Ör Brewing Project

Það eru nokkrar nýjar og afar spennandi bjórgerðir að hefja göngu sína núna í upphafi árs, eitt þeirra er „ör-bjórgerðin“ Ör brewing project.  Persónulega þá er ég mjög spenntur fyrir þessari bjórgerð því ég þekki að eigin raun handbragð bruggmeistarans í brúnni Gunnars Óla Sölvasonar og er það spá mín að þetta verði eitt af topp bjórgerðum í íslenskum bjórkúltúr á komandi árum.  Gunnar Óli er líklega sá maður á Íslandi sem veit hvað mest um bjór og bjórgerð takk fyrir eða alla vega þarna á meðal þeirra færustu í þessu en hann hefur verið að dunda við heimabrugg um áraraðir og kominn held ég eins langt og menn ná í heimabruggi og því algjörlega eðlilegt næsta skref að fara í „pro-brewing“ ef svo má segja.  Ég hef smakkað nokkuð af bjór frá honum í gegnum tíðina sem hann bruggaði undir merkjum Digra (heimabrugg) ásamt brosbræðrunum Andra og Ingja hjá Járn & Gler sem reyndar eru líka að opna brugghús á vormánuðum, Malbygg sem við fjöllum um síðar.

Gunnar er svo aldeilis ekki einn í þessu því kona hans Elísabet hefur hemil á honum og Sölva Dún sem mun sjá um fríkaðar miðaskreytingar ef ég þekki hann rétt en hann er virkilega flinkur á því sviðinu.  Öll þrjú eru samt miklir bjórunnendur og sníða uppskriftirnar í sameingu enda er það eina leiðin.  Brrrrennandi áhugi.

Ör er í raun ekki brugghús sem slíkt heldur eins konar farandsbjórgerð eða gypsy brewing eins og þeir kalla það á enskunni en það er ágætis orð yfir bjórgerð sem bruggar hjá öðrum brugghúsum.  Sem sagt það hefur enga yfirbyggingu undir stórtækar brugggræjur á eigin vegum.  Þetta er sniðug leið til að draga úr kostnaði og virkar bara helvíti vel.  Við þurfum ekki annað en að skoða velgengni Mikkellers sem er líklega þekktasta farandsbrugghús veraldar og sætir gríðarlegrar velgengni eins og vel er þekkt orðið.  Ör mun einblína á bjór sem er eins og sniðinn fyrir mig, sem er bara frábært, skýjaðan New England IPA, stíll sem er að slá í geng um þessar mundir, tunnuþroskaða sveitabjóra (Saison) og tunnuþroskaða imperial stout bjóra.  Bjórinn brugga þeir líklega að mestu leyti hjá Malbygg og mun koma í dósum og kútum á helstu bari.  Þetta er sko spennandi.  Við munum geta smakkað fyrstu bjórana frá Ör á komandi Bjórhátíð á Kex í lok febrúar.

Ein athugasemd við “Ör Brewing Project

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s