Nýr Stone á Íslandi, Berliner Weisse!!!!

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að Stone er komið á klakann reyndar fyrir all nokkru en það eru þeir snillingar Andri og Ingi hjá Járn&Gler (og frá því nýlega, Malbygg) sem standa fyrir þessum innflutningi. Stone er framúrskarandi amerískt brugghús sem gerir stórkostlegan bjór. Nú á dögunum bættist nýr bjór við línuna í Vínbúðinni, Stone Berliner Weisse 4.7% sem er nákvæmlega eins og nafnið gefur til kynna, bjór af gerðinni berliner weisse en það eru gallsúrir og frískandi bjórar sem ættaðir eru frá Berlin. Stone er einmmitt með brugghús í Berlin til að sinna ört vaxandi Evrópumarkaði og Stone Berliner Weisse kemur til okkar beint þaðan og því má segja að hér séum við með nokkuð original berliner weisse. Þess má annars geta að Stone er með geggjaðan bjórgarð í Berlín sem við mælum sterklega með að fólk skoði ef það er statt í borginni en þar á bæ gera menn mikið úr bjór og matarpörun.

Bjórinn er sem fyrr segir nokkuð súr og léttur og afar svalandi og alveg kjörinn drykkur á heitum sólríkum sumardögum. Við höfum kannski ekki mikið af slíkum dögum hér heima en bjórinn er líka skemmtilegur matarbjór. T.d. kemur svona súrbjór mjög vel út með fiskréttum, t.d. djúpsteiktum þorskhnökkum, eða súrbjórs smálúðu ceviche! Eins er hann helvíti nettur með sítrónu marengs tertu 🙂

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s