Mig langar að segja ykkur frá dálitlu sem er alveg að fara gerast bara rétt handan við hornið, jú það eru að koma jól það er svo sem eitt og sér bara dásamlegt en það sem ég vildi nefna hér er að þessi jól, jólin 2017 munu líklega verða þau ljúfustu jól sem undirritaður hefur lifað. Ég held meira að segja að fleiri muni deila þessari skoðun minni og hverjum er það svo að þakka? Jú Steini og Co á Mikkeller & Friends Reykjavík eru að fara bjóða okkur í veislu og ekki bara veislu heldur veizlu með z-tu. Ég ætla hér og nú að vera djarfur og leyfa mér að segja að þetta er bara það allra merkilegasta sem ég hef upplifað í íslenskri bjórsögu. Já ekki dæma mig strax, menn verða að lesa aðeins áfram, ok ég viðurkenni samt að Bjórhátíðin á Kex 2018 verður líka svakaleg en hún kemur síðar.
Alla vega þann 23. Desember, eða á sjálfum heilaga Þorláki munu Reykvíkingar geta smakkað einns sögufrægasta bjór veraldar á Mikkeller & Friends Reykjavík frá Alchemist í Bandaríkjunum. Við erum að tala Heady Topper sem er líklega einn umtalaðasti og eftirsóttasti bjór veraldar enda dæmdur besti bjór í heimi marg oft á mörgum vettvöngum. Heady Topper hefur meira að segja verið bendlaður við að vera fyrsti New England IPA sögunnar og sá bjór sem lagði línurnar fyrir þennan stíl ef stíl má kalla. Já sumir eru svo sem ekki sammála en það eru hins vegar allir, og þá meina ég allir sammála því að þessi bjór er frábær og jafnvel það besta sem menn hafa smakkað. Nú er það svo að undirritaður hefur ekki smakkað þennan bjór sjálfur enda er það bara nánast vonlaust nema að þekkja réttu krókaleiðirnar. Trúið mér, þessi bjór hefur verið á óskalista í mörg ár og það er kannski það sem gerir það að verkum að þessi viðburður fer efst á lista hjá mér í heimi bjórviðburða. Bjór & Matur getur ekki verið þekkt fyrir annað en að hafa smakkað frægasta bjór bjórsögunnar! Mikið hlakkar mér til að loksins fá að smakka þetta undur. Já og ekki nóg með það, Heady Topper er ekki eini bjórinn sem verður í boði frá Alchemist heldur verður líka hægt að nálgast dósir af Focal Banger sem virðist vera að taka við vinsældarkeflinu af Heady Topper og svo Beelzebub sem er geggjaður Imperali Stout skv alnetinu.
Þetta verður veisla, Þorláksmessu veizla, gleymdu skötunni, gleymdu öllum Þorláksmessu hefðunum og byrjaðu jólin snemma á Mikkeller, það ætla ég amk að gera. Ég held líka að við ættum öll að taka ofan af fyrir Steina og co hjá Mikkeller & Friends Reykjavík fyrir að gera þetta mögulegt og lyfta bjórmenningu þjóðarinnar á æðra plan! Takk fyrir okkur Steini!
ATH myndir í þessum pistli voru teknar af alnetinu via google!