Loksins alvöru safaríkur NEIPA á Íslandi í Vínbúðirnar, Midt Om Natten frá Borg og Flying Couch

Ég hef verið að bíða eftir þessu núna í nokkarar vikur og nú er hann loksins kominn á flöskur.  Midt om Natten frá Borg og Flying Couch í Kaupmannahöfn, sumir  sjá hér tenginguna strax við nafnið ekki satt? Ég ætla bara að taka það fram strax að ég er afar hrifinn af New England bjórstílnum um þessar mundir og því hefur biðin eftir þessum verið þrungin spennu og dálitlu stressi líka því ég geri miklar kröfur á þennan stíl.  Ég smakkaði svo loksins bjórinn beint af gertanki fyrir að verða tveim vikum og þá var hann rosalegur, ferskur og spriklandi með þennan ljúfa safaríka ávaxtakeim frá humlunum í nefi og svo einstaklega hressandi og ánetjandi humalbragð í munni með haug af ávöxtum og hamingju.

Ég fór hins vegar strax að hafa áhyggjur því þessi bjórstíll er mjög viðkvæmur fyrir tímans tönn, bjórinn er eiginlega nánast byrjaður að, ég segi ekki skemmast en, tapa gæðum um leið og hann er kominn á flöskur.   Humlarnir eru nefnilega í aðalhlutverki í þessum stíl og er það sem gerir þennan bjórstíl svo magnaðan, humlarnir gefa af sér alla þessa safaríku og flottu ávexti sem er það sem við elskum við stílinn en vandinn er bara sá að humlarnir eru viðkvæmir og missa „mátt“ sinn mjög fljótt.  Það þarf því að drekka þennan bjór eins fljótt og hægt er.   Sumir myndu segja lúxusvandamál ekki satt?  Ég var sem sagt hræddur um að þegar Midt Om Natten loksins kæmi á flöskur að þá væri ballið búið en ég er svo ánægður með að svo er aldeilis ekki.  Bjórinn er enn svona flottur og ferskur og hefur ekki tapað neinum gæðum.

Það er því um að gera að drífa sig í Vínbúðina þegar bjórinn kemur út á næstu dögum og næla sér í þetta salgæti, þ.e.a.s ef planið er að smakka, og Guð minn góður ekki geyma og láta þroskast.

Ein athugasemd við “Loksins alvöru safaríkur NEIPA á Íslandi í Vínbúðirnar, Midt Om Natten frá Borg og Flying Couch

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s