Þá erum við komin vel inn í miðja Bjórhátíð, dagur tvö yfirstaðinn og hann var sko aldeilis ekki síðri en gærdagurinn. Ég held að mæting hafi veri enn betri en í gær ef marka má andþyngslin á neðri hæðinni. Bjór og Matur tékkaði á því helsta sem í boði var og við könnuðum íslensku brugghúsin sérstaklega að þessu sinni. Þess má geta að RVK Brewing og Smiðjan voru ekki með bjór á þessari hátíð eins og planað var og verðum við því að bíða ögn lengur eftir smakki frá þeim. Malbygg var hins vegar á sínum stað og kom að þessu sinni með nokkuð vandaðan hazy IPA sem óhætt er að mæla með, ég smakkaði hann reyndar eftir ansi marga þunga stóra karla og því ekki alveg réttmætur dómur en engu að síður nettur IPA. Tveir – þrír dagar til og þá held ég að þessi karl þeirra verði alveg mangaður. KEX brewing tefldi fram virkilega flottum NEIPA í kvöld, alveg á pari við það sem aðrir voru með á hátíðinni og verð ég bara að taka hattinn ofan fyrir þeim í kvöld en að mínu mati tók Kex brewing íslensku samkeppnina í kvöld. Vel gert!!!
Ef við tökum svo súrbjórinn fyrir þá held ég að Black Project, De Garde og Bokkereyder hafi átt sviðið í kvöld. Þó svo að Bokkereyder hafi verið með alveg „rock solid“ villibjór (hop on the hype train) þá held ég svei mér þá að Black Project hafi slegið þá út. Ég hvet amk súra fólkið á morgun til að tékka á Black Project á morgun ef menn vilja súrt og ljúft af bestu sort, súrbjór er annars kjörinn „Þynnkuböster“ ef út í það er farið.. Reyndar verð ég líka að nefna hér Fonta Flora til sögunnar en þeir voru á efri hæðinni með alveg geggjað bottle pore, Funk Fuzz Wild Ale with Peaches 6.5% (sjá mynd) en þessi bjór er einn af topp 5 bjórum kvöldsins að okkar mati. Tékkið endilega á honum á morgun, geggjað stöff.
Það var erfitt að krýna eitthvað eitt brugghús sigurvera kvöldsins, það var bara svo margt gott í boði. Ég ræddi meira að segja við nokkra af mestu bjórspekúlöntum landsins og enginn þeirra gat nefnt eitthvað eitt brugghús til sögunnar í þessu samhengi sem kannski sýnir hversu mögnuð þessi bjórhátíð er. Það er nánast allt gott. Lamplighter var reyndar með alveg sturlaðan bjór, Rabbit Rabbit sem einnig er hægt að taka með sér heim á dósum. Other Half var einnig með algjörlega fáránlega ljúfa DIPA bjóra sem runnu heldur betur vel niður í kvöld. Þetta er bara svo ótrúlega gott hjá þeim, ég ræddi við einn af bruggurum þeirra um hvernig í andskotanum þeir færu að þessu. Hann svaraði bara auðmjúkur „já við reynum bara okkar besta til að gleðja!“. Já annað kvöldið í röð þá voru þeir sko heldur betur að gleðja og það vel. Vá hvað þeir eru að standa sig!
Cloudwater hélt áfram að valda vonbrygðum, DIPA bjórinn þeirra var bara ekkert spes og myndi ég velja Partíþoku, nýja T-línu bjórinn frá Borg alltaf fram yfir hann en sá er bara alls ekki svo galinn. Kodda helvítið frá því í gær var þó betri að mínu mati. Ég held bara að ég láti Cloudwater eiga sig það sem eftir lifir hátíðar!
The Veil stóðst væntingar í kvöld, þvílík unun! Þeir voru með geggjaðan tripel IPA, þykkur djúsí og ögrandi sem sló vel á þynkuna í byrjun kvölds og svo einn besta bjór sem ég hef smakkað lengi Never Mind Double Plum sem verður bara að teljast meistaraverk!
Ef ég reyni svo að taka saman það besta í kvöld, segjum 4 bestu bjóra kvöldsins þá væru það þessir, Spontan pentadrupel blueberry 12% frá Mikkeller (sjá mynd efst), þvílíkur safi! Svo væri það Quadfather 11.4% Quadrupel frá Voodoo Brewery sem legið hefur á bourbon tunnum í ekki 24 heldur 25 mánuði. Glæsilegur bjór verð ég að segja. Svo var Funk Fuzz Wild Ale with Peaches 6.5% frá Fonta Flora algjörlega mindblowing og loks verð ég að nefna til sögunnar Never Mind Double Plum frá The Veil, algjörlega fullkominn bjór.
Já ég hef þetta ekki lengra í kvöld, maður verður að fara hvíla sig fyrir átök morgundagsins, sjáumst þá!
Ein athugasemd við “Bjórfest á Kex, dagur 2!”