Kóríander og basilicu sósa með hvítlauk, hunang og lime

Ég var að grilla geggjuð kjúklingaspjót þegar Sigrún mín ákvað að snara sér inn og græja einhverja sósu. Þetta er útkoman, alveg svakalega flott sósa sem gengur með alls konar. Fullkomin með þessum kjúkling.

Það sem þarf

  • 1 lúkufylli af fersku kóríander
  • 1 lúkufylli af ferskri basilicu
  • hálf dolla grísk jógúrt (350g dolla)
  • ca 100g majónes
  • 2, hvítlauksgeirar
  • 1 tsk hunang
  • safi úr hálfri límónu
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð

Allt sett í „blender“ og maukað þar til orðið algerlega sameinað. Smakkið til með salt og pipar. Flóknara er það ekki.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s