Founders CBS, einn eftirsóttasti bjór veraldar?

Þið þekkið vonandi öll KBS og velgengni þessa magnaða bjórs, ef ekki þá er um að gera að drífa sig í að bæta úr því.  CBS er svo enn eitt ævintýrið frá Founders, sem lengi vel hefur verið eitt af mínum uppáhalds. Oft er talað um hvíta hvali í þessum efnum (white whale) sem mér finnst í raun ekki réttnefni því hvítir hvalir eru í raun bara alls ekkert sjaldgæfir.  Menn eru líklega að tengja við Moby Dick sem var jú einstakur, hins vegar eru Beluga Hvalir alls ekkert sjaldgæfir og þeir eru hvítir eins og hveiti.  Ég kýs að kalla svona bjór Geirfugl sem kannski er heldur ekki rétt því Geirfulgar eru alls ekki til.  Nóg um það, þessi bjór er alla vega nógu andskoti sjaldgæfur og einn eftirsóttasti bjór veraldar vilja menn meina.   Founders bruggaði þennan bjór fyrst fyrir ansi mörgum árum og varð hann „instant success“.

Sagan segir að þeir hafi bara dottið niður á þessa blöndu þegar þeir komust yfir eikartunnur sem notaðar höfu verið undir þroskun hlyndsýróps og svo bourbon.  Þeir Founders menn ákváðu að prófa að gera KBS uppskriftina (tunnuþroskaður imperial stout), sem þá var orðinn meðal rómuðustu bjórum veraldar, og skella þeim á tunnurnar.   Úr varð þessi magnaði konfektmoli sem þeir kölluðu Canadian Breakfast Stout eða bara CBS.  Bjórinn sló rækilega í gegn.  Founders bruggaði bjórinn síðast árið 2011 og þá í litlu upplagi og kláraðis hann strax og menn börðust hreinlega um síðustu flöskurnar.  Nú 6 árum síðar ákvað Founders, ekki síst vegna mikils þrýstings frá fylgjendum sínum um heim allan, að gera loksins annað batch sem hluta af svo kallaðri Barrel Aged seríu sinni, sem inniheldur tunnuþroskaðan bjór af ýmsum toga.  Bjórinn kom út í lok síðasta árs og var hægt að fá í öllum fylkjum Bandaríkjanna í afar, afar takmörkuðu upplagi og þurftu menn að forpanta aðgang að röðum fyrir útgáfu bjórins á hverjum stað.  Sem sagt, nánast ómögulegt að fá þetta helvíti.   Þessu hefur svo skolað hér á strendur okkar Íslendinga fyrir tilstuðlan Andra og Inga hjá Járn og Gler og verður að teljast álíka undalegt og þegar menn uppgötva á næstu árum að maðurinn hefur aldrei lent á tunglinu.

Þetta er sturlun, CBS mun detta í almenna en takmarkaða, býst ég við, sölu á næstunni en í fyrsta sinn í sögunni hér ætla ég ekki að gefa upp tímapunktinn því ég í minni einskærri græðgi og eigingirni ætla að kaupa þetta allt sjálfur þegar þetta kemur í Vínbúðirnar!

Þess má geta að þessi bjór er svakalega flottur með bóndadags kökunni frá Mosfellsbakaríi þetta árið enda hefur uppáhalds súkkulaðikarlinn minn Hafliði haft hönd í bagga með gerð þessa kræsinga.  Þvílíkt combo!!!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s