Mexíkósk maís ostadýfa

Við kíkjum oft inn á Halfebaked Harvest þegar okkur vantar hugmyndir en þessi kona dælir út nýjum uppskriftum mörgum á dag. Það hefur allt veri geggjað sem við höfum prófað frá henni til þessa. Hér er ein sem heillaði mig mjög þegar ég sá hana og ákvað að láta á reyna. Úkoman var vægast sagt svakaleg! Ég fór ekki alveg eftir uppskriftinni en samt nánast! Svona gerði ég þetta og svona mun ég gera þetta aftur.

Það sem þarf

  • 2 mtsk chili krydd
  • 2 tsk reykt papríka
  • 1 tsk cayenne pipar eða meira eftir smekk
  • 1 laukur skorinn smátt
  • 3 ferskir maís kólfar (2 bollar af kornum)
  • 2 hvítlauksgeirar skornir smátt
  • Salt og pipar
  • Slatti af smjöri
  • 130g rjómaostur
  • 1/3 bolli sýrður rjómi
  • 80g smjör
  • 1 bolli majones
  • 2 mtsk af ferskum límónusafa
  • Ferskur kóríander
  • Parmesan, rifinn

Aðferðin

Blandið saman kryddunum, 2 mtsk chili duft, 2 tsk reykt papríka og 1 tsk cayenne pipar eða meira eftir smekk. Smá salt líka. Blandið saman. Ég endaði með töluverðan afgang, krydd eru dýr og því myndi ég alla vega helminga uppskriftina næst en svo er bara að geyma þetta fyrir næstu ídýfu.

Svo er það brúna smjörið. Ég tók um 80 g smjör og lét það malla í potti þar til orðið brúnt og komin froða yfir og notalegur karamellu hnetukeimur. Bragðbætti svo með smá salti og ca tsk af kryddblöndunni.

Saxið einn lauk smátt og mýkið á pönnu í olíu og smjöri á meðalháum hita. Ca 5 mínútur, skafið svo maískornin af maískólfunum (2 bollar) og bætið á pönnuna ásamt 1-2 tsk hvítlauksmauk og svo teskeið af kryddblöndunni. Hrærið þetta saman og látið malla þar til maís er orðinn mjúkur. Ég bætti reyndar slatta af smjöri saman við, það er bara svo ljúft að steikja úr smjöri. Það tók mun lengri tíma en 5 mín að mýkja maísinn hjá mér. Saltið og piprið eftir smekk.


Þegar þetta er farið að mýkjast undir tönn þá bætið þið 130g rjómaosti saman við, lækkið hitann og látið ostinn bráðna saman við. Svo er það 1/3 bolli sýrður rjómi. Ég notaði reyndar 2 teskeiðar af brúna smjörinu sem ég gerði í byrjun. Hræri þetta saman allt.

Hrærið saman ca 1 bolla af majonesi og 2 mtsk lime safa og klípu af salti, setjið ídýfuna í fallega skál, rífið slatta af parmesan ost yfir, slettið majoblöndunni yfir, svo ferskur kóríander yfir allt og loks dreifið þið smekklega brúna smjörinu yfir þetta allt saman.

Pörunin

Það er alltaf gaman að huga að því hvað er best að drekka með matnum, hér erum við með bragðmikla og dálítið spicy ostaídýfu, hér gengur ískaldur brakandi pilsner eða amerískur lager fullkomlega með þessu. Auðvitað allir þessir mexíkönsku lagerbjórar líka en þeir eru heldur óspennandi. Amerískur west coast IPA væri mitt val samt en þetta er auðvitað smekks atriði.

Njótið

Magnaðar þýskar saltkringlur (pretzel)

Það er  það flestum  ljóst sem unna bjór að þýskar pretzel kringlur eru frábærar með bjórnum enda er þetta ein af þekktustu pörununum á Octoberfest í Munchen ef þið hafið kíkt þangað.   Það er hins vegar ekki auðvelt að nálgast þetta hér heima og því verður maður eiginlega bara að baka þetta sjálfur.

Ég gerði þetta um daginn til að nota með bjórrauðlaukssultuostadýfunni frá Ölverk brugghús sem er alveg hrrrrikalega góð.   Kringlurnar komu mér á óvart, þær voru alveg magnaðar, lungnamjúkar að innan en brakandi stökkar að utan.

Það eru til margar uppskriftir á netinu og ég hef bara prófað þessa hér en mun líklega halda mig við hana í framtíðinni því þetta var spot on.

Ég held að maður geti gert ráð fyrir alveg 2 tímum í þetta frá upphafi til enda, sér í lagi fyrir mann eins og mig sem er lengi að baka.

 

Það sem þarf

  • 4 tsk þurrger
  • 1 tsk sykur til að næra gerið
  • 1 og 1/4 bolli heitt vatn ca 45 gráður, til að leysa gerið upp í

  • 1/2 bolli sykur (1 bolli = 2.4 dl)
  • 5 bollar hveiti
  • 1 og 1/2 tsk salt
  • 1 msk jurtaolía
  • 1/2 bolli matarsóti
  • 4 bollar heitt vatn

wp-1586424889468.jpg

Aðferðin

1. Leysið 4 tsk þurrger í 1 og 1/4 bolla heitu vatni með 1 tsk sykur.  Hrærið aðeins saman og látið standa þar til orðið rjómakennt og farið að freyða, ca 10 mín.

2. Í stóra skál blandið þið saman hveitinu (5 bollar), 1/2 bolla af sykri og 1,5 tsk salt.  Gerið svo brunn í miðjunni og bæti við gerblöndunni og 1 msk olíu.  Blandið þessu svo saman og myndið deigkúlu.  Hjá mér var þetta heldur þurrt þannig að ég bætti meira vatni við, líkl. 2 msk.   Hnoðið vel saman þar til þetta er orðið slétt og fallegt deig.

3.  finnið til stóra skál og pennslið létt með olíu að innan, leggið deigið í og veltið því aðeins til að bera olíuna á allt degið.   Matarfilma yfir eða rakt viskustykki og látið standa á heitum stað og lyfta sér.  Þetta er svona klukkustund og á að tvöfaldast að stærð.

4. Forhitið bakarofn í 230 gráður,  finnið til 2 bökunarplötur og bökunarpappír.

5. Finnið til enn eina skálina,  leysið upp 1/2 bolla af matarsóta í 4 bollum af heitu vatni.  Leggið til hliðar.  Skiptið deiginu í 12 jafna hluta.  Rúllið hvern hluta út í lengju á borði.  Fínt að hafa ögn hveiti undir.  Myndið svo kringlu úr þessum lengjum (sjá mynd).  Dýfið svo hverri lengju í matarsótalausnina og leggið á ofnplötuna.  Saltið með grófu salti.

6. Bakið svo í ofni við 230 gráður uns kringlurnar eru orðnar brúnar og fallegar.  Um 8 mín.

wp-1586425079630.jpg

Njótið sama dag, kringlurnar missa dálítið gæðin daginn eftir!

Djúpsteikt blómkál í sterkri BBQ sósu með gráðaostasósu alveg eins og BrewDog RVK gerir það!

Við elskum BrewDog Reykjavík, það hefur ekki farið framhjá lesendum síðunnar en þessi staður er alveg eins og sniðinn fyrir okkur hér á Bjór & Matur. Hellingur af gæðabjór og dásamlegur matseðill til að leika sér með. Til þessa er allt gott sem við höfum smakkað þarna. M.a. er djúpsteikta sterka BBQ blómkálið og við erum sko ekki ein um þá skoðun hér því ég hef heyrt marga tala um þetta salgæti!

Það er gott að bregða sér á bæ stundum og kíkja í down town RVK á BrewDog til Þossa, Hjörvars og félaga en stundum vill maður bara vera heima og hafa það náðugt. Þá er gott að geta tekið smá BrewDog með sér heim ekki satt? Hér er tilraun okkar til að líkja eftir djúpsteikta blómkálinu þeirra og hún tókst bara svona helvíti vel. Það skal tekið fram að þessi uppskrift er ekki frá BrewDog RVK heldur reyni ég að líkja eftir þessu. Það er líklega hernaðarleyndarmál hvað er í BBQ sósunni þeirra!

Það sem þarf (ca f 4)

  • 1 Blómkálhaus, brotinn í hæfilega stóra bita (sem ykkur finnst fallegt)
  • Vorlaukur, smátt skorinn til skrauts
  • mais mjöl, nóg til að velta bitunum uppúr
  • 2 egg
  • 2,5 L steikingarolía
  • Bjór sem passar á móti smá bruna, t.d. hveitibjór eða humlaður lager.

fyrir sterku BBQ sósuna

  • 2 flöskur góð BBQ sósa, þessi er geggjuð Triple Crown Black Garlic (fékk í Krónunni)
  • 4 tsk Sriracha sósa, fer samt eftir smekk
  • 3 msk hlynsíróp
  • 1 tsk heit reykt paprika (má sleppa)

fyrir gráðostasósuna

  • 1/2 blámygluostur
  • 1/2 dós sýrður rjómi
  • 2 hvítlauksgeirar (pressaðir)
  • 2 msk majones light
  • salt og pipar eftir smekk

img_8666-011915919873.jpegAðferð

  1. Fínt er að byrja á gráðaostasósunni og hafa hana í kæli meðan hitt er græjað. Takið fram töfrastaf eða góða matvinnsluvél og mauka saman 1/2 blámygluost, 1/2 dós sýrðan rjóma, 2 pressaðir hvítlauksgeirar og 2 msk majones. Smakkið svo til með salti og pipar. Setjið í skál inn í kæli.
    .
  2. Næst er það BBQ sósa,. hér er það bara að blanda saman rétt. Hellið tveim flöskum af BBQ sósu í skál, bætið svo við 4 tsk Sriracha sósu, 3 msk hlynsírópi og 1 tsk reykt papríka. Smakkið þetta svo bara til og bætið í því sem á vantar, t.d. ögn meira Sriracha eða kannski smá síróp ef þarf? Þetta þarf bara að vera gott og verður að rífa vel í.
    .
  3. Skerið svo blómkálið í hæfilega bita, og gufusjóðið í smá stund. Ekki þannig að verði mauk soðið. Ég vil hafa smá bit í þessu þannig að ég sauð þetta ekki eins lengi og maður myndi gera venjulega. Svo er bara að píska 2 egg í skál og velta blómkálinu upp úr þeim. Svo er bitunum velt uppúr mais mjöli, passa að hylja bitana vel.
    .
  4. Setjið steikingarolíu í pott, hitið upp í 190 gráður. Setjið svo blómkálið varlega í olíuna og steikið þar til orðið fallega gyllt. Þetta eru svona 3-4 mín. Þegar allir bitarnir eru klárir er fínt að henda BBQ sósunni aðeins í örbylgjuna til að hita upp og svo er bara að löðra þessu á bitana og bera fram. Skreytið með vorlauk.

IMG_8675-001.JPG

Pörunin

Þetta er geggjað, hugsað sem smáréttur en við hjónin vorum pakksödd eftir þetta. Bitarnir eru djúsí með ögn stökka áferð og gríðarlega bragðmiklir. Sósan rífur vel í en hér kemur gráðaostasósan skemmtilega út sem mótspil við brunanum. Feitur osturinn tengir svakalega vel við BBQ sósuna og pakkar henni dálítið inn. Rétturinn er mjög djúsí með mikilli mýkt og dálítið feitri áferð í heild sinni. Það þarf því bjór með þessu, engin spurning. Bjórinn má alls ekki vera stór og þungur eins og imperial stout eða barley wine. DIPA er líka of öflugur hér. Við þurfum bjór sem vinnur vel á móti fitunni og þolir öll kryddin. Humlaður lager er flottur í verkið en hér notuðum við samt humlaðan hveitibjór, María frá Borg sem gengur líka mjög vel. Beiskjan frá humlunum skefur fitunskánina af gómbogum og kolsýran í bjórnum skapar einhvern veginn kærkomið pláss í maga. Humlarnir tengja við chili-ið í réttnum og í raun draga fram aðeins meiri bruna, sama á við um bjórinn sem verður aðeins meira beiskari, hins vegar kemur hveitimaltið hér svakalega vel út og pakkar öllu inn þannig að tungan logar ekki eftir hvern bita. Maður verður dálítið þyrstur þegar maður borðar svona salt og heitt en hveitibjór er afar svalandi drykkur og auðvelt að þamba mikið af honum. Þetta gengur bara allt upp.

Heimalöguð rauðlaukssultu-ostadýfa með ekta pretzel og bjór!

B&M heimsótti Ölverk um daginn og má lesa nánar um á heimsókn hér.  Ég smakkaði m.a. heimalöguðu rauðlaukssultu-ostadýfuna sem þau laga á staðnum með því var nýbökuð saltkringla að hætti Þjóðverja eða pretzel eins og það heitir þar á bæ.  Auðvitað bjór með en þetta er frábært bjórsnarl sem auðvelt er að  snara fram.  Auðvitað er smart að para saman bjór frá Ölverk við þeirra eigin rauðlaukssultu-ostadýfu en Ölverk er bara ekki með neinn bjór á flösku/dósum í Vínbúðunum.   Við héldum okkur þó við heimahagana og völdum Massaðan Kjúkling með frá Malbygg í kvöld en í raun eru margir bjórstílar sem passa með.   Það er sýra og sæta í dýfunni en líka aðeins salt, allt element sem hægt er að leika sér með.

Ég gerði þrefalda uppskrift að þessu sinni og mátti ekki minna vera.

  • 320g rjómaostur
  • 40g majones
  • 50g rifinn Tindur
  • 2 msk eplaedik
  • mulinn pipar, eigum við að segja teskeið?
  • 30g rauðlaukssulta (heimalöguð eða t.d. frá Kjötbúðinni á Grensás)

Aðferð

Setjið allt í skál og hrærið vel saman, setjið svo í hæfilega stórt eldfast mót og rifinn ost yfir.  Ofn í 200 gráður á blæstri og látið bakast þar til þetta fer að krauma og komin brúnir blettir á stöku stað.

Lauksulta ala Ölverk

Tekið  beint af síðunni þeirra,

  • 200g rauðlaukur
  • 50g púðursykur
  • 5g olía
  • 1,2g salt
  • 1 dl bjór (súrbjór t.d. en gæti vel verið stout)
  • dass af muldum pipar

Aðferð

  1. Skerið lauk í 3 mm sneiðar. Hitið olíu í potti og setjið svo lauk og salt út í. Steikið hann þar til hann er gegn­sær, í u.þ.b. 10 mín­út­ur.
  2. Bætið bjór út í og næst er sykr­in­um hrært sam­an við. Sjóðið þar til nán­ast all­ur bjór er gufaður upp, eða í u.þ.b. klukku­tíma. Hrærið reglu­lega í pott­in­um. Smakkið til með salti og pip­ar.
  3. Það má nota hvaða bjór sem er í sult­una en best er að nota vandaðan kraft­bjór frá ís­lensku ör­brugg­húsi.
  4. Þessi sulta er einnig góð með mörg­um ost­um, á ham­borg­ar­ann eða með ostapítsu.

 

Heimabakaðar pretzel

wp-1586425037162.jpgEf þú hefur tíma og metnað þá er hér frábær uppskrift.

Hin íslenska bjórhátíð 2019 tekin saman!

Ég hef komist að því í gegnum tíðina að það er nánast vonlaust að taka heila bjórhátíð saman svo vel sé. Maður gleymir alltaf einhverju og svo auðvitað missir maður af helling á svona hátíð.  Það er bara ekki hægt að smakka allt sem er í boði alla dagana.  Það eru 37+ brugghús með 2-3 bjóra hvert og alltaf nýjir bjórar á degi hverjum.  Vonlaust verkefni.   Ég reyndi því að vera duglegur að hlera bæði hjá gestum og bruggurum hvað stæði uppúr hvert kvöld og auðvitað smakkaði ég líka helling sjálfur, guð minn góður, í raun of mikið.  Það stendur uppúr hvað gæði bjórsins á þessari hátíð voru mikil, maður lenti sjaldan á vondum bjór þó svo að þeir hafi verið þarna inn á milli.  Það skal svo hafa í huga að venjulega mælir maður með því að smakkaðir séu max 6-8 bjórar hverju sinni, eftir það verður allt frekar svipað og erfitt að dæma.  Það segir sig sjálft að maður fer langt út fyrir þessi mörk á svona hátíð.  Spurningin er, er eitthvað að marka svona dóma?  Svo er það hitt, maður er með sinn uppáhalds stíl og það hefur áhrif ef maður dæmir öll brugghúsin út frá því, t.d. á flottur klassískur vandaður lager ekki séns ef þú drekkur bara imperial stout eða gallsúra villibjóra.  Þessa hátíð henti ég öllu svona út um gluggann og reyndi að prófa alls konar stíla með opnum hug.  Eins og staðan er í dag er það New England IPA sem heillar mig hvað mest sem og bakkelsis stout en ég er þó kominn með pínu leið á þessu.  Súrt er alltaf gott en ég fæ oft leið á þeim stíl samt líka.

20190221_172411.jpg

Alla vega, hér er einhvers konar samantekt.  Í stuttu máli, frábær bjórhátíð með frábærum brugghúsum sem stóðu sig öll með prýði.  Það neikvæða, bara til að klára þann pakka voru þrengsli og mannmergð, það var bara of mikið af fólki fyrir þennan stað.  En það var svo sem annað hvort Ægisgarður eða ekkert og við kjósum að sjálf sögðu Ægisgarð og þökkum Hinna, Óla og co fyrir að gera þetta að veruleika enn einu sinni.   Hitt sem truflaði mig var fjarlægðin, ég persónulega var rúmlega klukkutima að komast á áfangastað með strætó, þetta er í rassgati þarna á Granda!  Annað var það svo ekki, kannski of margir dagar?  Tveir dagar væru líklega meira en nóg.

Það er frábært að hafa eitthvað annað en bjór á svona hátíð, matarvagnarnir fyrir utan voru algjör snilld og í raun nauðsynlegt til að draga úr heilsuleysi næsta dag og ölvun ef út í það er farið.  Nasl eins og allir bjórlegnu ostarnir frá MS og svo sérvalda súkkulaðið frá Omnom sem hægt var að para við bjórinn voru líka kærkomin viðbót og við vonumst til þess að þetta verði áfram hefð á komandi hátíðum.  Tónlistin var vel til fundin þó svo að sumir kvörtuðu undan tónlistarstefnunni og hávaða.  Ég get reyndar tekið undir að á föstudeginum var plötusnúðurinn með allt of hátt stillt, maður gat ekki rætt við bruggara eða félaga um bjórinn fyrir hávaða en house/techno er svo sannarlega viðeigandi að mínu mati og ekkert undan því að kvarta.  Smekkur manna á tónlist er svo sem alltaf misjafn og algjörlega vonlaust að negla þetta.  Dagur 3 var betri hvað þetta varðar og held ég allir sáttir bara.  Svo var þarna húðflúrari sem tók að sér að skreyta fólk ef það vildi, pínu risky þegar ölvun er annars vegar en samt skemmtilegur valmöguleiki.  Ég er samt feginn að hafa ekki fengið einhverja flugu í haus fyrsta kvöldið en það vita það allir sem hittu mig að ég var í stuði fyrir alls konar!

IMG_8257

En ok, reynum að taka þetta saman.  Ég segi það bara strax í upphafi að ég smakkaði ekkert frá Stigbergets eða Garage brewing en bæði þessi brugghús voru á lista yfir þá bása sem ég ætlaði að mæta á öll kvöldin. Þegar ég skoðaði básana voru þeir bara ekki með bjór sem mig langaði að smakka, súrbjór t.d. vil ég fá frá þeim sem virkilega kunna til verka og þegar úrvalið er svona sturlað þá ákvað ég að eyða mínum prósentum í þessa stóru.  New England IPA er bjórinn sem ég þekki frá þessum brugghúsum en það var bara ekki í boði.  Ég lét líka To Öl og Mikkeller vera, það er svo sem ekkert nýtt þar á bæ í rauninni.  Þeir gera þó alltaf solid bjór, ekki misskilja mig, en ég skoða þessi brugghús á öðrum vettvangi.  Cloudwater voru svo vonbrygði hátíðarinnar eins og í fyrra að mínu mati.  Ég fann ekkert gott frá þeim.  Reyndar rokka þeir í IPA stílnum en það var svo sem lítið frá þeim í þessum stíl að þessu sinni, mér skilst þó að þeir hafi rúllað upp tap takover á Mikkeller & Friends.  Sem fyrr segir þá fór ég ekki í súrbjórinn þeirra en það var mikið af því í boði hjá þeim.  Heyrði heldur engan tala um þá á þessari hátíð.

En ok ég ætla að prófa að taka þetta saman með því að flokka þetta dálítið. Þannið að ég set þetta fram svona:

IMG_8277.JPG

Bestir í IPA á hátíðinni.   Hér eru það án efa amerísku brugghúsin, NYC brugghúsin voru öll að rúlla þessu upp bæði í hazy NEIPA sem og hefðbundum IPA stíl.  Ég smakkaði lítið frá Other Half en það er í miklu uppáhaldi, ég vissi bara að hverju ég myndi ganga þar og eyddi því magaplássi og ölvunarstigum í hin brugghúsin sem ég hafði ekki prófað áður.  KCBC stóð uppúr vegna þess að allt sem ég smakkaði frá þeim var geggjað, líka imperial stoutarnir þeirra.  Það sama má reyndar segja um Tired Hands sem voru með fullkomna IPA bjóra og Saison pour alla helgina, ekki einn einasti bjór frá þeim sem klikkaði.  Svo kom Aslin verulega á óvart, það var líka mikið talað um þá á hátíðinni og var þetta að margra mati besta brugghús hátíðarinnar.  Ég smakkaði alls ekki allt frá þeim en þeir áttu geggjaðan lactose súrbjór, fullkominn NEIPA og sturlaðan Imperial Stout sem ég smakkaði.

Ef við skoðum súrbjórinn þá voru ansi mörg brugghús með súrbjór sem hluta af sínu framlagi en aðeins nokkur sem nánast bara tefldu fram súrbjór eða wild ale.  Hér voru efst á blaði kunnugleg nöfn, De Garde og Black Project stóðu uppúr að mínu mati en það var misjafnt milli daga hvort þeirra var að standa sig betur.  Fonta Flora var að mínu mati alveg consistent alla hátíðina með sturlað stöff.  Þeir eru enn að flakka um landið þegar þetta er skrifað og lítil sæt fluga laumaði því að mér að þeir væru að brugga með Ölverk á næstunni!

20190223_175241-01-01.jpegHvað kom mest á óvart? Ég verð að segja að Brewhaha frá Malbygg var einn af þessum wow factorum, ég vissi að þetta myndi verða góður bjór enda Cycle brewing með puttana í þessu en bjórinn kom mun betur út en ég þorði að vona.  Svakalegur. Jinga Brewing Company frá Peking Kína kom mér líka verulega á óvart, þeir voru með alveg frábæran freyðandi hrísgrjóna súrbjór sem hefur verið þroskaður á „mulberries“ og döðlum.  Geggjaður bjór, What Abour Me?.   Freyðandi og frískandi með sætum undirtón frá berjum og döðlum en í senn sýrður með ögn edik keim.  Þetta var með skemmtilegustu bjórum hátíðarinnar að mínu mati.  Svo kom ég eiginlega sjálfum mér á óvart yfir því hve mikið ég var hrifinn af steinbock bjórnum frá Fonta Flora.  Ég er venjulega núll spenntur fyrir bock en þessi var ofsalega skemmtilegur.


Bestir í stout
voru nokkur bruggús eins og von var vísa, flestir geta jú gert góðan stout eða imperial stout. KCBC var með alveg magnað stöff, ég smakkaði 3 mismunandi frá þeim og myndvinnslan á merkimiðunum er sturluð, Brewhaha þurfum við ekki að ræða frekar, spot on.  Aslin var svo með líklega einn besta imperial stoutinn á hátíðinni, Mexican Hot Chocolate, 5 stjörnur!  Það skal tekið fram að maður fór í imperial stoutinn alltaf undir lokin en þá er maður dálítið sósaður orðinn og ekki alveg 100% að marka það sem maður er að upplifa.  En samt, þrátt fyrir það er ofanritað niðurstaðan.

Lagerinn að koma aftur?  Það voru nokkur brugghús með lager á hátíðinni sem er frábært, við þurfum að passa okkur að gleyma ekki klassískum elegant og vönduðum bjórstílum á borð við lagerinn.  B&M hefur ákveðið að dusta rykið af lagernum þetta árið og læra aftur að meta þennan flotta stíl.  Ég verð samt að segja að ég hoppaði ekki hæð mína yfir þessum lagerum sem ég smakkaði en þeir voru samt sumir hverjir helvíti ljúffengir.  Það ber þá helst að nefna lagerinn frá Ölverk sem var bara mjög „true to the style“ krispí og clean lager sem rann vel niður.  Ég var svo mjög hrifinn af Prayer Group frá Tired Hands, hann var mjög spes vægast sagt, hveiti lager bruggaður með þýsku pilsner malti og hveiti og svo gerjaður með lager geri.  Loks er bjórinn látinn liggja í 5 vikur á örlitlu magni af sítrónusafa, mjög skemmtilegt og nánast funky bragð. To Öl var líka með skemmtilegan Kölsch sem reyndar var DDH, sem sagt þurrhumlaður þannig að hann minnti dálítið á pale ale, pínu svindl.   Svo var það steinbockinn frá Fonta Flora auðvitað,en þetta var mjög skemmtilegur bock en þeir nota grjót úr grjótnámu skammt frá brugghúsinu og hita það yfir eldi og svo henda þeir grjótinu út í bjórinn og ná þannig upp suðunni eins og gert var í árdaga.  Bjórinn tekur vissulega í sig einhvern keim frá grjótinu.  Frábær bjór og þessi 8.5% voru algjörlega hulin.  Yuzu lagerinn frá RVK Brewing Co. var líka skemmtilegur en svo sem ekki beint klassískur lager.

20190221_174736.jpg

Íslensku Brugghúsin, ég verð bara að viðurkenna að ég smakkaði alls ekki allt á íslensku básunum, bara það sem menn voru að ræða sín á milli eða ef mér þótti eitthvað sérlega spennandi.  Ég lagði þetta fram fyrir sjálfan mig þannig að ég ætti meiri möguleika á að smakka íslenska bjórinn hér heima síðar á meðan mikið af þessum erlenda bjór er bara erfitt að komast í.  Af sömu ástæðu lét ég Other Half eiginlega alveg vera, sem og Mikkeller og To Öl.   Röng nálgun?  Ég veit ekki en svona var þetta hjá mér þetta árið.

Flest var samt vandað og gott sem ég smakkaði frá íslensku brugghúsunum.  Frá Malbygg var t.d. allt gott og flest allt sem ég hef áður smakkað, Brewhaha sló í gegn og svo voru þeir með skemmtilegan kiwi saison eða súrbjór sem var notalegur.  Það sem vakti athygli mína var svo brut IPA frá þeim en það er IPA þar sem gerið sem ég held að hafi verið kampavínsger er látið gerja sykurinn alveg úr bjórnum þannig að final gravity (sykurþéttnin) í bjórnum er 0 sem er sama og vatn.  Bjórinn var virkilega góður, kom mér á óvart, aðeins þurr en vel humlaður og þannig beiskur og fruity.  Þetta vil ég fá á dósir, ég meina þetta er fullkominn bjór fyrir Keto fólkið smbr búblukúrinn sem ég hef áður skrifað um.

20190221_172930.jpgÉg smakkaði annan brut IPA á þessari hátíð, sá var frá Smiðjunni Brugghús sem er glænýtt brugghús á Vík.  Þau voru á sinni fyrstu hátíð með fyrsta bjórinn sem kemur frá brugghúsinu þeirra, vel felst var nokkuð vel gert og ljúffengt til marks um frábæra byrjun.  Brut IPAinn þeirra var góður en kannski ögn of sætur sem er skrítið þar sem final gravity er 0.  B&M mun fylgjast áfram vel með þessu nýja brugghúsi.

Borg Brugghús kom mér lítið á óvart, allt gott frá þeim nánast og allt sem ég hef smakkað áður nema sambrugg þeirra með Ölverk sem var mjög næs.   Svo var gaman af yuzu línunni frá RVK Brewing Co. en ég smakkaði lítið annað þar.  Ölverk var sem fyrr segir með skemmtilegan lager og svo var þarna DIPA sem kom helvíti vel út, þurr og magnaður.  Ég var líka virkilega ánægður með bláberja súrbjórinn hjá Brothers Brewing.  Loks verð ég að nefna krækiberjabjórinn frá Og Natura en þeir gera vín og bjór sem nánast má kalla náttúruvín.  Krækiberjabjórinn er fáanlegur í Vínbúðunum og er alls ekkert svo galinn.  Vínið þeirra var líka skemmtilegt.  Endilega tékkið á þessu í næstu ferð í Vínbúðina.

En ég bara get ekki haft þetta lengra að sinni.  Ég er pottþétt að gleyma einhverju líka.  En nú er þessu lokið og við bíðum í ár eftir næstu hátíð.  Það er þó engin ástæða fyrir örvæntingu því íslensku brugghúsin okkar brugguðu helling af bjór með erlendu gestunum sem er væntanlega eitthvað sem við fáum að smakka hér heima á næstunni.   Þannig brugguðu RVK Brewing Co. með Braw og svo öllum NYC brugghúsunum, Borg bruggaði amk með KCBC (ég er viiiiirkilega spenntur) og Lamplighter, KEX Brewing og Ægir Brugghús gerðu bjór með Other Half, KCBC og Lamplighter svo eitthvað sé nefnt.  Og Malbygg léku sér með Dugges. Það er nóg að gerast sem sagt.

Bjórsnarl, klassískt en gott

Það er orðið allt of langt síðan við Sigrún gæddum okkur á þessu klassíska bjórsnarli, í raun höfum við ekki gripið í þetta í mörg ár.  Við kynntumst þessu fyrst fyrir líklega 15 árum síðan eða svo þegar við Sigrún fórum í bjórferð til Brussel, bjórmekka Evrópu að margra mati.  Fram til þess tíma var maður vanur bara saltstöngum og skrúfum með bjórnum sínum en Belgarnir opnuðu alveg augu okkar fyrir öðrum möguleikum.  Það var mjög klassískt á nánast öllum börum borgarinnar að þeir buðu upp á osta/kjötbakka með bjórnum.

Belgíska ölið á einhvern veginn bara svo vel við þessa blöndu, við erum að tala um ostabita, súrar litlar gúrkur, sýrður perlulaukur, reykt pylsa og svo sterkt sinnep.  Ekki flóknara en svo.  Ég man þegar ég bauð fyst upp á þetta á bjórsmökkunarkvöldi í Danmörku, strákarnir voru mjöh hissa en ofsalega ánægðir og kvöldið varð einhvern veginn enn meira spes fyrir vikið.

Við Sigrún ákváðum að rifja upp gamla góða plattann á ljúfu laugardagskvöldi með WESTMALLE DUBBEL sem er einn af Trappist bjórunum margrómuðu.


SNARL PLATTI:  Góður fastur ostur, t.d. Gouda, Cheddar, eða álíka.  Ég valdi hér Old Amsterdam en ætlaði reyndar að hafa enskan Applewood Cheddar en ostabúðin var bara lokuð.  Þessi ostur er létt reyktur og alveg geggjaður með belgískum bjór.

Svo er það pylsan, bara einhver flott reykt pylsa t.d. frá Pylsumeistaranum í Laugalæk, hér notuðum við sterkar pepperonipylsur sem koma vel út.

Svo eru það bara súrar minigúrkur, skornar aðeins niður og sýrður perlulaukur (vantar reyndar á myndina).  Loks er mikilvægt að hafa gott sterkt sinnep og þá kemur Dijon fyrst upp í hugann.  Við vorum dálítið svöng og því bættum við hráskinku og svo eru pekan hnetur með hunangsslettu bara svoooo gott á svona platta.

BJÓRINN: Svona platti gengur fyrir flesta bjórstíla nema kannski þá allra viðkvæmustu og mildustu eins og hveitibjórinn því sinnep og sterkar pylsur drepa bjórinn niður.  Beiskja kemur heldur ekkert allt of vel út með þessu þannig að IPA, DIPA ofl líkir eru ekki bestir í þetta.  Belgíski bjórinn er hins vegar fullkominn enda jafnan lítil beiskja í honum.  WESTMALLE DUBBEL er belgískur Trappist bjór sem er í senn mildur og mjúkur en mjög bragðmikill með ágætis þrótt.  Þessi bjór er ofsalega flottur með þessu en við gætum vel verið með eitthvað annað belgískt ss LEFFE BLOND EÐA DUBBEL, CHIMAY eða hollensku La TRAPPE bjórana.


img_5920

Aðeins um TRAPPIST.
Munkabjór eins og ég kalla hann eða Trappist bjór er bjór sem þar til nýlega var aðeins bruggaður í Belgíu og Hollandi af Trappist munkum í alvöru munkaklaustrum.  Í dag hafa fleiri klaustur víða um heim farið að brugga munkabjór.  Sameiginlegt með þessum bjór er að hann er bruggaður af munkum innan veggja klaustursins og má þá bera Trappist merkið sem tryggir upprunann.  Bjórinn er reyndar einnig með svipuðum blæ frá öllum þessum bruggklaustrum, sem sagt með belgíska eiginleika eins og ég kalla það.  Trappist bjór er til sem blond (um 5-6%), dubbel (7-8%), tripel sem er í krignum 10% og loks quadrupel sem nær  enn hærri hæðum.  Beiskja er yfirleitt fjarverandi þar sem humlarnir sem notaðir eru eru mildir og látlausir.  Hér er belgíska gerið ríkjandi í bragði og einkennandi og svo ýmsir bragðtónar frá esterum sem gerið gefur frá sér.  Oft ber á ávaxtakeim, þurrkuðum suðræðnum ávöxtum, döðlum, púðursykur, karamellu ofl.   Eftir því sem áfengisprósentan verður hærri verður bjórinn þurrari og beittari án þess að verða beiskur þó. Oft ber dálítið á kolsýrunni.  Þessir bjórar eru virkilega flottir og vandaðir og þeir gagna gríðarlega vel með ýmsum ostum.