Ég lenti óvænt í sólarhrings stoppi í Barcelona á dögunum á leið minni frá Róm vegna flugvandamála og svo kom ég aftur nokkrum vikum síðar (þegar þetta er skrifa). Ég notaði tækifærið og skoðaði bjórsenuna í borginni sem er á góðu flugi og hefur verið síðustu ár. Nú er ég hér í 5. sinn og það er bara alltaf eitthvað nýtt að bætast við. Ég hef áður einhvers staðar skrifað um bjór í Barcelona og um Edge Brewing sem var valið besta nýja brugghús heims á Ratbeer árið 2014 en það hefur ýmislegt breyst síðan þá. Ég ætla ekki að fara í einhverjar langlokur hér að þessu sinni…eða það er amk planið.
Síðast var ég í borginni 2016 og heimsótti ma. Edge Brewing sælla minninga en á þeim tíma var Mikkeller Barcelona bara að opna og BrewDog nýlega komnir. Þetta eru svo sem góðkunningjar bjórunnenda og þarf ekki að fara frekar í þá sálma hér. Þess má þó geta að maturinn á Mikkeller var virkilega flottur klassískur barmatur, ég borðaði þarna nokkrum sinnum. Það góða við þetta er að BrewDog og Mikkeller eru bara rétt hjá hvor öðrum og það sem meira er, BierCab er þarna líka rétt hjá bara. BierCab hefur lengi vel verið titlaður besti craft bar borgarinnar en þar eru að finna 30 krana með alls konar góðgæti frá öllum heiminum. Þeir eru líka með stóran og áhugaverðan matseðil. Samfast við BierCab er svo mjög flott bjórbúð með góðu úrvali af flöskubjór frá flottustu brugghúsum veraldar, líklega með betri bjórbúðum í Barcelona. Í þessari ferð fann ég þarna t.d. Yellow Belly frá Omnipollo sem ég hef leitað að í nokkur ár.
Ofan á þetta allt bætist svo við Garage Beer Company sem opnaði dyr sínar skammt frá BrewDog og Mikkeller fyrir einum þrem árum síðan. Já ég bara vissi ekki af þeim þegar ég var þarna að þvælast 2016 fjandinn hafi það 🙂 Í dag eru þessir gaurar á hraðri uppleið í bjórveröldinni og gera með betri bjórum Spánar. Sumir kannast kannski við þá af Bjórfestinni á Kex á síðasta ári? Þeir gera bara magnaðan bjór og ekkert múður. Við Sigrún fengum okkur aðeins í gogg þarna, flottan burger og svo geggjaðan bjór, hazy NEIPA auðvitað og nokkra mismunandi. Ég mæli með Soup sem er þeirra best seller um þessar mundir. Barinn er flottur en allt mjög hrátt og einfalt. Ekkert glis og glimmer. Þjónustan var frekar hæg reyndar, það tók ansi mörg andartök að panta bjór, reyndar var verið að þjálfa starfsmann þarna og svo má ekki gera lítið úr því að ég var ansi tæpur á tíma, átti vél heim til Íslands 5 tímum síðar. En þrátt fyrir allt þá setjum við þennan stað efst á lista yfir staði til að heimsækja ef bjór er það sem menn vilja í Barcelona.
Við römbuðum reyndar einnig inn á tvo aðra ansi magnaða staði, þetta eru systurstaðir reknir af dönskum bjóráhugamönnum. Danir og bjór virðast vera allstaðar svei mér þá. Annars vegar er það Kælderkold og hins vegar Ölgod. Kælderkold hefur verið hér í borg síðustu 4 árin, ég vissi bara ekki af honum fyrr en ég rambaði óvart inn á hann í gotneska hverfinu skammt frá Römblunni. 10 kranar með bjór frá öllum heimsins hornum þmt local svo sem The Garage Brewing, Soma ofl. Virkilega ljúft að rekast á þetta, staðurinn er samt pínu lítill en maður getur tekið með sér dósir to go. Ölgod er hins vegar töluvert stærri og ekki svo langt frá. Staðurinn opnaði 2016 og er með 30 dælur og myndarlegan matseðil. Þetta er fullkominn staður til að tilla sér á, eftir dag á ströndinni eða í „mollinu“, og fá sér í gogg.
En svona til að taka þetta saman í stuttu máli þá eru meðmæli Bjór & Matur þessi:
Best er að koma sér á Placa de Catalunya sem er mjög miðsvæðis miðað við þetta allt. Það er auðvelt að komast þangað. T.d. fer flugrútan beint þangað. Svo er tiltölulega stutt að rölta í bjórinn (sjá kort).
Ölgod. Algjört möst ef þú ert að þvælast í miðbænum, á La Rambla (sem mér finnst persónulega hræðilegur staður), Gotneska hverfinu eða á ströndinni t.d. þá er stutt að fara á Ölgod. Kælderkold ef þú ert aðframkominn og nærð ekki á Ölgod.
Ein athugasemd við “Bjór í Barcelona, staðan í dag!”