B&M heimsótti Ölverk um daginn og má lesa nánar um á heimsókn hér. Ég smakkaði m.a. heimalöguðu rauðlaukssultu-ostadýfuna sem þau laga á staðnum með því var nýbökuð saltkringla að hætti Þjóðverja eða pretzel eins og það heitir þar á bæ. Auðvitað bjór með en þetta er frábært bjórsnarl sem auðvelt er að snara fram. Auðvitað er smart að para saman bjór frá Ölverk við þeirra eigin rauðlaukssultu-ostadýfu en Ölverk er bara ekki með neinn bjór á flösku/dósum í Vínbúðunum. Við héldum okkur þó við heimahagana og völdum Massaðan Kjúkling með frá Malbygg í kvöld en í raun eru margir bjórstílar sem passa með. Það er sýra og sæta í dýfunni en líka aðeins salt, allt element sem hægt er að leika sér með.
Ég gerði þrefalda uppskrift að þessu sinni og mátti ekki minna vera.
- 320g rjómaostur
- 40g majones
- 50g rifinn Tindur
- 2 msk eplaedik
- mulinn pipar, eigum við að segja teskeið?
- 30g rauðlaukssulta (heimalöguð eða t.d. frá Kjötbúðinni á Grensás)
Aðferð
Setjið allt í skál og hrærið vel saman, setjið svo í hæfilega stórt eldfast mót og rifinn ost yfir. Ofn í 200 gráður á blæstri og látið bakast þar til þetta fer að krauma og komin brúnir blettir á stöku stað.
Lauksulta ala Ölverk
Tekið beint af síðunni þeirra,
- 200g rauðlaukur
- 50g púðursykur
- 5g olía
- 1,2g salt
- 1 dl bjór (súrbjór t.d. en gæti vel verið stout)
- dass af muldum pipar
Aðferð
- Skerið lauk í 3 mm sneiðar. Hitið olíu í potti og setjið svo lauk og salt út í. Steikið hann þar til hann er gegnsær, í u.þ.b. 10 mínútur.
- Bætið bjór út í og næst er sykrinum hrært saman við. Sjóðið þar til nánast allur bjór er gufaður upp, eða í u.þ.b. klukkutíma. Hrærið reglulega í pottinum. Smakkið til með salti og pipar.
- Það má nota hvaða bjór sem er í sultuna en best er að nota vandaðan kraftbjór frá íslensku örbrugghúsi.
- Þessi sulta er einnig góð með mörgum ostum, á hamborgarann eða með ostapítsu.
Heimabakaðar pretzel
Ef þú hefur tíma og metnað þá er hér frábær uppskrift.