Indian Pale Ale Gulrótarkaka fyrir fullorðna!

Það er gaman að para bjór við mat og jafnvel enn skemmtilegra þegar maður notar bjórinn sem hráefni matargerð. Hér erum við með skemmtilega og gómsæta gulrótarköku fyrir fullorðna.  Double India Pale Ale (DIPA) Gulrótarköku!  Uppskriftin er fengin úr bókinni „Cooking With Beer“ sem ég gaf sjálfum mér í jólagjöf síðustu jól.


RÉTTUR: Double IPA gulrótarkaka úr STONE RUINATION IPA með IPA rjómaosta kremi fyrir 8-10.  

– 1/2 bolli rúsínur
– 75 g ananasbitar úr dós
– 50 ml STONE RUINATION IPA eða annar double IPA
– 200 g smjör við stofuhita
– 200 g púðursykur
– 4 eggjarauður
– sletta af salti
– börkur af einni appelsínu
– 225 g hveiti
– 1 teskeið lyftiduft
– 1/2 tsk mulinn kanill og engifer
– 250 g rifnar gulrætur

KREM. 300g rjómaostur, 200g mascarpone, 50 ml STONE RUINATION IPA eða annar DIPA, börkur af 1 appelsínu og flórsykur eftir þörfum til að stilla af sætu og þykkt.

BJÓR MEÐ: Að sjálfsögðu notum við DIPA bjór með þessu og ekki verra að nota sama bjórinn og notaður er í uppskriftina, hér er það STONE RUINATION IPA sem er ofsalega flottur með þessu.  Úrvalið ef DIPA bjór er ekki mikið hér  heima en To Øl Dangerously Close to Stupit eða BrewDog Hardcore IPA koma einnig til greina.  Muna menn svo ekki eftir ÚLF ÚLF frá Borg.


img_5877

Við byrjum á því að opna eina ískalda dós af STONE RUINATION IPA sem kemur reyndar ekki í Vínbúðina fyrr en 1.2.17.  Maður verður jú að hafa það huggulegt þegar maður stendur í ströngu í eldhúsinu.  Þessi bjór er dásamlegur og við getum verið örugg um að hann er eins ferskur og það gerist.  Þurr, mikill í munni með notalegri beiskju sem aðeins tekur í, sítrus, furunálar og svo þægileg sæta.  Beiskjan tónar skemmtilega vel við beiskann börkinn af appelsínunum eins og við munum komast að þegar allt er klárt.

KÖKUMIXIÐ. Byrjum á að hita ofninn í 180 gráður.  Hellið svo 50 ml af bjór í skál og leggið rúsínurnar og ananasbitana í bleyti. Takið svo aðra stóra skál og þeytið vel saman smjörinu og sykrinum.  Bætið svo við eggjarauðum, einni í einu og þeytið vel á milli. Bætið svo saman við salti og rifnum appelísnuberki.  Þegar þetta er komið saman bætum við út í hveiti, lyftidufti, kanil og engifer og hrærið varlega.  Loks blöndum við gulrótum (rifnum fínt með rifjárni), rúsínunum og ananasbitunum ásamt bjórnum sem þetta lá í saman við rest.  Blandið vel saman öllum þessum dásamlegu hráefnum.

Hellið kökumixinu í tvö smurð form, ca 25cm í þvermál.  Bakið svo í ofni í 30-35 mín.  Þið tékkið bara á hvort botnarnir eru tilbúnir, stundum þarf aukalega 5-10 mín en ekki brenna þetta í Guðana bænum, það er dýrmætur bjór um borð.  Þegar þetta er tilbúið eru botnar teknir úr formum og kældir.

KREMIÐ. Einfallt, meira að segja ég get gert þetta krem og það skemmtilega við kremið er að við notum líka bjór í það.  50ml alveg.  Byrjum á að blanda rjómaostinum, bjórnum og rifnum appelsínuberki saman.  Hrærið svo flórsykri smám saman saman við og smakkið til eftir þörfum.  Við viljum ekki hafa kremið of sætt því það er skemmtilegt að finna beiskjuna í bjórnum og appelísnunni í gegn.  En þið ráðið þessu svo sem.

Skellið  svo botnunum saman með kremi á milli og ofaná.  Tilbúið!!!  Opnaðu annan bjór og klappaðu þér á bakið.  Reyndar var það Sigrún sem bakaði þetta á meðan ég hamaðist við kvöldverðinn, rifna grísinn sem tók dálítinn tíma.  Takk fyrir mig Sigrún!

Hóaðu svo í vini og bjóddu uppá köku með bjór.  Krakkarnir okkar smökkuðu kökuna en fannst hún aðeins of beisk en þannig á hún að vera.  Hér takast á sæta og beiskja frá appelsínum en ekki síst bjórnum.  Bjórinn gefur þurran sítrus keim en einnig sætu í kökuna.   Kakan ein og sér er ofsalega skemmtileg, nartar örlítið í bragðlaukana með smá beiskjubiti eftir að sætan er liðin hjá.  Minnir í raun dálítið á IPA bjór hvað þetta varðar. Svo fullkomnum við þetta með ísköldu glasi af STONE RUINATION IPA , magnað.  Bjórinn er auðvitað dálítið stór og öflugur en þéttleikinn, fyllingin og sætan í kökunni mæta bjórnum vel og svo tvinnast bjór og kaka saman í beiskjunni.  Bjórinn magnar ekki upp beiskjuna eins og maður hefði alveg eins búist við heldur virðist þetta jafnast meira út svona.

Ein athugasemd við “Indian Pale Ale Gulrótarkaka fyrir fullorðna!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s