Ómótstæðilegt Salsa Verde

Salsa verde er ómissandi í mexikanskri matargerð, bæði notað sem hráefni í rétti eða sem meðlæti.  Þetta heimagerða salsa verde er geggjað, hingað til hef ég ætlað að kaupa svona en aldrei fundið tilbúið en nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því framar.  Þetta er fljótlegt og einfalt.  Ég man ekkert hvar ég sá þetta, þetta var einhvers staðar á youtube.

Það sem

  • 250 g kirsuberjatómatar, skornir í tvent
  • 2 fersk chili, eða jalapeno eða habanero, fer eftir hversu mikinn bruna þú vilt í þetta
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1 laukur skorinn í nokkra bita
  • 1 sæt paprika (löng rauð)
  • 1 búnt ferskur kóríander
  • 3-4 mtsk límónusafi
  • Salt og pipar

Aðferðin

Takið fram elfast mót, stillið bakarofn á 210.  Skerið tómata í tvent (250 g) og raðið í mótið, afhýðið hvítlauksgeirana (4 stk), skerið eina sæta langa papriku í tvent eftir endilöngu og setjið með sárið niður í mótið.  Sama með 2 fersk chilli nema að fjarlægið fræin.  Laukur er skorinn gróft í nokkra bita og líka settur á mótið.   Svo er bara að baka þetta í ca 10 mín eða þar til kominn bruni á grænmetið.  Þið ráðið auðvitað hversu mikið “char” þið viljið hafa.

Mér finnst ágætt að klára þetta með gasbrennara.   Setjið þetta svo allt í blender sem þolir heitt innihald.  Takið ferskt kóríander og rífið það aðeins niður, setjið með laufum og stilkum í blandarann.  Bætið um 3 mtsk límónusafa við, salt og pipar eftir smekk og maukið.

Smakkið þetta til, meira límónusafi eða meira salt, pipar eða hvað það nú er.   Takið fram pönnu, setjið olíu á pönnuna og hitið vel, eins og ef þið væruð að fara steikja naut.  Passið ykkur það gæti skettst olía á ykkur.  Hellið svo úr blandaranum í einum hvelli á pönnuna, það kæfir í raun olíusletturnar.  Það á að vera læti.  Hér erum við að karmellisera blönduna dálítið og draga fram bragðið.

Loks setjið þið þetta í krukku og notið þegar þarf.

Ein athugasemd við “Ómótstæðilegt Salsa Verde

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s