Open Baladin, bjór að hætti Rómverja!

Þegar þú ert í Róm þá ertu líklega ekki að hugsa um hvar besta bjór er að finna, hér snýst jú allt um dásamlegt rauðvín ss Brunello di Montalcino, þurrt Franciacorta eða ekta gelato.  Vissuð þið annars að Procecco er ekki kampavín þeirra Ítala, ef það eru búbblur sem þið viljið og ítalskar í þokkabót þá skuluð þið tékka á Franciacorta sem er gert með svipuðum hætti og Champagne þeirra Frakka.  Nóg um það, bjór er líka til í Róm, reyndar flest allt frekar látlaust sull en léttur frískandi lager á þó alltaf rétt á sér í grillandi sólinni.  Moretti og Peroni þekkja margir og er hægt að nálgast þá á flestum stöðum borgarinnar sem bjóða eitthvað svalandi, en ég myndi persónulega alltaf fara í búbblur frekar en þetta.  Það er hins vegar dulítil craftbjórmenning að ryðja sér til rúms hér í borginni og það má sum staðar finna eitthvað annað en ofantalda bjóra.   Það eru líka nokkur brugghús í Róm (sjá hér) en ég var í raun ekki í mikilli bjórleit í þessari ferð og hef ekki hugmynd um hvernig þau eru, mig langaði hins vegar að tékka á Baladin aðallega vegna þess að barley wine-in þeirra eru að fá mjög góða dóma á veraldarvefnum.  Það er víst BrewDog í bænum líka ef menn eru algjörlega á þörfinni en vill maður ekki prófa localinn?

20180529_183946.jpg

Open Baladin er rómverskur bruggbar sem serverar helling af bjór, bæði eigin framleiðslu, Birra Baladin, á dælum og flöskum sem og valinn ítalskan og erlendan craft-bjór.  Það er einnig flottur matseðill með helling af alls konar hamborgurum, kjúkling, salötum og heimalöguðum kartöfluflögum með flottum heimagerðum sósum af ýmsum toga.  Við prófuðum kartöfluflögurnar sem voru fáránlega góðar, frúin fór í Giradin lambic sem er var virkilega flott val í hitanum, flatur og súr með funky punch en ég prófaði ítalskan NEIPA sem ég man ekki frá hverjum var enda ekkert spes.  Minnti sára lítið á NEIPA, annars fínn sem svalandi pale ale.  Baladin Rock’n’Roll  var ágætur 7% pale ale en ekkert sem ég myndi mæla sérstaklega með hins vegar var Baladin Xyauyù 2014 (14%) tunnuþroskaða barley wine-ið algjörlega magnað, sætt, mikið og mjúkt eins og fullkomið eftirrétta vín á borð við gott púrtvín.  Ég var svo heillaður að ég tók með mér heim tvær flöskur af eikarlegnu Xyauyú ,annars vegar þroskað á rauðvínstunnum, sem þeir kalla Terre 2010 árgerð og hins vegar hvítvísntunnum, Lune árgerð 2012.  Ég er auðvitað ekki búinn að smakka þetta en lauma inn pósti þegar ég hef fundið gott tilefni til að opna þessi herlegheit.

20180529_195425-02.jpeg

En svona til að rúna þetta af, þá er Open Baladin ágætur kostur ef menn verða að komast í góðan bjór Róm, hins vegar hefur borgin bara svo margt annað að bjóða, stundum má bjórinn bíða!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s