Djúpsteikt blómkál í sterkri BBQ sósu með gráðaostasósu alveg eins og BrewDog RVK gerir það!

Við elskum BrewDog Reykjavík, það hefur ekki farið framhjá lesendum síðunnar en þessi staður er alveg eins og sniðinn fyrir okkur hér á Bjór & Matur. Hellingur af gæðabjór og dásamlegur matseðill til að leika sér með. Til þessa er allt gott sem við höfum smakkað þarna. M.a. er djúpsteikta sterka BBQ blómkálið og við erum sko ekki ein um þá skoðun hér því ég hef heyrt marga tala um þetta salgæti!

Það er gott að bregða sér á bæ stundum og kíkja í down town RVK á BrewDog til Þossa, Hjörvars og félaga en stundum vill maður bara vera heima og hafa það náðugt. Þá er gott að geta tekið smá BrewDog með sér heim ekki satt? Hér er tilraun okkar til að líkja eftir djúpsteikta blómkálinu þeirra og hún tókst bara svona helvíti vel. Það skal tekið fram að þessi uppskrift er ekki frá BrewDog RVK heldur reyni ég að líkja eftir þessu. Það er líklega hernaðarleyndarmál hvað er í BBQ sósunni þeirra!

Það sem þarf (ca f 4)

  • 1 Blómkálhaus, brotinn í hæfilega stóra bita (sem ykkur finnst fallegt)
  • Vorlaukur, smátt skorinn til skrauts
  • mais mjöl, nóg til að velta bitunum uppúr
  • 2 egg
  • 2,5 L steikingarolía
  • Bjór sem passar á móti smá bruna, t.d. hveitibjór eða humlaður lager.

fyrir sterku BBQ sósuna

  • 2 flöskur góð BBQ sósa, þessi er geggjuð Triple Crown Black Garlic (fékk í Krónunni)
  • 4 tsk Sriracha sósa, fer samt eftir smekk
  • 3 msk hlynsíróp
  • 1 tsk heit reykt paprika (má sleppa)

fyrir gráðostasósuna

  • 1/2 blámygluostur
  • 1/2 dós sýrður rjómi
  • 2 hvítlauksgeirar (pressaðir)
  • 2 msk majones light
  • salt og pipar eftir smekk

img_8666-011915919873.jpegAðferð

  1. Fínt er að byrja á gráðaostasósunni og hafa hana í kæli meðan hitt er græjað. Takið fram töfrastaf eða góða matvinnsluvél og mauka saman 1/2 blámygluost, 1/2 dós sýrðan rjóma, 2 pressaðir hvítlauksgeirar og 2 msk majones. Smakkið svo til með salti og pipar. Setjið í skál inn í kæli.
    .
  2. Næst er það BBQ sósa,. hér er það bara að blanda saman rétt. Hellið tveim flöskum af BBQ sósu í skál, bætið svo við 4 tsk Sriracha sósu, 3 msk hlynsírópi og 1 tsk reykt papríka. Smakkið þetta svo bara til og bætið í því sem á vantar, t.d. ögn meira Sriracha eða kannski smá síróp ef þarf? Þetta þarf bara að vera gott og verður að rífa vel í.
    .
  3. Skerið svo blómkálið í hæfilega bita, og gufusjóðið í smá stund. Ekki þannig að verði mauk soðið. Ég vil hafa smá bit í þessu þannig að ég sauð þetta ekki eins lengi og maður myndi gera venjulega. Svo er bara að píska 2 egg í skál og velta blómkálinu upp úr þeim. Svo er bitunum velt uppúr mais mjöli, passa að hylja bitana vel.
    .
  4. Setjið steikingarolíu í pott, hitið upp í 190 gráður. Setjið svo blómkálið varlega í olíuna og steikið þar til orðið fallega gyllt. Þetta eru svona 3-4 mín. Þegar allir bitarnir eru klárir er fínt að henda BBQ sósunni aðeins í örbylgjuna til að hita upp og svo er bara að löðra þessu á bitana og bera fram. Skreytið með vorlauk.

IMG_8675-001.JPG

Pörunin

Þetta er geggjað, hugsað sem smáréttur en við hjónin vorum pakksödd eftir þetta. Bitarnir eru djúsí með ögn stökka áferð og gríðarlega bragðmiklir. Sósan rífur vel í en hér kemur gráðaostasósan skemmtilega út sem mótspil við brunanum. Feitur osturinn tengir svakalega vel við BBQ sósuna og pakkar henni dálítið inn. Rétturinn er mjög djúsí með mikilli mýkt og dálítið feitri áferð í heild sinni. Það þarf því bjór með þessu, engin spurning. Bjórinn má alls ekki vera stór og þungur eins og imperial stout eða barley wine. DIPA er líka of öflugur hér. Við þurfum bjór sem vinnur vel á móti fitunni og þolir öll kryddin. Humlaður lager er flottur í verkið en hér notuðum við samt humlaðan hveitibjór, María frá Borg sem gengur líka mjög vel. Beiskjan frá humlunum skefur fitunskánina af gómbogum og kolsýran í bjórnum skapar einhvern veginn kærkomið pláss í maga. Humlarnir tengja við chili-ið í réttnum og í raun draga fram aðeins meiri bruna, sama á við um bjórinn sem verður aðeins meira beiskari, hins vegar kemur hveitimaltið hér svakalega vel út og pakkar öllu inn þannig að tungan logar ekki eftir hvern bita. Maður verður dálítið þyrstur þegar maður borðar svona salt og heitt en hveitibjór er afar svalandi drykkur og auðvelt að þamba mikið af honum. Þetta gengur bara allt upp.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s