B&M leit við hjá RVK Brewing Co í gær smakk og stuð. Við sendum þetta út í beinni á fésbókinni í gær og er enn hægt að sjá þetta hér. Það var bara kominn tími á að smakka nitrogen bjór af nitro krananum þeirra, reyndar eru þeir með tvo slíka. Já nitro krana, hvað er nú það? Júbb það er fyrirbæri sem vert er að skoða nánar og er orðið ansi vinsælt úti í hinum stóra heimi í dag. Nitrogen bjór er kolsýrður með blöndu af köfnunarefni (70%) og kolsýru (um 30%) en venjulega er þessi blanda í öfugum hlutföllum, 30% köfnunarefni og 70% kolsýra. Köfnunarefni leysist illa eða ekki upp í bjórnum þannig að bjórinn verður ögn flatari en mun mýkri fyrir vikið. Nitro kraninn er einnig hannaður á þann máta að þegar bjórnum er þrýst í gegnum örfínar holur þá tapast mest öll kolsýran úr bjórnum og það myndast dúnamjúkur og þéttur froðuhaus með áferð líkt og þeyttur rjómi. Bjórinn allur tekur á sig aðra mynd og verður ekki svona kitlandi og hvass eins og venjulega kolsýrður bjór. Virkilega gaman að prófa sama bjór sem annars vegar er nitro útgáfa og hins vegar hefbundinn.
Í gær smakkaði ég Co & Co sem er imperial bakkelsis stout sem ég áður fjallað um, stórkostlegur bjór en algjörlega geggjaður af nitro krananum, þetta þarf ég að komast í aftur sem fyrst. Ég smakkaði líka annan og kannski þekktari bjór af nitro krananum þeirra en það er enginn annar en sir Guinnes sem kom bara til landsins í fyrradag beint frá heimahögum í Írlandi. Ég er venjulega ekki sérlega hrifinn af Guinnes en þegar hann er serveraður svona er hann dásamlegur, come and getit, ekki viss um að sé til meira en kútur af þessu.
„fyrsti cask bjórinn á Íslandi?“
En svo er það handpumpaði tunnubjórinn eða cask bjórinn, já þetta er eitthvað sem fólk hefur kannski lítið verið að spá í hér heima enda hefur þetta form á bjór ekki verið til á Íslandi þar til nú! Já í gær voru menn nefnilega á vígja fyrsta (svo vitað sé) cask pumpuna á klakanum. Þeir voru með heldur óhefðbundinn bjór undir eða svo kallaðan classic pretzel saison að nafni Is This It? sem er bjórinn sem RVK Brewing bruggaði með New York brugghúsunum sem komu hingað til lands í febrúar fyrir bjórhátíðina árlegu. Venja er að cask bjór sé stout, pale ale, brown ale eða álíka en ekki kannski saison þó svo að allt sé leyfilegt í þessu. Mér heyrist á Valla að menn muni leika sér áfram með þetta og setja alltaf eitthvað skemmtilegt á caskið. En hvað er þá cask bjór? Ég lét Valla útskýra þetta í gær, Valli og Cask ale! Í stuttu máli, handpumpaður bjór sem er ekki undir þrýstingi í tunnunni og dálítið flatur en dásamelga mjúkur og notalegur. Ég hef aldrei verið spenntur fyrir þessum stíl til þessa en þetta er skemmtileg tilbreyting og ég held að ég sé loksins orðinn nægilega þroskaður fyrir þetta, mörg ár síðan ég smakkaði þetta síðast. Þetta er alla vega möguleiki og ég hvet ykkur til að koma á RVK Brewing og smakka!
En það var heilmikil stemning í gær, staðurinn fullur af fólki og góðum bjór og svo stóð Siggi í brúnni og þeytti skífur þar til DJ Katla mætti til leiks með enn meira stuð. En ég smakkaði fleiri bjóra í gær, ekki bara nitro og caskið, t.d. var Killer Bunny helvíti magnaður, samstarf við Bonn, titlaður imperial ESB en fyrir mér er þetta DIPA. Svo hef ég verið að tala dálítið um lagerinn undanfarið en Valli lét mig fá helvíti skemmtilegan 4.6% Yuzu hrísgrjóna lager sem hann kallar Arigato. Fólk hefur kannski smakkað hann á nýafstaðinni bjórhátíð en hann var þar á dælu alla dagana. Þetta er léttur og ofsanelga þægilegur lager með ögn sítrónublæ. Frábær viðbót í lagerflóruna. Takk fyrir mig Siggi og Valli!
You must be logged in to post a comment.