Góð marinering á risarækjur og meira til

VIð erum alltaf að prófa okkur áfram með marineringu á rækjurnar okkar. Hér kom ein bara óvart sem svínvirkar. Eða kannski rækjuvirkar? Já ég veit, ég rata út, alla vega, þessi verður notuð framvegis á t.d. þennan rétt hér, risarækju kínóa grillsalat með kóríander, mango ofl.

Nú var þetta bara slumpað saman hjá okkur og ég reyni svona að cirka þetta út hér.

Það sem þarf:

  • 1,5-2 dl ólífuolía
  • 5 hvítlauksgeirar
  • 1 heill rauður ferskur chili
  • 2 tsk reykt paprikuduft
  • 1 kúfuð mtsk engifermauk (fæst alltaf í asískum búðum/market)
  • 2 tsk kóríander fræ, steytt.
  • 1 sítróna, safinn
  • 2 mtsk Kikkoman soya sósa

Þetta er bara allt sett í góðan blandara, ég er algerlega ástfanginn af Vitamixinum mínum, hann maukar allt í drasl.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s