Sagan

Bytturnar 3 var upphaflega lítið verkefni sem kviknaði snemma árið 2020 í miðju COVID fári. Íslensku brugghúsin áttu erfitt uppdráttar enda ferðamenn varla sjáanlegir og íslendingar forðuðust krár og veitingastaði eins og heitan eldinn. Þá kviknaði einhver þjóðernis neisti hjá mér, mig langaði að minna okkur Íslendinga að velja íslenskt og styðja þannig íslenska framleiðslu. Ef þú kemst ekki á kránna þína þá getur þú tekið bjórinn með þér heim og notið hans þar.

Árni Hafstað eigandi Microbar & Brew í Kópavogi hafði einmitt hent á mig kassa af bjór, svona bland í poka og mér datt í hug að hóa í félaga minn og nágranna Hreim til að smakka og filma það á síman minn. Mjög hrátt en heimilislegt. Þetta var mjög gaman og ekki varð það leiðinlegra þegar góður vinur okkar Ólafur Darri sá okkur félagana út um gluggann og vildi vera með enda finnst honum bjór bara dálítið góður. Þannig urðum við þrír í þessu.

Það er skemmst frá því að segja að þessi þáttur sló dálítið í gegn, hann fékk rúmlega 4000 áhorf á nokkrum dögum og liggur líklega nær 5 k núna. Þetta varð til þess að fleiri brugghús hnipptu í mig og spurðu hvort ég vildi ekki smakka bjórinn þeirra. Ég hóaði aftur í þá félaga og spurði hvort þeir vildu gera þetta aftur. Þættirnir urðu því fleiri og eiginlega bara skemmtilegri. Í einhverjum þættinum ákváðum við svo þetta nafn á okkur sem kemur líka vel út á ensku, the three drunketeers. Svo hefur þetta bara verið að þróast, við erum komnir með betri græjur núna og farnir að klippa þetta í alvöru tólum og svo höfum við stundum fengið Drunktanian með okkur í þáttinn (hann kemur fyrst fram í þætti 7) . Hér má sjá alla þættina hingað til, fyrsti þátturinn neðst.

Þáttur 10 – Bytturnar brugga bjór

Þáttur 9 – Borg bjór og jólamatur

Þáttur 8 – Jólabjórinn 2020

Þáttur 7 – Hvað er Vetrarbjór?

Þáttur 6 – RVK Brewing, seinni hluti

Þáttur 5 – RVK Brewing heimsókn

Þáttur 4 – Ölvisholt Brugghús

Þáttur 3 – Uppáhalds bjórinn

Þáttur 2 – Smiðjan Brugghús

Þáttur 1 – Microbar & Brew