Magnaðar þýskar saltkringlur (pretzel)

Það er  það flestum  ljóst sem unna bjór að þýskar pretzel kringlur eru frábærar með bjórnum enda er þetta ein af þekktustu pörununum á Octoberfest í Munchen ef þið hafið kíkt þangað.   Það er hins vegar ekki auðvelt að nálgast þetta hér heima og því verður maður eiginlega bara að baka þetta sjálfur.

Ég gerði þetta um daginn til að nota með bjórrauðlaukssultuostadýfunni frá Ölverk brugghús sem er alveg hrrrrikalega góð.   Kringlurnar komu mér á óvart, þær voru alveg magnaðar, lungnamjúkar að innan en brakandi stökkar að utan.

Það eru til margar uppskriftir á netinu og ég hef bara prófað þessa hér en mun líklega halda mig við hana í framtíðinni því þetta var spot on.

Ég held að maður geti gert ráð fyrir alveg 2 tímum í þetta frá upphafi til enda, sér í lagi fyrir mann eins og mig sem er lengi að baka.

 

Það sem þarf

  • 4 tsk þurrger
  • 1 tsk sykur til að næra gerið
  • 1 og 1/4 bolli heitt vatn ca 45 gráður, til að leysa gerið upp í

  • 1/2 bolli sykur (1 bolli = 2.4 dl)
  • 5 bollar hveiti
  • 1 og 1/2 tsk salt
  • 1 msk jurtaolía
  • 1/2 bolli matarsóti
  • 4 bollar heitt vatn

wp-1586424889468.jpg

Aðferðin

1. Leysið 4 tsk þurrger í 1 og 1/4 bolla heitu vatni með 1 tsk sykur.  Hrærið aðeins saman og látið standa þar til orðið rjómakennt og farið að freyða, ca 10 mín.

2. Í stóra skál blandið þið saman hveitinu (5 bollar), 1/2 bolla af sykri og 1,5 tsk salt.  Gerið svo brunn í miðjunni og bæti við gerblöndunni og 1 msk olíu.  Blandið þessu svo saman og myndið deigkúlu.  Hjá mér var þetta heldur þurrt þannig að ég bætti meira vatni við, líkl. 2 msk.   Hnoðið vel saman þar til þetta er orðið slétt og fallegt deig.

3.  finnið til stóra skál og pennslið létt með olíu að innan, leggið deigið í og veltið því aðeins til að bera olíuna á allt degið.   Matarfilma yfir eða rakt viskustykki og látið standa á heitum stað og lyfta sér.  Þetta er svona klukkustund og á að tvöfaldast að stærð.

4. Forhitið bakarofn í 230 gráður,  finnið til 2 bökunarplötur og bökunarpappír.

5. Finnið til enn eina skálina,  leysið upp 1/2 bolla af matarsóta í 4 bollum af heitu vatni.  Leggið til hliðar.  Skiptið deiginu í 12 jafna hluta.  Rúllið hvern hluta út í lengju á borði.  Fínt að hafa ögn hveiti undir.  Myndið svo kringlu úr þessum lengjum (sjá mynd).  Dýfið svo hverri lengju í matarsótalausnina og leggið á ofnplötuna.  Saltið með grófu salti.

6. Bakið svo í ofni við 230 gráður uns kringlurnar eru orðnar brúnar og fallegar.  Um 8 mín.

wp-1586425079630.jpg

Njótið sama dag, kringlurnar missa dálítið gæðin daginn eftir!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s