Malbygg mættir til leiks!

Malbygg er eitt af þessum nýju íslensku brugghúsum sem eru að hefja göngu sína um þessar mundir.  Þeir áttu góðan leik á nýafstaðinni Bjórhátíð á Kex þar sem þeir frumsýndu bjór sinn sem kom bara helvíti vel út, eitthvað er enn hægt að fá af þessum bjór á bestu bjórbörum borgarinnar.  En nú eru þessir þremenningar, Andri, Ingi og Bergur sem sagt komnir á fullt til að gleðja okkur hin og það besta við þetta er að þessir menn bæði kunna að brugga bjór og þeir eru með svipaðan smekk og ég á bjór.  Þetta er borðleggjandi.

Ég tók púlsinn á þeim í dag og leit við í brugghúsið þeirra í Skútuvoginum.  Þeir félagar voru í óða önn að ljúka við að brugga einhverjar nýjar kræsingar þegar ég bankaði uppá.  Ég fékk svo að smakka aðeins það sem væntanlegt er frá þeim, sumt bara alveg á næstu dögum.  Til að byrja með eru þeir langt komnir með ljúfan session IPA (4.7%), SOPI,  sem þurrhumlaður er með Citra og svo Mosaic humlum og ögn Colombus.   Ég smakkaði þennan ljúfling ókolsýrðan og það átti eftir að þurrhumla með Mosaic en hann var ansi nettur og lofar virkilega góðu.  Þessi á eftir að slá í gegn held ég en hans er að vænta Á DÓS í Vínbúðirnar bara líklega í næstu viku eða svo.  Mikið hlakka ég til.  Tókuð þið eftir, Á DÓS? Já og var ég búinn að minnast á að allt IPA stöffið frá Malbygg er í raun New England style IPA (NE IPA) þó þeir séu ekkert sérstaklega að upphrópa það á vörum sínum.  Ég fékk að sjá merkimiðana sem eru að koma og þeir koma sko þrusu vel út.  Hlakka til að fá að sýna ykkur hér á næstu dögum.

IMG_7247Ég fékk líka að smakka frábæran DIPA (ca 8%), sem mun heitra GUTLARI, hann er í raun tilbúinn en þeir eru bara að bíða eftir hárrétta augnablikinu til að henda honum á kúta og svo beint á barina, líklega bara um helgina.  Svakalega flottur NEIPA með Citra og Mosaic.  Svo kúrir þarna hjá þeim Galaxy IPA sem er dálítið óþroskaður enn sem komið er.  Hann lofaði góðu en þó lítið að marka svona flatur og óþroskaður.  Þessi mun líka fara á dósir veiiii!

Loks er virkilega spennandi imperial stout í gerjun hjá þeim sem er afrakstur samstarfsbruggunar með Cycle Brewing og KEX Brewing, en þeir félagar skelltu í þessa lögun nú á dögunum þegar Bjórfest stóð sem hæst.  Cycle er 5. besta brugghús veraldar skv Ratebeer um þessar mundir.  Virkilega spennandi amerískt brugghús sem gerir „killer“ imperial stout og porter bjóra. KEX Brewing er svo með betri brugghúsum landsins um þessar mundir sem hefur bruggað með ótal stórlöxum í bruggheiminum.  Þessi samstarfs stout, BREWHAHA, er virkilega flottur, líklega ein 13% en hann mun svo fara á einhverjar spennandi tunnur skilst mér á næstu vikum.  Spennandi!

Meira um Bjórhátíð á Kex! Cycle Brewing, KEX Brewing collab ofl spennandi!

Nú er tæpur mánuður í stærstu bjórhátíð Íslandssögunnar, hina árlegu Bjórhátíð á KEX.  Ég hef þegar fjallað um hátíðina og skoðað nokkur af þeim 50 brugghúsum sem munu mæta á hátíðina með bjórinn sinn.  Mikkeller, To Øl og BRUS, Lord Hobo, Brewsky, Other Half, The Vail, Bokkereyder, Alefarm, De Garde Brewing, Cloudwater Brewing, Civil Society Brewing og People Like Us hef ég þegar fjallað um og má lesa um þessi stórkostlegu brugghús hér.   Þess má geta að nýr best of listi Ratebeer er kominn út og má sjá aðeins breytingar á top 10.  Cloudwater er komið í 2. sæti úr 5. sæti, sem sagt annað besta brugghús veraldar, og Other Half er nú komið úr 10. sæti í 7. sæti.  Mikkeller er núna í 9. sæti en þeir eru svo sem ekki óvanir þessum lista.  Nýtt á listanum er svo Cycle Brewing sem er um þessar mundir 5. Besta brugghús veraldar skv Ratebeer.  Þetta er magnað, það má svo alltaf deila um Ratebeer og þessa lista en það er efni í aðra umfjöllun.

Mig langar aðeins að skoða þetta nánar og nefna til sögunnar nokkur íslensk brugghús sem menn verða að tékka á á hátíðinni.

Cycle Brewing
Image may contain: drink5. Besta brugghús veraldar er staðsett í St. Petersburg Florida í Bandaríkjunum. Þeir hófu göngu sína formlega árið 2013 undir nafninu Cycle Brewing en fyrir þann tíma vöktu þeir mikla athygli með ögrandi bjór sinn sem ónefnt brugghús innan veggja barsins Peg‘s Cantina. Það var sonur eigandans, Doug Dozark sem hóf að brugga á staðnum bjór eftir að hafa lært bjórsmíðar hjá ekki minni brugghúsum en Oscar Blues og Cigar City sem nú er t.d. 8. besta brugghús veraldar á ofantöldum lista.  Nafnið er skýrskotun í ást Dougs á hjólreiðum, ekki flókið það en Doug ku fara allar sínar ferðir á hjóli.  Brugghúsið byrjaði í flottum vönduðum IPA bjórum en síðla árs 2016 fóru þeir að einbeita sér meira að tunnuþroskuðum bjór af ýmsum toga og eru líklega hvað þekktastir fyrir þá bjóra í dag.  Þetta verður eitthvað geggjað!

KEX Brewing,
er fyrsta farandsbrugghús Íslands, þeir hafa bruggað hér og þar og með hinum og þessum á þessum fáu árum sem þeir hafa verið til staðar.  Þetta flakk þeirra byrjaði eiginlega með „legendary“ samstarfsbruggi (Collab) með Surly brewing í skúr einhverstaðar útí bæ í tengslum við Bjórhátíðina á Kex 2015.  Síðan hafa þeir bruggað á flestum brugtækjum landsins og gert ótal samstarfsbrugg með stjörnum á borð við WarPigsCollective ArtsBrusBrewski og 18th Street svo eitthvað sé nefnt.  Nýlega voru þeir svo í heimsókn í Brooklyn NY hjá stórstjörnumum The Other Half brewing og gerðu með þeim dularfullan berliner weisse sem fékk nafnið Nothing To Declare sem er því miður eitthvað sem hálf vonlaust verður að smakka held ég.  Þetta er í raun ansi magnað, að vera að skapa bjór með svona miklum listamönnum í bjórgerð, ekki sjálfgefið!!!

Það verður hins vegar hægt að smakka annan bjór á Bjórhátíð sem KEX Brewing bruggaði með Collective Arts nú á dögunum en það er spennandi imperial stout sem bruggaður er með Omnon caconibbum og salti frá Saltverk og er eins konar tilraun til að gera fljótandi útgáfu af saltkaramellu súkkulaði.  Dósirnar líta geðveikt vel út og bjórinn hljómar svakalega spennandi.  Collective Arts er svo enn eitt brugghúsið sem menn geta tékkað á á Bjórhátíð einnig.

Lady Brewing
er skemmtilegt nýtt farandsbrugghús sem kom með sinn fyrsta bjór á síðasta ári minnir mig, First Lady sem er virkilega elegant og „down to earth“ IPA.  Lady Brewing er eina bjórgerð landsins sem samanstendur einungis af konum en gaman er að minnast þess að það voru í raun konur sem voru brautryðjendur í greininni á sínum tíma en allt frá tímum Egypta hafa konur verið í fararbroddi í bjórgerð þar til tiltölulega nýlega.  Lady bruggar bjórinn sinn að mestu í Ægisgarði líkt og KEX gerir um þessar mundir.  Flottar dömur hér á ferð.

Malbygg og Ör Brewing Project
eru svo bruggsmiðjur sem enn eru ekki farnar að brugga bjór en verða með frumsýningar á Bjórhátíð 2018.  Báðar þessar bjórsmiðjur eru virkilega áhugaverðar og bind ég mjög miklar vonir við þær enda bara topp lið sem stendur á bak við þær.  Hér má lesa nánar um Malbygg og Ör.

Reykjavík Brewing Company
eða RVK Brewing er enn eitt brugghúsið sem mun opna dyr sínar á næstu vikum líklega.  Hér er spennandi verkefni í gangi sem stefnir í að verða jafnvel fyrsta brugghús landsins með „taproom“ sem er bara geggjað.  Hér má lesa um heimsókn mína í verðandi brugghúsið á síðasta ári.

Það eru fleiri íslensk brugghús á Bjórhátíð en ég mun koma að þeim síðar!