2018 mun verða ár mikilla breytinga í bjórlandslagi Íslands það er öruggt, því nokkrar nýjar og mjög svo spennandi bjórsmiðjur munu hefja framleiðslu á komandi mánuðum. Malbygg er eitt af þeim og vert er að hafa sérstaklega vakandi augu með þeim því þar eru við stjörnvölin bórunnendur af líf og sál og miklir reynsluboltar í bjórheiminum. Það eru þeir bræður Andri og Ingi, sem við þekkjum best sem kátu bjórnördana hjá Járn og Gler, en þeir eiga ríkan þátt í bættri bjórmenningu okkar Íslendinga síðustu árin með innfluttningi á heimsklassa „craft“ bjór. Með þeim í þessu er svo bruggmeistarinn Bergur, gaurinn sem kom Bryggjunni Brugghús á koppinn ekki alls fyrir löngu þar sem hann færði okkur vandaðan og elegant bjór af ýmsum toga. Þetta trio er að mínu mati fullkomið hráefni í frábæran bjór og ég er sannfærður um að það á bara eftir að koma geggjað stöff frá þeim.
Brugghús hefja oft göngu sína og hverfa svo á braut án þess að nokkur maður muni eftir þeim, (sjáum t.d. Ölgerð Reykjavíkur 2008), enda engin metnaður í gangi, menn fókusera nefnilega of oft á að brugga eitthvað ákveðið fyrir fjöldann, eitthvað sem þeir vita að ganga td í ferðamennina ofl. Eitthvað bragðlaust sull sem hægt er að selja sem „alvöru íslenskan“ bjór. Ég veit að Malbygg trioið er ekki á þessum buxunum, þegar menn fara að bugga bjór af líf og sál þá er afraksturinn litaður af því, einfaldlega góður og spennandi. Malbygg mun fókusera á IPA, hazy NEIPA, imperial stout og tunnuþroskaðan súrbjór, og verður með þetta á kútum helst en einnig eru þeir með flotta dósapökkunarvél.
Þegar ég ræddi við þá félaga á dögunum voru þeir langt komnir með uppsetninguna og leyfi og þess háttar. Vonir standa til að hefja framleiðslu á næstu mánuðum en það verður hægt að sjá frumsýningu á bjór þeirra á komandi Bjórhátíð á KEX í febrúar og hvet ég ykkur til að kaupa miða og smakka þetta hjá þeim.
2 athugasemdir við “Malbygg, góðar fréttir fyrir bjórunnendur”