Enn ein mögnuð uppskrift frá Nigella Lawson. Þvílíkur unaður…segi ég sem er háður súkkulaði, kannski ekki alveg hlutlaus. Þessi uppskrift er frekar einföld (t.d. gat ég gert hana nokkuð slysalaust) en það erfiða við hana er að maður þarf að bíða í einn jafnvel tvo daga eftir að hún verði klár. Þegar ég skellti í þessa uppskrift var ég í súkkulaði fráhvarfi og ætlaði að bæta heldur betur úr því, ég hafði ekki lesið uppskriftina til enda þegar ég byrjaði. Ég reyndar strandaði fljótt þegar ég komst að því að ég átti ekki romm sem er algjörlega ómissandi í þessu. Hreimur nágranni minn bjargaði mér hins vegar fyrir rest og ég gat haldið áfram en svo rak ég augnun í að kakan á að standa í einn til tvo sólarhringa í ísskáp! Jább ég mæli sem sagt með því að fólk hafi eitthvað súkkulaðigott að maula á meðan þessi kúrir í kælinum.
Það sem þarf:
Fyrir botninn
1-2 eggjahvítur (fer eftir stærð)
50 g hvítur sykur
2 tsk bökunar kakó
1-2 dropar hvítvíns edik
Fyrir músina sjálfa
400 g dökkt súkkulaði (70%)
60 ml Romm
60 ml gyllt síróp
500 ml þeyttur rjómi
Bökunar kakó til skreytingar
Bjór – imperial stout, helst eitthvað tunnuþroskað, ég tala nú ekki um rommtunnuþroskað. Founders KBS er snilld með þessu sem og Borg Surtur nr. 38 vanillu stout. Ég prófaði fleiri sem komu mjög vel út líka, Founders Imperial Stout og Borg Garún. Ef hins vegar þið viljið létta á þessu þá er kriek (kirsuberja súrbjór) alveg geggjaður með, tékkið á því líka.
Aðferð:
1) Ofn í 180 gráður á blástur. Smyrjið svo hliðarnar á 20cm spring formi og smjörpappír í botninn.
2) Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar froðukenndar og þið getið myndað toppa. Mér finnst best að nota handþeytara því þá fæ ég meiri tilfinningu fyrir þessu. Bætið svo sykrinum í smá skömmtum og þeytið áfram á lægri stillingu. Þið eigið að enda með þykka glansandi blöndu. Sáldrið kakói yfir og edikið og þeytið aðeins áfram til að sameina þetta allt. Loks dreifið þið þessu í formið og reynið að slétta þetta út eins og þið getið.
3) Bakið þetta í ofninum í 15-20 mín. Takið svo út og látið standa þar til orðið kalt.
4) Takið fram skál og setjið vatn í pott. Ekki láta vatnið snerta skálina, látið malla, ekki sjóða. Bræðið svo súkkulaðið ásamt sýrópi og romminu. Passa að enginn raki komist í þetta því þá fellur þetta allt saman út og klumpast saman. Takið svo skálina af hitanum og látið standa í 5 mín eða svo til að kólna.
5) Þeytið rjóman þar til hann er farinn að verað aðeins fluffy og þéttur. Ekki þeyta um of samt. Blandið svo rjómanum varlega saman við súkkulaðið þar til þetta er orðið að dásamlegri súkkulaði romm blöndu. Reynið að standast það að smakka þetta, ég mana ykkur, það er ekki séns.
6) Hellið þessu svo í formið ofan á marens botninn. Sléttið úr og setjið svo plastfilmu yfir og inn í ískáp í alla vega sólarhring, helst tvo. Jább sorry þannig er það bara!
7) Þegar þið loksins ætlið að bjóða uppá herlegheitin þá er gott að taka formið út úr ísskápnum og látið standa aðeins áður en þið losið úr forminu. Ég myndi ekki reyna að taka kökuna af form botninum nema þið séuð rosalega klár, hann kurlast upp auðveldlega.
Ok kakan er geggjuð, þetta er án gríns alveg „trufflað“ dæmi 🙂 Passið ykkur bara á að fá ykkur ekki of stóra sneið því þetta er mjög þungt í mallakút. En fyrir súkkulaðifólk þá er þetta líklega eitt það besta sem hægt er að bjóða uppá. Í raun held ég að við eigum að líta á þetta sem konfekt eftir góða málsverð, ekki köku. Kaffi væri fínt með eeeen við erum að spá í ölinu sem er mun skemmtilegra ekki satt? Hér langaði mig að máta þungan mikinn og djúsí imperial stout við, helst einhvern sem hefur legið á rommtunnu en slíkt fæst auðvitað ekki hér en ef við ættum t.d. Pirate Bomb frá Prairie Artisan Ales þá væri það skemmtileg pæling því þar fáum við aðeins rommið í gegn. Bourbon þroskaður bjór verður að duga og það er sko aldeilis ekki slæmt val. KBS frá Founders er frábær með þessu en hér erum við með þungt á móti þungu þannig að við þurfum að fara varlega. KBS er bruggaður með kaffi m.a. og látinn þroskast á bourbon tunnum í marga mánuði. Útkoman er mjúkur mikill bjór með ristuðu korni sem gefur m.a. súkkulaðikeim, svo er espresso og loks bruninn frá boubon tunnunni. Stundum má finna notalega vanillu og jafnvel kókos í geng frá eikartunnunni. KBS er annars mjög merkilegur bjór og alls ekki sjálfsagt að komast yfir hann.
Við prófuðum einnig Surt 38 frá Borg sem er enn til í Vínbúðunum. Hér erum við með öflugan en sætan imperial stout sem bruggaður er með vanillu. Við erum þannig með ofsalga flott mótvægi við beiskjuna og þunganum í kökunni, hér kemur sætan í bjórnunm og vanillan ofsalega vel út. Beiskjan frá humlunum í þessum bjór létta á á öllu og opna upp fyrir næstu bita. Mjög flott combo. Prófið einnig Garúnu frá Borg, hún gerir það sama nema gefur meira kaffi og beiskju í þetta allt.
Ef ykkur finnst þetta of mikið af því góða, prófið þá að létta á þessu með ferskum hindberjum ofaná kökuna eða smá þeyttan rjóma. Eins er hægt að nota spriklandi súrbjór á borð við Kriek eða Frambozen til að gera það sama.
You must be logged in to post a comment.