BrewDog Reykjavík opnaði á Frakkastíg í Reykjavík seint á síðasta ári (2018) og hefur síðan blómstrað enda frábær staður þar sem bæði er hægt að fá dásamelgan mat og ljúffengar veigar til að para við.

Barinn er settur upp og innréttaður í anda BrewDog víðs vegar um heim en þó er alltaf eitthvað „local“ handbragð á hverjum bar sem gerir hvern bar sérstakan. Við erum hér með 20 bjórdælur sem færa manni bjór af dælukerfi sem líklega er með styttstu bjórlínum á landinu.  Kútarnir standa nefnilega í kæliherbergi beint aftan við dælurnar og línurnar eru aðeins um 1 meter að lengd en þannig má takmarka afföll og auka gæðin.  Kæliherbergi þýðir að ekki þarf sér kælikerfi til að kæla bjórinn og bjórinn er því geymdur við bestu aðstæður allan tíman. Það er líka helvíti flott að geta séð inn í kælinn í gegnum glerhurðina við endann en þetta er jú eins konar hjarta staðarins ekki satt?
Stefnan er að hafa 12  krana með BrewDog bjór og þar af 5 „headliners“ eða fastan bjór sem maður gengur að vísum og svo er rest roterandi.  Afgangurinn er svo gestabjór af ýmsum toga, eina reglan er að gestabjór þarf að vera handverks bjór (craft) og auðvitað góður. Úrvalið er jafnan fjölbreyttir frá okkar flottustu ss MalbyggRVK BrewingBorg BrugghúsJóni Ríka ofl.

Eins og fyrr segir er mikil áhersla lögð á glæsilegan matseðil úr ýmsum áttum enda eru eigendur miklir gúrúar í veitingageiranum hér heima og má þar m.a. nefna til sönnunnar vinsæla staði á borð við Public House Gastropub og Forréttabarinn. Bjór & Matur hefur smakkað flest á matseðlinum til þessa og það er einfaldlega allt frábært og vel vandað til verks en þegar þetta er ritað stendur reyndar til að gera einhverjar breytingar á seðlinum en slíkt er algengt og ekkert nema til bóta.    Það besta er svo allt bjórúvalið sem maður getur leikið sér með og parað við réttina eftir behag.   Það er akkúrat þetta sem gerir BrewDog Reykjavík svona frábæran en B&M vill meina að hvergi annars staðar í borginni sé þetta möguleiki þegar þetta er ritað.

20180919_185542.jpgBrewDog var stofnað af þeim félögum Martin Dickie og James Watt í Fraserburgh í Skotlandi árið 2007.  Kveikjan var langleiði þeirra á bragðlausum fjöldaframmleiddum lagerbjórum og slöppu óvönduðu öli sem á þeim tíma var að tröllríða breskum bjórmarkaði, þeim langaði að breyta þessari þróun og skapa spennandi og ljúffengan bjór og kynna almenningi fyrir öllu því góða sem bjórheimurinn hefur að bjóða, alvöru handverk (craft).   BrewDog fór rólega af stað fyrstu mánuðina en þegar leið á árið 2008 varð allt vitlaust og BrewDog varð stærsta óháða brugghús Skotlands.  Eftirspurnin eftir  þessum „nýja“ og bragðmikla bjór varð gríðarleg og árið 2009 var BrewDog orðið það brugghús í Bretlandi sem óx hvað hraðast.  Húsnæðið í Fraserburgh var löngu sprungið og þurfti að flytja aðsetur þeirra í stærra húsnæði og bæta við sig gertönkum, starfsfólki ofl til að mæta þessari eftirspurn.  BrewDog héldu áfram að ögra og komu m.a. með sterkasta bjór í heimi, Tactical Nuclear Penguin 32% sem vakti mikið umtal.   Til að gera langa sögu stutta, þá hélt veldi þeirra áfram að stækka án þess að það kæmi niður á „conceptinu“ að brugga alltaf frábæran handverksbjór í hæsta gæðaflokki.  Í dag eru þeir með um 50 bari víðs vegar um heiminn og eru enn að bæta við sig, BrewDog Reykjavík er aðeins einn af mörgum nýjum BrewDog börum sem opnuðu á síðasta ári.