Hér á þessum bæ elskum við súkkulaði og súkkulaðikökur já og í raun allt sem er með súkkulaði, meira að segja súkkulaðibjór. Við höfum prófað ýmsar uppskriftir en ef maður þarf að svala súkkulaðiþörfinni í eitt skipti fyrir öll þá er það þessi hér. Þessa uppskrift fékk Sigrún kona mín frá vinkonu okkar Elvu Brá sem er bökunarmeistarinn í vinahringnum okkar.
Þessi er svakaleg, þá er ég ekki að meina af því að hún sé svo þung og tormelt heldur er hún svo lungnamjúk og með svo ríkulegt súkkulaðibragð að það hálfa væri nóg. Það besta við þetta allt er að það er frekar einfalt að baka þessa köku.
Það sem þarf í þessa elsku:
- 1 og 1/2 bolli (355 ml) mjög heitt eðal kaffi
- 85 grams suðusúkkulaði, saxað
- 3 bollar (600 g) sykur
- 1 og 1/4 tsk matarsalt
- 3/4 bollar (175 ml) jurtaolía
- 1 og 1/2 bolli (355 ml) súrmjólk eða AB mjólk
- 3/4 tsk vanilludropar
- 3 eggs (stór)
- 2 og 1/2 bolli (315 g) hveiti
- 1 og 1/2 bolli (ca. 130 g) ósætt bökunarkakó
- 2 tsk (10 grams) matarsóti
- 3/4 tsk (4 grams) lyftiduft
fyrir kremið
- 455 g suðusúkkulaði
- 1 bolli (235 ml) rjómi
- 2 mtsk (25 grams) sykur
- 2 mtsk (40 g) sýróp, ljóst
- 55 g ósaltað smjör
Aðferðin
- Saxið súkkulaði (85g) frekar fínt og setjið í vel stóra skál, Bruggið kaffi, hafið það sterkt og mjög heitt. Hellið kaffinu yfir og br æðið þannig súkkulaðið saman við. Látið standa svona í 4-5 mín og hrærið svo vel saman þar til þetta hefur blandast vel saman. Þetta lítur út eins og þunnfljótandi kaffi núna en það mun lagast. Bætið svo sykri (600g) , salti (1 og 1/4 tsk), súrmjólk (1 og 1/2 bolli), vanilludropum (3/4 tsk) og olíu (3/4 bolli) saman við og blandið vel. Hrærið svo saman við eggjunum (3 stk) einu í einu. Engar áhyggjur, þetta mun þykkjast vel þegar þurrefnin fara út í.
. - Sigtið svo yfir þetta hveiti (2 og 1/2 bolli), bökunarkakói (1 og 1/2 bolli), matarsóta (2 tsk) og lyftidufti (3/4 tsk). Blandið svo öllu vel saman þar til orðið alveg án köggla.
. - Hitið ofninn í 150 gráður, takið til 3 hringlaga form, 18 cm að þvermáli. Smyrjið að innan með smjöri og deilið deiginu í formin. ATH það verður dálítill afgangur sem er tilvalinn í nokkur bollakökuform. Bakið svo í ca 30 mín, við byrjuðum að kanna deigið eftir 30 mín, botnarnir eru tilbúnir þegar þið stingið tannstöngli í miðjuna og ekkert kemur á hann.
. - Takið botnana út og látið kólna alveg.
. - Þá er það kremið. Fínsaxið súkkulaðið (455 g) og setjið í skál.
. - Setjið rjóma (235 ml), sykur (2 mtsk) og sýróp (2 mtsk) í pott yfir vægan hita. Pískið vel þar til sykur er leystur upp. Látið suðuna koma upp. Takið pottinn af hellunni og hellið yfir súkkulaðið og pískið vel þar til súkkulaðið er alveg bráðnað samanvið. Skerið smjör í kubba og bætið saman við. Hrærið áfram þar til allt er sameinað og fínt.
. - Látið kremið kólna vel niður, hrærið annað slagið í. Sumir tala um að gera þetta yfir ísbaði til að hraða ferlinu. Þegar kremið er orðið stífara og eins og þykkt smjör er það orðið tilbúið. Ef þetta verður of stíft þannig að það er ekki hægt að smyrja má aðeins hita aftur upp.
. - Svo er bara að smyrja þessu á botnana og raða þeim upp. Hafið alveg 7-8mm þykk lög. Smyrjið líka ofan á kökuna og hliðarnar. Skreytið að vild. Sigrún bakaði þessa köku núna um Páskana og skreytti með litlum súkkulaði eggjum og kanínum.
Njótið. Kakan er geggjuð daginn eftir og á degi tvö enn betri. Það er augljós pörun með þessu, mjúkur porter eða stout, jafnvel imperial stout.