RÉTTUR: eplabaka með muldu páskaeggi og pecanhnetum, skreytt með pecanhnetum og karamellusósu.
– 200g hveiti
– 200g smjör
– 200g sykur
– 100g haframjöl
– 4 græn epli
– 3 lítil mulin páskaegg frá Nóa td.
– Pecanhnetur grófsaxaðar
– kanilsykur
Aðferð. Einfalt, hveiti, smjör, sykur og haframjöl er hnoðað saman í skál. Eplin afhýdd og skorin í sneiðar og raðað í eldfast mót. Kanilsykur yfir (ekki spara) og svo er deigið mulið yfir ásamt muldum pecanhnetum og páskaeggjabrotum. Þessu er svo hent í ofn á ca 180 gráður þar til komin er fallega gyllt áferð á deigið.
BJÓRINN: Þessi réttur er ofsalega „rich“ og því erfitt að hafa of þungan bjór með. Quadrupel er massífur bjórstíll hins vegar langaði okkur að prófa JÚDAS 16.1. með þessu eiginlega vegna þess að bragðnúansar í bjórnum minna að mörgu leiti á réttinn. Bock eða Scotch ale koma einnig sterklega til greina hér.

JÚDAS 16.1 PÁSKABJÓR:
Júdas nr 16 var páskabjórinn frá Borg brugghús árið 2013 og var jafnframt fyrsti quadrupel okkar Íslendinga. Virkilega flottur bjór á sínum tíma og ég tala nú ekki um þegar maður var búinn að lofa honum að eldast á flösku í ár t.d. Quadrupel er belgískur bjórstíll og með þeim öflugari í bjórveröldinni. Oftast liggur bjórinn frá 11% og uppúr. Orðið „quad“ þýðir í sjálfu sér ekki neitt sérstakt en er meira tilvísun í styrk bjórins. T.d. má segja að belgískur dubbel (eins og t.d. Leffe) sé tvöfaldur, tripel þrefaldur (Westmalle Tripel) og þá væri quadrupel fjórfaldur ekki satt? Í ár færir Borg brugghús okkur Júdas endurfæddan, Júdas nr16.1 sem hefur þroskast á notuðum koníakstunnum í einhverja mánuði en við það dregur bjórinn í sig viðarkeiminn og bragð af koníaksrestunum.
Í glasi er Júdas 16.1 dökk dökk brúnn eða eiginlega svartur með léttan froðuhaus sem hverfur með hraði. Það hellist yfir mann dásamlegur angan úr glasinu þegar hellt er, mikil sæta eins og rúsínur eða sykruð epli og svo er koníakið áberandi með ögn viðarkeim. Í munni er mikill þróttur og vínandi sem er alls ekki sprittaður heldur meira á sætu nótunum, eins og sherrí eða koníak (nema hvað?). Tunnukeimurinn og koníakið er áberandi og svo eins og rúsínur, og þegar líður á bjórinn og hann fær að volgna aðeins koma fram nýjir tónar, gul epli, kanelsykur og jafnvel hunang eða appelsínusafi. Stórskemmtilegur bjór, maður getur treyst því að Júdas 16.1 setji sinn svip á Páskana.
PÖRUN:
Hvað gengur svo með quadrupel? Ekki auðveld spurning því bjórinn er stór og mikill og getur verið erfitt að finna máltíð sem passar. Rétturinn þarf að þola ágang bjórsins en á sama tíma að njóta sín. Borg brugghús vann sælla minninga skemmtilega bjór og matarpörunarkeppni á síðasta ári sem kallað var „Bryggeribrak“. Meðal bjóra sem Borg tefldi fram á þessari keppni var einmitt Júdas 16.1. Pörunin var „spot on“ með hugljúfum eftirrétti. Við erum að tala um kryddmarineraðar plómur,með áberandi sýrum, borið fram með sýrðum rjóma og karmeliseruðum heslihnetum. Hljómar dásamlega. Sigrún gerir stundum eplaböku eða mulning, ég veit ekki hvað maður á að kalla þetta, en eplabökuhrúgald kemur vel til greina? Alla vega mjög gott, með skornum eplum, góðu „hveitikrösti“, pecanhnetum og kanilsykri. Svo er hægt að bragðbæta með súkkulaðibitum og karamellusósu yfir! Ég ákvað að prófa að tefla þessu á móti Júdasi og af því að við erum með Páskabjór þá notuðum við páskaegg frá Nóa í þetta. Útkoman var virkilega flott.
Ég verð samt að viðurkenna að þetta er mjög þungt, bakan er mjög saðsöm og svo er bjórinn heldur ekkert lamb að leika sér við þannig að menn verða að vera opnir fyrir þessu. Fá sér bara litla skammta af bökunni og njóta. Gleðilega Páska!!!


Ég hef fyrir löngu gefist upp á að reyna að para bjór við Þorramat en þar sem Þorramatur er jafnan úldinn og myglaður datt mér í hug að draga fram uppáhalds ostinn minn, blámygluostinn sem vissulega er myglaður og þá „Þorralegur“ eða hvað? Það er vel þekkt að 

Svo er spurningin, hvaða matur passar við þennan flippaða bjór? Bleiki fíllinn er vissulega stórskemmtilegur einn og sér sem fordrykkur, liturinn gerir það að verkum að bjórinn getur vel „púllað“ elegant freyðivínsglas fyrir matinn en ég veit þó ekki með miðnæturbjórinn, hann þarf alltaf að vera meira pótent í áfengi að mínu mati. En vilji maður máta þennan við mat þá eru líklega margir möguleikar því hann er sætur með ávaxtablæ sem hægt er að leika sér með, svo er hann hæfilega beiskur og getur þannig „klippt“ í sundur feitar sósur og meðlæti, rauðrófurnar koma svo vel út í bakgrunni þegar bjórinn nær aðeins að volgna og þær koma vel út með ýmsum réttum ekki satt og loks er aðeins pipar í honum og svo belgíski kryddblærinn. En bjórinn er það nýr að maður hefur bara ekki náð að prófa hann með nokkrum rétti og því eru hér bara getgátur á ferð.
You must be logged in to post a comment.