Dagur 2 á bjórhátíð 2019

Það verður að viðurkennast að dagur tvö er aldrei eins sjarmerandi og dagur 1 á bjórhátíð enda flestir dálítið rykugir og maginn í rugli eftir gærdaginn.  Bjórinn var samt á sínum stað í kvöld og flæddi út um allt vel og vandlega, Omnom og Ostarnir voru á sínum stað og tveir matarvagnar fyrir utan.  Svo var plötusnúður á staðnum með dúndrandi techno og house músík sem ég fílaði reyndar mjög en margir töluðu um að það hafi verið of hátt stillt og ekki rétt tónlist.  Það verður svo sem aldrei hægt að gleðja alla.  Þrengslin voru áfram að trufla undirritaðan hins vegar, það var í raun varla hægt að rölta milli bása fyrir fólki.  Kannski er það bara ég sem er viðkvæmur sérstaklega á degi tvö? En verður líklega að teljast jákvætt fyrir hátíðina þegar vel er mætt.

Ef við skoðum bjórinn þá er það mín tilfinning að súrbjórinn sé dálítið ríkjandi á þessari hátíð, þegar maður spyr fólk hvað menn mæla með þá var það alltaf súrbjór eða imperial stout sem nefndur var til sögunnar.  Ekkert IPA eins og á síðasta ári þar sem haze æðið var alls ráðandi.  Súrbjórarnir eru svo sannarlega víða og gæðin eru rosaleg.  Fonta Flora var með tvo virkilega flotta í kvöld og Black Project með geggjað bottle pour, wild ale sem legið hefur á whisky tunnum og svo blandað í nektarínum annars vegar og ferskjum hins vegar.  Þessir báðir voru geggjaðir og líklega það besta í kvöld í súrbjórunum.   Brekeriet var reyndar með alveg frábæran súrbjór líka, Vild Krikon sem er súrbjór með Damson ávexti (eitthvað plómu dæmi) og svo þroskaður á French Wine Foeders í 10 mánuði.   Borg frumsýndi svo Rauðhettu og Úlfinn í kvöld en það er samstarfsverkefni Brekeriet og Borgar.   Þetta er í raun blanda af Rauðhettu sem er red wild ale og svo Úlfi sem er IPA þannig að úr verður wild IPA ekki satt?  Þessi bjór er mjög skemmtilegur og maður veit bara ekki alveg hvar maður á að staðsetja hann, fyrir mér er þetta meira wild ale en IPA alla vega.

20190222_190352.jpg

Dugges var svo með imperial stout sem margir voru að tala um, banana toffee chocolate stout, en þó ég sé hrifinn af bakkelsisbjór þá var ég ekki að fíla þennan . Of væminn og skrítinn bara.  Other Half var með mjög flottan imperial stout sem var dálítið umtalaður, mér fannst hann ágætur en ekkert í líkingu við monsterið frá Malbygg í gær, Brewhaha.  Malbygg strákarnir ætla mögulega að bjóða Brewhaha á morgun en hann er annars kominn í vínbúðir í mjög takmörkuðu magni.  Malbygg var með helvíti skemmtilegan brut IPA sem kom mjög vel út.  Brut þýðir í raun að hann er eins og freyðivínið, gerjaður til fullst þannig að allur sykur eða því sem næst er gerjaður úr bjórnum.  Tilvalinn fyrir þá sem eru t.d. á keto fæði.   Smiðjan brugghús var líka með brut IPA, sá var heldur sætari en Malbygg útgáfan en samt skemmtilegur, mætti kannski þurrhumla aðeins lengur?

Tired Hands hélt áfram að heilla í kvöld, þeir voru með frábæra IPA bjóra og svo Saison sem mikið var talað um, flestir sem ég hitti mæltu með honum alla vega.  Geggjaður, Rustic Pentagram, súrbjór með mango og amarillo humlum, bruggaður með hveitimalti og látinn þroskast á french oak fouders!  Verulega gott.  Tired Hands hefur til þessa verið með fullt hús stiga.  Geggjað brugghús.

20190221_170842.jpg

Ég fór annars ekkert í NYC brugghúsin að þessu sinni nema í stoutinn frá OH.  Ég heyrði menn hins vegar tala vel um KCBC bjórinn, þeir voru með geggjaðan DIPA víst.  Á morgun held ég að ég hvíli súrbjórinn og vinni meira í IPA og imp stout.  Sjáumst þá!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s