Pizza og bjór á Ölverk í Hveragerði, frábær blanda!

Pizza og bjór er líkega þekktasta og mest klassíska pörun við bjór sem þekkist og þetta er líka frábært combo ef rétt er að öllu staðið.  Auðvitað þarf bjórinn að vera góður og pizzan frábær svo þetta gangi upp allt saman.  Í Hveragerði færðu hvor tveggja, áður voru það aparnir í Eden sem trekktu að, svo tivolíið en nú er það sennilega Ölverk.   Já Ölverk er brugghús sem býður upp á vandaðan craft bjór af ýmsum toga og svo frábærar eldbakaðar flatbökur af öllu tagi.

Það eru þau skötuhjú Elvar og Laufey sem standa að baki Ölverks í Hveragerði, bæði miklir nautnaseggir og bragðlaukagæðingar.  Elvar er þaulreyndur heimabruggari í grunninn og kann vel til verka þegar kemur að bjórnum.  Það er nefnilega því miður oft þannig þegar ný brugghús opna hér heima að menn eru bara að þræla upp brugghúsi og hendast af stað í að brugga bara eitthvað sem þeir svo kalla craft bjór til að selja pöpulnum sem fyrst.  Þegar menn hins vegar hafa bjór sem ástríðu og kunna til verka verður útkoman allt önnur, nefnilega bjór sem hægt  er að njóta.

20190319_135249-01.jpeg

Ölverk opnaði dyr sínar 2017 og hefur nú komist yfir „the dreadfull 18 months“ og virðist bara dafna vel.  Ég heimsótti þau hjón skömmu eftir opnun en þá voru þau ekki farin að brugga á staðnum.  Pizzurnar sátu samt lengi í minningunni því þær eru frábærar. Svo hef ég bara ekki komið aftur fyrr en núna í síðustu viku (sjá video hér).  Ég einfaldega hafði ekki áttað mig á því að maður þarf ekki að fara þetta á bíl, það gengur strætó frá RVK.  Frá heimili mínu í Nolló eru það 35 td mín þannig að ég er fljótari á Ölverk en á Mikkeller & Friends í down town RVK með strætó.  Tímasetningin hjá mér var reyndar ekki alveg tilviljun, ég hafði verið að spá lengi að fara en núna vissi ég að Ölverk bruggaði bjór með Fonta Flora frá USA á dögunum og mig grunaði að sá bjór væri tilbúinn.  Fonta Flora þekkja þeir sem mættu á hina árlegu bjórhátíð í Ægisgarði í febrúar.

Bjórinn var vissulega tilbúinn, Borkason heitir hann og er eins lokal og hægt er.  Bruggaður með bökuðum pizza botnum úr ofninum á staðnum, ein 60 stk takk fyrir, þetta var sett í meskinkuna ásamt eldiviðarkubbum sem Ölverk notar til að kinda ofninn góða.   Í suðuna fór svo slatti af nýklipptum birki (þaðan er nafnið komið, Birkir Borkason úr Ronju) greinum sem vaxa í Hveragerði.  Loks er bjórinn gerjaður með saison geri.  Bjórinn hljómar eins og „gimmck“ bjór en útkoman er vægast sagt frábær.  Hér erum við með 3% í raun kvass/saison fuison bjór sem gæti vel staðið sem 5% saison.   Mildur og þægilegur en með furðu mikinn skrokk sem verður að hengja á allt brauðið í bjórnum.  Sætan líklega frá birkinu og svo öööörlítill reykur frá ofninum.  Þetta er frábær session bjór og ég vona að Ölverk muni brugga þennan aftur.  Húrra Fonta Flora og Ölverk.  Hér er líkla sennilega eini kvass bjórinn (google it) á Íslandi þessa stundina? Sjá nánar hér!

Ég smakkaði svo helling af bjór hjá þeim en það eru 6 Ölverk bjórar á krana og tveir gestakranar sem ég lét vera að þessu sinni, ég meina það var þriðjudagur.  Ég verð að segja að það kom mér á óvart að ég var ánægður með alla þessa 6 bjóra en hér er passað uppá að hafa úrvalið sem mest, allt frá léttum krispí lager yfir í DIPA og súrbjór.  Ég er sökker fyrir NEIPA bjór og var ég mjög ánægður með Disko Djús hjá þeim.  Ég hafði reyndar smakkað hann á bjórhátíðinni en hann var mun betri þarna heima hjá sér!  Elvar sagði mér að þau höfðu bruggað 86 bjóra frá upphafi en það er stefnan hjá þeim að gera alltaf eitthvað nýtt þó svo að þau haldi sig alltaf við ákveðna stíla að mestu.   Elvar sýndi mér svo líka smá gæluverkefni en í einu horninu í brugghúsinu standa tvær eikartunnur en þar er hann að leika sér að þroska bjór.  Á annari er villigerjaður saison á hvítvínstunnu en á hinni er imperial stout á rúg bourbon tunnu, 12% skratti.  Þessir voru sturlaðir báðir tveir og lítil fluga suðaði því að mér að þeir færu mögulega á flöskur í mjög mjög takmörkuðu magni.  Vei! Sjá nánar hér!

OstadýfaÖlverk

Svo er það maturinn, já það er ýmislegt í boði, bjórsnarl og pizzur.  Ég fékk mér pizzu með döðlum, beikon og gráðaosti, þvílíkt hnossgæti en svo kom Elvar með eitthvað sem ég vil meina að sé bara hið fullkomna snarl með bjór.  Þýsk pretzel bakað í bænum með heimalagaðri bjórostadýfu sem er alveg geggjuð.  Þetta er fáránlega flott með t.d. german pils eða ekstra special bitternum (ESB) sem er á krana hjá þeim en bæði DIPA og Stout koma líka æði vel út með þessu.  Það eru þýsk hjón sem baka þetta fyrir Ölverk og svo er þetta hitað upp rétt áður en þú færð þetta í gogg.  Heitt og mjúkt og dásamlegt.  Hér má svo finna uppskrift af ostadýfunni, ég get sagt ykkur að ég er að fara gera þetta um helgina! (Mynd frá mbl.is). 

En já, Ölverk er alla vega valmöguleiki ef þig langar í frábærar pizzur og góðan bjór með.  Ég hvet ykkur til að skoða leiðarkerfi Strætó og kíkja í heimsókn.  Svo er auðvitað hægt að panta pizzu símleiðis á leið úr bænum og pikka  hana upp á leið í bústað!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s