Heimagerðar taco hveitikökur (tortilla) – svona á að gera þetta!

Það hafa líklega flestir gert taco veislu einhvern tíman á lífsleiðinni, sumir oftar en einu sinni jafnvel.  Á þessum bæ elskum við taco, það er bara svo dásamlegt og skemmtilegt að prófa alls konar álegg á tortillu kökurnar og sjá hvernig það kemur út.   Möguleikarnir eru endalausir.  Það hefur hins vegar alltaf truflað mig hve hveitikökurnar sem við fáum hér úr búð eru stórar og þykkar ég vil nefnilega hafa þær þunnar og ekki stærri en undirskál.

Ég hef lengi ætlað mér að prófa að gera tortillurnar sjálfur en hef bara ekki laggt í það.  Um daginn ákvað ég hins vegar að slá til, ég fékk mér totillapressu sem er alls ekki nauðsynlegt tæki en auðveldar hins vegar vinnuna töluvert.   Svo hef ég verið að prófa mig áfram undanfarna daga með alls konar aðferðir og hlutföll.  Fjölskyldumeðlimir eru sumir farnir að kvarta, „það er bara alltaf taco í matinn“ heyrðist t.d. frá unglingnum um daginn t.d.  Ég hélt í alvöru að það væri ekki hægt að fá nóg af taco?

wp-1579452430748.jpg

Gott og vel, ég vil meina að nú hafi mér tekist að fullkomna þetta og ætla ég að henda hér fram minni niðurstöðu, þ.e.a.s. hvernig maður gerir fullkomnar, þunnar litlar heimagerðar hveitikökur.

Það sem þarf í ca 20 til 30 taco kökur (fer eftir stærð)

  • hveiti, 370 g
  • salt, 1 tsk
  • lyftiduft, 1 tsk
  • grænmetisolía, 80ml
  • heitt vatn, 240 ml

Aðferðin

Þetta er mun einfaldara en maður heldur, maður þarf samt að prófa sig dálítið áfram.  Setjið allt í skál og blandið saman í hrærivél.  Notið svo hnoðarann á hrærivélinni og náið deiginu saman.  Deigið á að vera aðeins klístrað þannig að það festist aðeins við fingurnar.   Færið deigið á borð, það má vera smá hveiti á borðinu en passa að verði alls ekki of þurrt.  Hnoðið vel saman, alveg góðar 10 mín, bætið smá hveiti eftir þörfum en þetta á að vera alveg á mörkunum á að vera of klístrað.  Þetta er eitthvað sem þið finnið út úr, það verður auðvitað að vera hægt að meðhöndla og vinna með deigið.

Leggið svo í skál og rakt viskustykki yfir og látið standa í amk klst.

Hitið svo pönnu, helst pottajárnpönnu þannig að hún verði alveg blússandi heit.  Deilið deiginu niður í litlar kúlur, við erum að tala um minni en borðtenniskúlur.  Setjið svo tvær litlar bökunarpappírs arkir í taco pressu og deigkúluna á milli.  Pressið svo þannig að þið fáið litla flata köku.   Þetta er of þykkt svona, þannig að þið þurfið að fletja hverja köku enn meira út með kefli, þetta á að vera næfurþunnt, nánast á að sjást í gegn.

Setjið svo kökuna varlega á pönnuna, ef pannan er stór er hægt að gera tvær jafnvel fleiri í einu, enga olíu, ekki pennsla kökurnar með olíu eða setja olíu á pönnuna.  Kökurnar fara bara beint á og þetta á ekki að taka nema nokkrar sekúndur.  Það byrja að myndast litlar bólur í deigið en þá er tímabært að snúa kökunum.  Það ætti þá að vera komnir fallegir brúnir blettir hér og þar á kökurnar.  Svo bara nokkrar sekúndur á hinni hliðinni.

Takið svo kökuna/r af og setjið í álpappír og viskastykki utanum og lokið kökuna inni.  Þetta er mikilvægt, hér fulleldast kakan og heldur mýkt sinni. Svo er bara að endurtaka þetta og bæta kökum í álpappírinn jafn óðum og loka til að halda gufu og hita inni.

wp-1579453902290.jpg

Svo er bara að láta sér detta eitthvað geggjað í hug ofan á þetta, hér er dæmi,rifinn grís og risarækjur t.d. Svo vorum við læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr að elda saman í gær, nánar um þá veislu á næstu dögum hér.  En við vorum með djúpsteiktan skötusel ásamt öðru.  Svo pæklaðan rauðlauk, mango chili salsa og kóríander krem og reyndar helling af öðru góðgæti.  Skötuselurinn á mangosalsa paraðist fullkomlega við Sæmund sem er mangobjór frá Borg Bruggús.

 

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s