Ég veit ekki afhverju ég hef ekki hent þessari uppskrift hér inn fyrr því ég gríp alltaf annað slagið í hana þegar ég er alveg lost með hvað á að vera í matinn, og ég er alltaf jafn upprifinn. Þvílík veilsa sem þessi einfaldi kjúklingaréttur er. Reyndar veit ég að hluti ástæðunnar er að mér hefur enn ekki tekist að taka mynd sem undirstrikar þann elegans sem bragðlaukarnir fá að njóta. Þið verðið bara að afsaka það. Gordon Ramsay kallar þetta chicken parmesan en rétturinn er líka kallaður chicken Milanese ég kalla hann bara parmesan kjúlla.
Alla vega, þessi réttur er sára einfaldur en ef þið bjóðið einhverjum í þetta munuð þið skora hátt.
Það sem þið þurfið (fyrir 4 svanga)
- 4 kjúklingabringur
- 2 poka af mozarella osti, skorinn í sneiðar
- nokkur basil lauf
- 3 egg
- Panko rasp, ca 100-110g
- hveiti, nokkra deselitra til að velta bringunum uppúr
- 4 msk af rifnum parmesan osti
- 2 hnefafyllir af spagetti, eða bara eins og þið viljið
- 1/2 tsk reykt papríkuduft
- salt og pipar
fyrir marinara sósu
- 2 dósir hakkaðir tómatar
- 1 lítil dós tómat purée
- 1 msk þurrkuð basilika
- 2 pressuð hvítlauksrif
- 1 msk timian krydd
- salt og pipar eftir smekk
- 1/4 tsk chiliduft
- 2-3 skalottlaukar smátt skornir
- 1/2 dl rjómi
Aðferðin
Brjótið 3 egg í fat og pískið saman, hellið hveiti í annað fat og í það þriðja um 100g Panko rasp, 1/2 tsk reykt papríkuduft, salt og pipar og rífið svo um 4 msk af parmesan osti og blandið vel.
Gerið marinara sósu klára. Hitið olíu á pönnu og skerið 2-3 skallotlauka í smátt og bætið útá pönnuna, pressið hvítlauksrifin 2 yfir og bætið basiliku og timian kryddunum samanvið. Mýkið þetta saman. Því næst bætið þið 2 dósum af hökkuðum tómötum og einni lítilli dós af tómat púrée útá pönnuna og hrærið saman og látið malla. Chiliduft, salt og pipar eftir smekk. Gott er að sletta smá rjóma útá til að gera þetta meira djúsí. Látið svo malla bara á lagúm hita
Takið hverja bringuna og skerið eftir endilöngu til helminga þvert yfir nánast alla leið þannig að þið getið opnað hana eins og bók. Leggið svo bringurnar á smjörpappír og leggið svo aðra örk af pappír yfir og lemjið með kökukefli þar til bringan er orðin um 5 mm þykk. Nú hefur bringuopnan aukið flatarmál sitt verulega ekki satt? Þá eruð þið að gera þetta rétt. Mynd að ofan er ein bringa, opnuð eins og bók!
Takið svo hverja bringu og veltið uppúr hveitinu, dustið svo af og drekkið í eggjunum, látið renna af og veltið svo upp úr raspinu vel og vandlega. Raspið á að hylja alla bringuna. Bankið svo ofan á bringurnar þannig að raspið pressist inn og festist.
Olía á pönnu, ca 2 msk, vel heit en ekki blússandi. Steikið svo hverja bringu á hvorri hlið þar til raspið er orðið gullin brúnt. Gott er að handa smá smjöri á pönnuna til að gera áferðina fallega.
Raðið svo bringunum í eldfast mót eða fat. Setjið ca 2-3 msk marinara sósu í rönd fyrir miðju og raðið sneiddum mozarella osti yfir. Hendið þessu inn í ofn við 180gráður þar til ostur er bráðnaður og kljúklingurinn eldaður í gegn. Þetta er ekki langur tími, ég man ekkert hvað ég gerði, líkl um 10 mín max.
Þegar bringurnar eru komnar í ofn er fínt að setja vatn í pott, salta aðeins og láta suðu koma upp. Setjið svo spegetti í vatnið og sjóðið þar til það er orðið al dente!
Berið loks fram með nokkrum basil laufum og njótið.
Með þessu væri kröftugt hvítvín gott eða ískaldur saison bjór t.d.