Egg Benedicts á belgískri vöfflu með hægeldaðri önd og karamellu eplum

Það er gaman að gera hleypt egg þó það sé dálítið dútl. Það er bara einhvern veginn skemmtilegra og meira grand að borða hleypt egg vs linsoðin eða spæld egg. Egg Benedicts er klassískur réttur þar sem hleyptu eggin fá að njóta sín.

Um daginn prófaði ég brunch á Apotekinu en á laugardögum og sunnudögum bjóða þeir uppá alls konar geggjaðar útgáfur af Egg Benedicts, ég prófaði humarinn sem ég verð að mæla með og svo var það rifna öndin sem var geggjuð. Eins og svo oft áður þá fær maður hugmyndir þegar maður fer út að borða og svo prófar maður að apa eftir í eldhúsinu heima. Við ákvæðum að prófa öndina og viti menn, við negldum þetta. Já svakalega gott þó ég segi sjálfur frá.

Hérna er þetta eins og við gerðum þetta

Það sem þarf fyrir fjóra:

  • Confit de Canard í dós (fæst í Bónus t.d.)
  • Teryaki sósa, 3 mtsk
  • Hoisin sósa, ca 2 mtsk
  • 2 græn epli skorið í báta
  • 3 eggjarauður í Hollandaise sósu
  • 8 egg, hleypt (poached)
  • sykur og smjör fyrir karamlellu
  • Vöffludeig, heimagert eða tilbúið
  • Kóríander til skrauts

Aðferðin:

Takið andalærin úr fitunni, endilega geymið fituna t.d. fyrir stökkar kartöflur eða álíka. Setjið öndina í eldfast mót og látið malla bara. Við erum í raun bara að hita þetta vel upp.

Fínt að græja eggin, sjá aðferð hér. Geymið svo eggin í ísbaði þar til rétt áður en þið berið fram. Þá hitið þið þau upp í sjóðandi vatni í 15 sek.

Fínt líka að græja eplin, gerið karamellu eftir þeirri aðferð sem þið kjósið og látið eplin krauma í þessu þar til þau eru orðin mjúk og hálf maukuð. Leggið til hliðar.

Takið öndina svo úr ofninum og rífið niður eins mikið og þið getið. Blandið teryiaki og hoisin sósu vel saman við, smakkið þetta bara til. Þið hafið þetta eins og þið viljið. Ég notaði smá salt til að rífa aðeins upp bragðið.

Svo er það bara að henda sér í hollandais sósuna og baka vöfflurnar.

Setjið svo heitar vöfflurnar á disk, eina á hvern disk. Rifna öndin fer svo ofan á. Hitið upp eggin í 15 sekúndur, þerrið með þurrku og raðið ofan á öndina. Ef hollandais sósan er farin að þykkna má hræra smá heitu vatni samanvið, ausið svo sósunni yfir eggin, og ekki gleyma karamellu eplunum. Loks skreytið þið með ferskum kóríander og ég reyndar held að pæklaður rauðlaukur væri geggjaður með þessu. Geri það næst. Svo er bara að njóta!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s