Stone Brewing á Íslandi!

Í gær fór ég á kynningu á Kex hostel þar sem fulltrúar frá Stone Brewing í Berlín renndu yfir sögu brugghússins og kynntu nokkra klassíska Stone bjóra sem væntanlegir eru í vínbúðir landsins 1.2.17.  Stone hefur lengi verið eitt af þeim brugghúsum heimsins sem ég held hvað mest uppá en hingað til hefur verið erfitt að fá þá í Evrópu.  Ástæðan er einföld og virðingaverð, Stone er afar ant um gæði bjórsins sem þeir senda frá sér og þeir vilja ekki að bjórinn þeirra tapi ferskleikanum.   Þeir sem ætla sér að selja bjórinn þeirra þurfa að skrifa undir samning sem ma inniheldur ákvæði um að bjórnum sé fargað ef hann er meira en 3 mánaða gamall.  Flutningaleiðir frá höfuðstöðvunum í Bandaríkjunum eru langar og tímafrekar og því næst einfaldlega ekki að koma bjórnum í hús og selja innan þess tíma.  Til að svara aukinni eftirspurn opnuðu Stone brugghús í Berlín seint á síðasta ári (2016) og nú er það því orðinn veruleikinn sem blasir við okkur að Stone er komið til Íslands.   Það eru nautnaseggirnir og snillingarnir Andri og Ingi hjá Járn  og Gler sem standa fyrir þessu og þeir hafa hvíslað að mér að verðið á þessum bjór verði með besta móti.

„Allt kapp lagt á gæði bjórsins til neytandans!“

Þetta var skemmtilegur fyrirlestur í gær og bjórinn stórkostlegur, ég var sérstaklega ánægður með að sjá að flest allt var í dósum enda er það eina vitræna leiðin til að varðveita gæði bjórsins og Stone er eitt af þeim brugghúsum heimsins sem er að reyna að koma þessum boðskap á framfæri.  Bjór gærdagsins var mjög ferskur enda bara rúmlega 3 vikur síðan hann kom úr brugghúsinu í Berlín.  Það má svo taka fram að Stone bruggar eftir pöntun, ekki öfugt, þ.e.a.s þú pantar bjórinn og þá brugga þeir hann fyrir þig þannig að þeir eru aldrei með neinn lager.

20170127_120744.jpg
Eins og stendur á dósunum frá Stone, dósir eru betri punktur!

Ég tók sérstaklega eftir því á þessari kynningu að nokkuð er lagt uppúr matarpörun hjá Stone.  Í Berlín er Stone með stærsta bjórgarð Þýskalands með stærsta úrval af hágæðabjór.  Staðurinn tekur yfir 1000 manns í sæti og er mikið lagt upp úr góðum mat sem hentar bjórnum. Á kynningunni í gær töluðu þau um að bjórinn þeirra væri mjög matarvænn og nokkuð auðvelt að para hina ýmsu rétti við hann og á síðunni þeirra má t.d. finna ábendingar um ýmsar matarparanir fyrir hvern bjór, eins og t.d. hér Go TO IPA sem er virkilega flottur session IPA sem mun detta í Vínbúðina innan tíðar..  Mér finnst alltaf gaman þegar fólk hugsar um  og talar um mat og bjór saman.

Þetta eru sem sagt mjög góðar fréttir, Stone í Vínbúðirnar, hver hefði trúað þessu fyrir nokkrum árum?  Við hjá Bjór & Matur hlökkum til að byrja að prófa okkur áfram með matarparanir fyrir þessa karla.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s