Espresso Martini, þetta er bara ó svo gott!

Ok þessi síða fjallar um mat, bjór og freyðivín ég veit, en stundum slæðist eitthvað annað hér inn, ef það er þess virði. Espresso Martini er svo ljómandi góður kokdillir þegar hann er gerður rétt en getur verið frekar óskemmtilegur ef hann er það ekki. Ég fékk þennan drykk fyrst á síðasta ári hjá vinkonu okkar Hörpu og féll alveg fyrir honum. Já ég veit, er orðinn þetta stálpaður og er fyrst núna að uppgötva Espresso Martini, ég hef vissulega smakkað þetta áður en það hefur bara ekkert gert fyrir mig. Harpa opnaði hins vegar augu mín með frábærri útgáfu og ég hef verið að smakka þetta á börum borgarinnar og reynt nokkrar uppskriftir síðan. Ég hef komist að því að Espresso Martini er ekki bara Espresso Martini. T.d. er hann geggjaður á Reykjavík Meat svo dæmi séu nefnd. En ahverju er ég að þvaðra þetta hér, jú ég þykist hafa dottið niður á ansi góða uppskrift og ég ætla að láta hana flakka hér.

Það sem þarf (fyrir einn):

  • Ísmolar
  • koktail hristari
  • 35ml Vodka
  • 35ml espresso
  • 35ml Kahlúa
  • fíngert sigti
  • martini glas

Aðferðin

Byrjið að hella uppá kaffið og látið kólna. Fyllið martini glas af ísmolum. Hálffyllið svo hristarann með ísmolum líka. Hellið svo vodka, Kahlúa og kaffi í hristarann og hristið eins og enginn sé morgundagurinn. Hellið ísmolunum úr glasinu og hellið svo blöndunni í glasið í gegnum sigti. Það þarf líka að halda aftur af ísmolunum í hristaranum, í mínum er innbyggt gróft sigti. Það á að myndast þykk mjúk, bage lituð froða ofan á kaffibrúnum vökvanum. Skreytið svo með kaffibaunum og berið fram.

2 athugasemdir við “Espresso Martini, þetta er bara ó svo gott!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s