Dökkt súkkulaði trít með stout eða porter

wp-1478339032382.jpg


Réttur: Dökkt súkkulaði
Pörun:
Imperial stout, stout eða porter.
Dæmi: Mikkeller Beer Geek Brunch Weasel, Borg Garún eða Borg Myrkvi


Það er viðeigandi að byrja þessa síðu á þessu klassíska „comboi“ súkkulaði og stout.  Ég er mikill sælkeri og ég einfaldlega elska súkkulaði, líklega er súkkulaði það eina sem ég ann meira en bjór. Dökkt súkkulaði er frábært eitt og sér, það hefur þægilega beiskju á móti sætunni og svo er ljómandi þegar menn bæta við sjávarsalti eða chilly t.d.  Hér heima fer ég helst í Omnom eða Lindt.  Sumir geyma súkkulaði í ískáp, mér finnst bara alls ekki gott að borða kalt súkkulaði, það þarf helst að vera næstum byrjað að bráðna þá verður það mýkra og bragðið nýtur sín meira.

Kaffi er vel þekktur fylgisveinn með góðu súkkulaði, hver þekkir ekki ljúfu stundina eftir jólamatinn svona rétt áður en pakkaflóðið er tæklað.  Þá sest maður niður í notalegt horn með ylmandi kaffi og nartar í nokkra vel valda mola áður en átökin hefjast á ný, ja eða sumir alla vega.

wp-1478338985305.jpgRauðvín er alveg afleitt með súkkulaði og hef ég aldrei skilið þá blöndu, bjórinn hins vegar gengur vel með og þá helst einhver mjúkur og ristaður bjór á borð við stout eða porter.  Persónulega vil ég hafa bjórinn með súkkulaðinu stóran og mikinn, eins og sterkann kaffibolla eða espresso.  Ég vel imperial stout því hann er gjarnan dálítið sætari en stout og porter og meiri þróttur í honum.  Allir þessir stílar ganga hins vegar en þeir eiga það sameiginlegt að vera ristaðir og minna oft á kaffi á tungu.  Ristað kornið getur einnig gefið af sér keim af dökku súkkulaði og stundum lakkrís.

Hér er ég með 70% Lindt súkkulaði með sjávarsalti og ég valdi Mikkeller Beer Geek Brunch Weasel sem er stóbrotinn 10.6% hafra stout í miklu uppáhaldi.  Ég fer í þennan þegar ég vil vera góður við mig.  Bjórinn fær 100 af 100 á Ratebeer sem er stærsta bjórsamfélag á veraldarvefnum. Í honum er dýrasta kaffi í heimi sem unnið er úr saur eins konar kattardýra í suðaustur Asíu.  Dýrin éta kaffibaunirnar og velja þær að kostgæfni, þau eru mjög vandlát.  Svo fara baunirnar í gegnum meltingarveginn og koma loks út um hinn endan tilbúnar til kaffibrennslu.  Það er sem sagt kaffi í þessum bjór og því ekki skrítið að finna keim af kaffi ásamt dökku súkkulaði og jafnvel vanillu.   Bjórinn kemur vel út með súkkulaðinu, hann hefur dálitla beiskju sem tónar vel með beiskjunni í súkkulaðinu en svo kemur sjávarsaltið með skemmtilegt mótspil við beiskjuna.  Það er einnig talsverð sæta í bjórnum sem gerir beiskjuna í hvortveggja viðráðanlegri og bakkar einnig upp sætuna í súkkulaðinu.   Hér er mikilvægt að hafa bjórinn ekki of kaldann því þá virkar hann dálítið hvass.

Ef maður er ekki alveg til í að splæsa í Mikkeller (hann kostar núna um 1360kr) þá er Garún frá Borg gott val einnig.  Eins má prófa Myrkva frá Borg eða einhvern annan porter.  Aðal atriðið er að byrja og prófa sig áfram.  Hvað með Barley Wine t.d?

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s