi brugghúsi KCBC sem ég kem að hér að neðan.
Kings County Brewers Collective og fleiri frá NYC
En ég get ekki haft þetta mikið lengra að sinni, ég verð þó að nefna KCBC eða Kings County Brewers Collective í Brooklyn NY áður en ég hætti en ég er mjög spenntur fyrir þessu nýja brugghúsi sem var valið besta nýja brugghúsið í New York á síðasta ári af bjórgúrúum hjá Brookfield Place og Thrillist aðeins 18 mánuðum eftir að þeir hófu framleiðslu. Við erum að tala um harða samkeppni því bjórsenan í New York og nágrenni hefur verið að vaxa gríðarlega ört síðustu árin og við erum að sjá þar frábær brugghús poppa upp og má þá benda t.d. stórkostlegar bjórgerðir á borð við títt nefnt Other Half og Grimm sem sumir þekkja í Brooklyn, Evil Twin var einnig að opna sitt eigið brugghús í Brooklyn bara núna á dögunum. Auk Other Half og KCBC eru tvö önnur New York brugghús á bjórhátíð þetta árið, Finback og Interboro. Það er óhætt að mæla með að fólk skoði þessi NYC brugghús á komandi bjórhátíð, hver veit nema þarna leynist næsta Other Half? En eins og fyrr segir mun Borg brugga með KCBC bæði hér heima og svo aftur í New York á vormánuðum, það verður spennandi að fylgjast með því.
En það er erfitt að segja til um eða ákveða hvaða brugghús er best og hvaða bjór er bestur, á svona hátíð það fer dálítið eftir því hvað menn eru að sækjast eftir hverju sinni. Menn verða því að passa sig þegar dómar eru upp kveðnir. Þetta segir ég bara núna því á síðasta ári viðurkenni ég að ég var mikið á höttunum eftir t.d. skýjuðum New England IPA og litaðist mat mig á brugghúsunum dálítið af því hverjir voru með bestu safabomburnar. Ég reyndi þó að vera meðvitaður um það í skrifum mínum um Bjórhátíð. Ég held að almennt verði menn að fara í svona bjórhátíð með opnum hug og endilega prófa alls konar og um fram allt passa að fara ekki of geist. Það er mun betra að geta mætt alla dagana með nokkuð heilan haus í stað þess að fara „all in“ fyrsta daginn og vera svo ónýtur hina dagana, það er nefnilega svo að brugghúsin eru með nýja bjóra nánast alla dagana. Það er allt í lagi að drekka vel af vatni og taka sér hlé til að borða.
Muna svo að kaupa miða, þið ykkar sem ekki komast þá getið þið bara lesið umfjöllun okkar hér frá degi hverjum á meðan á hátíðinni stendur, það er samt ekki alveg eins gaman. Sjáumst!
Nú eru hátíðarnar um garð gengnar og nýtt ár runnið upp og ekkert virðist framundan nema myrkir kaldir vetrarmánuðir, en þá sjáum við ljós í svartnættinu, nýja von, Bjórhátíðin á Kex! Já Bjórhátíð á Kex er orðin einn af þessum föstu punktum í tilverunni hjá nautnaseggjum og bjórvinum þessa lands og ætti í raun að vera hátíð allra sem áhuga hafa á sjálfstæði einstaklingsin og frjálsræðishyggju. Bjórhátíð er nefnilega haldin að tilefni „afmæli bjórs á Íslandi“ eins og dagurinn 1. Mars er oft kallaður en það er sá dagur þegar við Íslendingar máttum aftur kaupa okkur bjór árið 1989 eftir langt og heimskulegt bjórbann. Hátíðin verður nú haldin í 7 sinn dagana 22. – 24. Febrúar 2018 en hún hefur verið að vaxa ört síðustu ár. Hvert árið hefur slegið árinu á undan út í glæsileika og fjölda brugghúsa og núna 2018 verður hátíðin algjörlega snar geggjuð ef marka má langan og fallegan lista brugghúsa sem munu mæta með bjórinn sinn að þessu sinni. Þetta er bara eitthvað sem enginn, með einhvern snefil af áhuga á að gera vel við sig, má missa af.
Bjórhátíðin á Kex er eins og bjórhátíðir eru flestar í heiminum í kringum okkur, brugghús mæta með alls konar fljótandi kræsingar, oft eitthvað sem er sérlagað fyrir hátíðina og svo er drukkið og spjallað og haft gaman. Svona hátíð er kjörið tækifæri til að smakka nýjungar og ögra bragðlaukunum og oft á tíðum uppgötva eitthvað alveg nýtt bragð eða nýjan bjór sem maður vissi bara ekki að væri til. Það er líka frábært að geta svo rætt við bjórsmiðina sjálfa um hvernig bjórinn varð til eða hvaða hráefni eru notuð ofl en oft er heilmikil saga á bak við bjórinn sem maður er með í glasinu sem stundum er ótrúleg og spennandi. Upplifunin gjörbreytist þegar maður veit vinnuna á bak við drykkinn. Ekki nóg með góðan bjór þá verður einnig boðið upp á lifandi músík og snarl.
Þegar þetta byrjaði allt saman fyrir 7 árum þá voru örfá íslensk brugghús sem kynntu til leiks bjórinn sinn en íslenskum brugghúsum hefur fjölgað töluvert síðan og áhugi erlendra bjórsmiða á að koma á Bjórhátíð er orðinn gríðarlegur. Við erum að tala um að núna í febrúar getur maður smakkað hér á litla Íslandi erlendan bjór sem á stundum er bara ekki hægt að smakka nema kannski beint frá viðkomandi brugghúsi í takmörkuðu magni. Mörg þessara brugghúsa eru með stærstu nöfnum í bjórveröldinni og bjór þeirra svakalega eftirsóttur.
Mynd af Bjórhátíð 2017,eftir Lilju Jóns. Birt með góðfúsu leyfi Kex
Við megum svo ekki gleyma íslensku brugghúsunum en þau eru að verða verulega áhugaverð og gera mörg hver stórkostlegan bjór. Í ár erum við að sjá flotta mætingu, við erum með snillingana frá Borg brugghús sem hafa verið með frá upphafi held ég en það er alltaf eitthvað kyngimagnað frá þeim á krana, svo er virkilega spennandi að fylgjast með KEX brewing sem að mínu mati eru meðal þeirra bestu í íslenskum bjór enda virðast þeir bara brugga bjór sem er eins og sniðinn fyrir mig? The Brothers Brewery hafa hingað til verið að gera skemmtilegan og vandaðan bjór sem vert er að skoða og svo verða glæný brugghús á Bjórhátíð svo sem Lady Brewery sem alveg negldu fyrsta bjórinn, First Lady IPA. Við munum svo einnig sjá brugghús sem hafa ekki einu sinni hafið göngu sína svo sem Reykjavík Brewing Companyog Malbyggen þessi brugghús eru mjög lofandi og munu án efa umturna íslenskri bjórsenu ef ég þekki þessa kappa rétt. Reykjavík Brewing Company stefnir á að opna núna á fyrstu mánuðum ársins og Malbygg kemur þar fljótt á eftir með opnun í kringum mars apríl ef ég hef það rétt eftir. Smiðjan Brugghús er einnig í smíðum í Vík og mér sýnist þeir vera að stefna á opnun ú sumar. Ég verð að viðurkenna að ég þekki lítið til þeirra sem standa á bak við brugghúsið en það verður gaman að fá að smakka fyrsta bjórinn frá þeim á Bjórhátíð.
Eins og fyrr segir þá er listi brugghúsa langur og spennandi og mörg stór nöfn hafa boðað komu sína. Það væri ómögulegt að fara yfir þau öll hér svo vel sé enda er stundum bara skemmilegra að vita sem minnst, þannig verða oft skemmilegustu uppgötvanirnar. Mig langar þó aðeins að skoða erlendu bjórgerðirnar betur. Hér má sjá listann í heild sinni, 48 brugghús!
Mikkeller, To Øl og BRUS
Þegar við skautum yfir listann sjáum við þarna góðkunningja á borð við Mikkeller, To Øl og BRUSsem flestir ættu nú að þekkja enda hafa þessi dönsku brugghús verið á Kex í nokkur ár, og svo eru þessir gaurar auðvitað á bak við Mikkeller & Friends Reykjavík. Mikkeller er einfaldlega eitt stærsta nafn bjórheimsins, ætla ég að leyfa mér að segja, og mun ég ekki fjalla nánar um þá hér enda má lesa um þá víða. Það sama má segja um To Øl og BRUS (bjórrestaurant rekinn af To Øl) sem hafa verið að vaxa mikið síðustu ár, ég held bara varla að ég hafi smakkað vondan bjór frá þeim?
Lord Hobo
Svo sjáum við hetjur sem voru líka á síðustu Bjórhátíð eins og Lord Hobo, Brewski, Other Half, Collective Arts og Alefarm. Ég man að öll þessi brugghús slóu í gegn síðast, karlarnir frá Lord Hobo sem koma alla leið frá Boston USA eru álíka skemmtilega ruglaðir og bjórinn þeirra er góður en þeir voru með nokkrar perlur í fyrra, ég man t.d eftir fáránlega djúsí og ljúfum DIPA. Prófið að ræða við þá, þeir eru kolruglaðir.
Alefarm
Svo var hið danska Alefarm að koma mér verulega á óvart síðast en þeir eru virkilega flínkir í að brugga sveitabjór (saison) og safaríka IPA bjóra sem sæta mikilla vinsælda um þessar mundir. Þó svo að vera frekar nýtt brugghús þá eru þeir að rísa hratt í bjórheiminum og mikill áhugi er fyrir bjór þeirra á öllum stærstu bjórhátíðum veraldar. Á síðu Mikkeller segir orðrétt „one of the best things that have happened to the Danish Beer scene the past few years.“. Stór orð frá stórri bruggstjörnu!
Mynd af Bjórhátíð 2017,eftir Lilju Jóns. Birt með góðfúsu leyfi Kex
Brewsky
Fyrst við vorum að tala um norræn brugghús hér að ofan er rétt að nefna til sögunnar Brewsky sem er sænskst örbrugghús sem vert er að hafa auga með en þeir eru eitt af þessum brugghúsum sem eru að stækka ört og þeir gera fáránlega ljúfa og ávaxtaríka IPA bjóra. Þeir mættu í fyrra og slóu í gegn. Þó svo að þeir séu ekki á lista yfir top 100 bestu brugghúsa heims á Ratebeer 2016 þá kæmi mér ekki á óvart að sjá þá þar á 2017 listanum sem en er ekki kominn út. Brewsky stendur m.a. á bak við bjórhátíðina Brewskyvalí Helsingborg en þangað mættu mörg flottustu brugghúsa veraldar á síðasta ári.
Talandi um Ratebeer lista, þá er 100 bestu brugghús heims ansi flottur listi til að vera á en valið stendur á milli rúmlega 22.500 brugghúsa víðs vegar um heiminn. Ef þið skoðið listann á Ratebeer þá sjáið þið að stór hluti þeirra brugghúsa sem eru að koma á bjórhátíð eru á listanum yfir 100 bestu brugghús heims. Flott ekki satt?
Other Half Brewing
frá Brooklyn New York er mér sérstaklega sönn ánægja að fá að kynna til leiks en þetta er eitt af þeim brugghúsum þessa veraldar sem ég er hvað mest spenntur fyrir þessi misserin. Bjórinn frá þessum meisturum er algjör draumur en þeir gera mikið af safaríkum og þægilegum IPA bjór eða NE IPA eins og menn vilja flokka þá, sem er einmitt sá stíll sem er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Ég er því kannski ekki hlutlaus, hins vegar er bjórheimurinn sammála mér í þessu en þess má geta að Other Half voru valdir 7. besta nýja brugghús heims á meðal rúmlega 3800 brugghúsa á Ratebeer 2015 og núna sitja þeir í 10. sæti yfir bestu brugghús veraldar á Ratebeer (2016 listinn). Það verður að teljast nokkuð gott ekki satt? Hvort sem það er safaríkur IPA, spriklandi saison eða ögrandi súrbjór þá er það allt saman gott. Já það er vert að smakka bókstaflega allt sem þessir gaurar koma með á Bjórhátíð 2018, þetta er sjaldgæft tækifæri.
Cloudwater Brewing
Á þessum sama lista liggur breskt brugghús í 5. sæti, Cloudwater brewing sem staðsett er í Manchester UK. Þessir gaurar hófu starfsemi sína á sama tíma og Other Half árið 2014 og hafa náð álíka árangri. Sjálfur hef ég smakkað lítið frá þeim en það sem ég hef komist yfir hefur verið virkilega vandað og gott. Ég mun klárlega mynda röð við Cloudwater básinn á komandi hátíð og vera með læti, mikið hlakka ég til.
De Garde Brewing
Talandi um 10 bestu brugghús heims, þá er De Garde Brewing nr 7 á þeim lista. Hvað er í gangi hérna eiginlega, er þetta ekki litla Ísland sem við erum að tala um annars? De Garde bruggar bjór á eins náttúrulegan máta og hægt er. Þeir sérhæga sig í sjálfgerjuðum bjór (spontant fermented) af belgískum toga og nota aðeins villiger og þá er ég ekki að tala um einangrað ræktað villiger, nei ég er að tala um villiger sem fyrirfinnst í andrúmsloftinu í kringum brugghúsið í Oregon USA, rétt eins og menn gera í Cantillon í Brussel. Til þess notar þeir svo kallað kæliskip eða coolship þar sem soðinn kældur bjórvökvinn er látinn standa á meðan örverur allt í kring lenda í vökvanum og byrja að gerja hann. Við erum að tala um bakteríur og gersveppi sem gefa frá sér sérstakar bragðflækjur sem sumir kalla súrt og „funky“. Bjórinn er svo fluttur yfir í eikartunnur og látinn þroskast þar frá 3 mánuðum og upp í rúmlega 3 ár áður en hann fer á flöskur. Þar hefst svo önnur gerjun sem kolsýrir bjórinn á náttúrulegan máta. Já þetta er sannkallað „craft“.
Bokkereyder
Svo er það Bokkereyder, lítið belgískt ævintýri sem frábært er að fá að taka þátt í á komandi hátíð. Þetta er lítið brugghús, líklega það minnsta á komandi hátíð og nokkuð óþekkt þangað til bara nýlega þegar það var valið besta nýja brugghús heims 2016 á Ratebeer á meðal 6500 nýrra brugghúsa . Ég hef ekkert smakkað frá þeim fram til þessa en það mun breytast núna í febrúar. Það er Raf Souvereyns sem stendur fyrir Bokkereyder en hann er mikill áhugamaður um sjálfgerjaðan villibjór eða lambic sem Belgar eru svo frægir fyrir. Þekktustu lambic brugghús veraldar eru án efa Cantillon og 3 Fonteinen en Bokkereyder er smám saman að skipa sér sess meðal þeirra bestu. Þetta verður líklega það erlenda brugghús sem mun koma mest á óvart á Kex hátíðiðinni þetta árið?
The Veil Brewery
er svo annað nafn sem fær bjórnörda þessa heims til að nötra af spenningi, ég skelf alla vega. The Veil hófu framleiðslu sína í Richmond Virginia í Bandaríkjunum árið 2016 og voru svo valdir þriðja besta nýja brugghús heims á ofan töldum lista á Ratebeer. Þeir sérhæfa sig í og brugga eingöngu IPA og DIPA sem er sá bjórstíll sem vinsælastur er meðal bjóráhugafólks. Þetta er frábært, hér gengur maður að því vísu að fá góðan IPA og ekkert rugl. Ég skal segja ykkur að þó ég sé að fara mynda röð við Cloudwater básinn þá mun ég finna leið til að mynda enn lengri röð við The Veil básinn, þetta verður rosalegt. Hér er smá upphitun fyrir ykkur (https://theaudienceawards.com/films/the-veil-brewing-company-130253)
Civil Society Brewing
Ef við höldum áfram niður lista bestu nýju brugghúsa heims 2016 þá er í 5. sæti fjölskyldubrugghúsið Civil Society Brewing sem ætla mætti að væri frá öðrum hnetti en það er staðsett í Jupiter Florida, hvar sem það nú er? Brugghúsið einblínir á vel humlaðan bjór ss IPA og DIPA en það er jú það sem við viljum ekki satt? 80% af framleiðslunni fer alla vega undir humlaðan bjór. Þetta brugghús mun án efa verða eitthvað!
Mig langar svo að nefna hér til sögunnar í lokin People Like Us sem er nýtt danskt brugghús sem hefur þá sérstöðu að vera rekið af fólki með Einhverfu. Mikkel Borg (Mikkeller) hefur verið þeim mikill stuðningur og á stóran þátt í því að brugghúsið er komið á ról og farið að selja bjór sinn á danskan markað. Skemmtileg pæling og vonandi góður bjór!
Já þegar maður skoðar þetta nánar má sjá að viðburðurinn er ekkert minna en stórkostlegur og alveg á pari við flottustu bjórhátíðir heims. Þetta varður epískt. Ég tek það fram að það eru mörg önnur virkilega spennandi brugghús sem ég hef ekki nefnt hér, bara vegna tímaskorts. T.d. J Wakefield, Lamplighter, Surly, Collectivearts ofl. Æ þetta er allt magnað. Hlakka til að sjá ykkur!!!
You must be logged in to post a comment.