Dagur 3 á bjórhátíð, allt bú!

Allt tekur enda, líka hin árlega íslenska bjórhátíð, það er bara þannig.  Síðasti dagurinn var frábær, undirritaður var bara nokkuð heill heilsu sem er plús á svona hátíð.  Það var ekki eins troðið og hina dagana, líklega af því að einhverjir láu heima með sárt ennið eftir gærdaginn?

‘Eg ákvað að taka bara einn stíl fyrir síðasta kvöldið, IPA en það varð svo sem úr að ég fór í einn og einn súrbjórinn og auðvitað imperial stout líka til að enda gott kvöld!   Malbygg átti dálítið sviðið um stund þegar þeir hófu legendary bottle pour af Brewhaha á slaginu kl 18:00.  Það hafði meira að segja myndast smá röð við básinn þeirra 10 mín í. Auðvitað varð maður að taka einn imperial stout þá.
20190223_175835.jpg

Tired Hands héldu svo áfram að gleðja undirritaðan með frábærum IPA og verulega vönduðum Saison.  DIPAinn frá KCBC var flottur en flottastur IPA bjóra var Orange Crush frá Finback, verulega næs NEIPA með blóðappelsínum og mandarínu, menn voru greinilega sammála því hann kláraðist fljótt.  Aslin var reyndar með álíka magnaðan DIPA og svo var Imperial Stoutinn þeirra svakalegur, Mexican Hot Chocolate og líklega sá besti í sínum flokki þetta kvöld.  Orðið á götunni var dálítið að Aslin hefði neglt þessa hátíð með frábærum bjór alla dagana. Other Half voru svo líka með ofsalega ljúfan NEIPA en kölschinn þeirra var skrítinn, með ananas ofl og minnti bara á frostpinna úr fortíðinni, ekki gott.  Menn voru margir ósammála mér hér.

Lamplighter frá Boston voru líka með solid lineup alla hátíðina, ekkert mindblowing en bara allt gott en í gær voru þeir með alveg magnaðan belgískan quadrupel þroskaður á púrtvís tunnum, klikkað stöff.  Ég dundaði mér aðeins á Omnom básnum í gær en þeir voru með svakalegt súkkulaði, 100% súkkulaði.  það var vægast sagt svakalegt og alls ekki allra, beiskt eins og ég veit ekki hvað.  Þetta súkkulaði kom vel út með quadrupelnum frá Lamplighter.

20190223_170749.jpg

Íslensku brugghúsin voru á sínum stað, sumt alveg ágætt, annað skrítið og jafnvel vont en sumt ansi gott.  T.d. smakkaði ég mjög góðan bláberja súrbjór frá Brothers Brewing, ég er oftast ekkert spenntur fyrir ketilsýrðum bjór en þessi vara mjög nettur og myndi sóma sér vel í dósum eða flöskum.  DIPAinn frá Ölverk var líka dálítið spes en gekk alveg upp, mjög þurr með saison geri, um að gera að prófa hann ef þú átt leið framhjá Hveragerði.  Smiðjan var svo með NEIPA sem ég verð að segja að var  bara alls ekkert galinn, ég myndi alveg fá mér hann aftur, frábært hvað frumraunir þeirra á stóru græjunum komu fínt út á þessari hátíð

Það var svo eitt sem ég gleymdi að nefna og ég vona að menn hafi ekki farið illa út úr því en alla hátíðardagana var hægt að rölta upp á eins konar svalir innanhúss og fá sér húðflúr, spurning hvort einhverjiur hafi vaknað upp með nýtt og skemmtilegt húðflúr sem þeir mundu ekki eftir að hafa fengið sár?  Skemmtilegt.

En já nú er þetta bara búið, heilt ár í næstu gleði en lífið heldur áfram held ég, fullt af bjór framundan frá okkar frábæru íslensku brugghúsum og líka spennandi nano/Lamplighter collab sem ég fjalla um síðar.

B&M mun svo taka alla bjórhátíðina saman á næstu dögum.  Skál í bili!

20190221_194901-01.jpeg

 

Bjórsmökkunar heimboð

Það er alltaf gaman að smakka og uppgötva nýja bjóra en ef maður er í góðra vina hópi verður upplifunin enn betri.  Það er því tilvalið að hóa í góða vini þegar smakka á nokkra bjóra og gera flotta kvöldstund úr því.  Í dag er bjórinn dálítið „inn“ hjá okkur á klakanum og fólki finnst ofsalega spennandi að vera boðið í bjórsmakk  eða það er alla vega okkar reynsla.  Þetta má framkvæma t.d. með einhverju einföldu snarli með eða bara hóa í venjulegt matarboð en hafa smá bjórsmakk í upphafi t.d. Eins og áður þá eru engar harðkjarna reglur sem þarf að fylgja en það eru samt nokkur atriði má hafa í huga svo allt verði sem skemmtilegast.  Hér ætlum við að tæpa á því helsta en þetta á fyrst og fremst að vera gaman ekki satt?

  • Gott er að bjóða ekki uppá of margar tegundir sama kvöld því þá er hætt við að síðustu bjórar kvöldsins renni saman í eitt. 3-4 er passlegt en má alveg fara upp í 6 ef ekki er mikið í hverju glasi.
  • Ef þú þekkir bjórinn sem þú ætlar að bjóða þá er fínt að byrja á léttari og mildari bjór og færa sig svo upp í þróttmeiri bjór í lokin.  Það er bara þannig að ef maður drekkur 13% barley wine í upphafi mun allt sem eftir kemur virka bragðlaust.
  • Ef þú ert sjálf/ur að fara smakka bjórinn í fyrsta sinn er gott bara að skoða prósenturnar og byrja á lægsta styrk og oft er miðað við að hafa ljósari bjórinn fyrst og svo dekkja eftir sem líður á.  ATH þó að liturinn getur blekkt, t.d. 5% porter sem er kolsvartur ætti að koma undan 9% DIPA sem er ljós.
  • Gaman er svo að passa að hafa smá fjölbreytni í bjórvali, ekki hafa t.d. 3 mismunandi lager bjóra eða súrbjóra.  Það er gaman að fá smá innsýn í hve breytileikinn er mikill.
  • Svo er alltaf gaman að taka dálítið mið af þeim mat sem maður býður uppá, t.d. ef maður er með forrétt, aðalrétt og eftirrétt að hugsa aðeins út í hvernig brjór passar með hvaða rétt.

Svo er bara um að gera að drífa þetta í gang, smakka og pæla og leika sér með paranir.