Malbygg er eitt af þessum nýju íslensku brugghúsum sem eru að hefja göngu sína um þessar mundir. Þeir áttu góðan leik á nýafstaðinni Bjórhátíð á Kex þar sem þeir frumsýndu bjór sinn sem kom bara helvíti vel út, eitthvað er enn hægt að fá af þessum bjór á bestu bjórbörum borgarinnar. En nú eru þessir þremenningar, Andri, Ingi og Bergur sem sagt komnir á fullt til að gleðja okkur hin og það besta við þetta er að þessir menn bæði kunna að brugga bjór og þeir eru með svipaðan smekk og ég á bjór. Þetta er borðleggjandi.
Ég tók púlsinn á þeim í dag og leit við í brugghúsið þeirra í Skútuvoginum. Þeir félagar voru í óða önn að ljúka við að brugga einhverjar nýjar kræsingar þegar ég bankaði uppá. Ég fékk svo að smakka aðeins það sem væntanlegt er frá þeim, sumt bara alveg á næstu dögum. Til að byrja með eru þeir langt komnir með ljúfan session IPA (4.7%), SOPI, sem þurrhumlaður er með Citra og svo Mosaic humlum og ögn Colombus. Ég smakkaði þennan ljúfling ókolsýrðan og það átti eftir að þurrhumla með Mosaic en hann var ansi nettur og lofar virkilega góðu. Þessi á eftir að slá í gegn held ég en hans er að vænta Á DÓS í Vínbúðirnar bara líklega í næstu viku eða svo. Mikið hlakka ég til. Tókuð þið eftir, Á DÓS? Já og var ég búinn að minnast á að allt IPA stöffið frá Malbygg er í raun New England style IPA (NE IPA) þó þeir séu ekkert sérstaklega að upphrópa það á vörum sínum. Ég fékk að sjá merkimiðana sem eru að koma og þeir koma sko þrusu vel út. Hlakka til að fá að sýna ykkur hér á næstu dögum.
Ég fékk líka að smakka frábæran DIPA (ca 8%), sem mun heitra GUTLARI, hann er í raun tilbúinn en þeir eru bara að bíða eftir hárrétta augnablikinu til að henda honum á kúta og svo beint á barina, líklega bara um helgina. Svakalega flottur NEIPA með Citra og Mosaic. Svo kúrir þarna hjá þeim Galaxy IPA sem er dálítið óþroskaður enn sem komið er. Hann lofaði góðu en þó lítið að marka svona flatur og óþroskaður. Þessi mun líka fara á dósir veiiii!
Loks er virkilega spennandi imperial stout í gerjun hjá þeim sem er afrakstur samstarfsbruggunar með Cycle Brewing og KEX Brewing, en þeir félagar skelltu í þessa lögun nú á dögunum þegar Bjórfest stóð sem hæst. Cycle er 5. besta brugghús veraldar skv Ratebeer um þessar mundir. Virkilega spennandi amerískt brugghús sem gerir „killer“ imperial stout og porter bjóra. KEX Brewing er svo með betri brugghúsum landsins um þessar mundir sem hefur bruggað með ótal stórlöxum í bruggheiminum. Þessi samstarfs stout, BREWHAHA, er virkilega flottur, líklega ein 13% en hann mun svo fara á einhverjar spennandi tunnur skilst mér á næstu vikum. Spennandi!






5. Besta brugghús veraldar er staðsett í St. Petersburg Florida í Bandaríkjunum. Þeir hófu göngu sína formlega árið 2013 undir nafninu Cycle Brewing en fyrir þann tíma vöktu þeir mikla athygli með ögrandi bjór sinn sem ónefnt brugghús innan veggja barsins Peg‘s Cantina. Það var sonur eigandans, Doug Dozark sem hóf að brugga á staðnum bjór eftir að hafa lært bjórsmíðar hjá ekki minni brugghúsum en Oscar Blues og Cigar City sem nú er t.d. 8. besta brugghús veraldar á ofantöldum lista. Nafnið er skýrskotun í ást Dougs á hjólreiðum, ekki flókið það en Doug ku fara allar sínar ferðir á hjóli. Brugghúsið byrjaði í flottum vönduðum IPA bjórum en síðla árs 2016 fóru þeir að einbeita sér meira að tunnuþroskuðum bjór af ýmsum toga og eru líklega hvað þekktastir fyrir þá bjóra í dag. Þetta verður eitthvað geggjað!
Brugghús hefja oft göngu sína og hverfa svo á braut án þess að nokkur maður muni eftir þeim, (sjáum t.d. Ölgerð Reykjavíkur 2008), enda engin metnaður í gangi, menn fókusera nefnilega of oft á að brugga eitthvað ákveðið fyrir fjöldann, eitthvað sem þeir vita að ganga td í ferðamennina ofl. Eitthvað bragðlaust sull sem hægt er að selja sem „alvöru íslenskan“ bjór. Ég veit að Malbygg trioið er ekki á þessum buxunum, þegar menn fara að bugga bjór af líf og sál þá er afraksturinn litaður af því, einfaldlega góður og spennandi. Malbygg mun fókusera á


You must be logged in to post a comment.