Grillmarkaðurinn er flottur veitingastaður og þar á bæ leggja menn nokkurn metnað í bjórinn en úrvalið af Borg bjórum er með því betra á landinu. Hér getur maður fundið sjaldgæfar Borg perlur sem jafnvel eru löngu hættar í sölu.   Við nefnum hér Grillmarkaðinn fyrir þær sakir að þar getur maður pantað sér sérstakan bjór matseðil með úrvali af því besta á matseðlinum og svo Borg bjór með sem smellpassar við hvern rétt.  Við getum vel mælt með þessu en við erum reyndar ekki alveg hlutlaus þar sem við Sigrún áttum stóran þátt í þessum pörunum á sínum tíma.  Ég veit svo sem ekki hvort matseðillinn er enn sá sami en hvort sem er þá er þetta virkilega flott upplifun.
Ég get svo ekki hætt hér án þess að nefna draumaeftirrétt allra súkkulaðifíkla…það er eiginlega þess virði að heimsækja Grillmarkaðinn þó ekki nema bara fyrir þann rétt!

Myndin er fengin af heimasíðu Grillmarkaðsins