Subbuleg tveggja laga stout brownie með vanilluís og stout súkkulaðisósu

Ég nota bjór mikið í matargerð því hann flott hráefni með margslunginn karakter sem erfitt er að fá í öðrum hráefnum. Ég hef sagt það áður, ég er súkkulaðifíkill og ég hef engin plön um að fara í meðferð. Stout bjór og súkkulaði er góð pörun, stout er sérlega flottur með eftirréttum því hann er með skemmtilega blöndu af kaffi og dökku súkkulaði í sínum bragðprófíl.

Hér datt ég inn á eftirrétt sem sameinar þetta, sem sagt súkkulaði og stout. Þessi réttur er eins geggjaður og hann lítur út fyrir að vera. Uppskrift er fengin frá The Beeroness á instagram en þessi kona gerir mjög spennandi rétti úr bjór.

Það sem þarf:

  • 170 g dökkir súkkulaðihnappar
  • 1/3 bolli góður stout, ég notaði hér Morning glory frá RVK Brewing
  • 115g brætt smjör
  • 1 bolli sykur
  • 1/2 bolli púðursykur
  • 3 stór egg
  • 3/4 bolli hveiti
  • 1 tsk salt
  • 1/4 bolli bökunarkakó

Fyrir stout súkkulaðisósuna

  • 280 g dökkt súkkulaði
  • 1/3 bolli súkkulaði stout. Ég var með Jóla Jólru imperial stout frá Ölvisholti
  • Vanilluís

Aðferðin:

Best er að gera kökuna degi áður en hún er borin fram þá verður hún blautari og þéttari.

Byrjið á að setja súkkulaðihnappana (170 g) í skál sem þolir hita. Setjið skálina yfir pott með vatni í. Ekki láta vatnið snerta skálina. Stillið á meðalhita, bætið 1/3 bolla stout út í og bræðið súkkalaðið saman við bjórinn. Takið af hitanum.

Í stóra skál blandið þið saman bræddu smjöri (115 g), sykur (1 bolli) , púðursykur (1/2 bolli). Hrærið saman, bætið svo þremur eggjum saman við og blandið vel.

Blandið súkkulaði blöndunni saman við og loks salti, hveiti (3/4 bolli) og kakó (1/4 bolli). Hrærið þessu saman svo það sameinist allt. Leggið bökunarpappír í ferhyrnt mót og hellið blöndunni yfir.

Bakið við 180 gráður í 25-30 mín. Kakan á að vera þétt að ofan en virðast nánast fljótandi undir yfirborðinu. Látið svo kólna yfir nótt helst, en það þarf samt ekki.

Svo er það heita súkkulaðisósan.

Bræðið dökkt súkkulaði (280g) saman við 1/3 bolla stout yfir vatnsbaði eins og áður. Gott er að hafa bjórinn hér ekki of ramman, imperial stout eða jafnvel pastry stout kemur vel út hér.

Flóknara var það ekki. Skerið kökuna í ferkantaða bita og raðið á disk. Setjið svo væna skeið af vanilluís ofaná, svo annan brownie bita og loks aftur vanilluís efst. Hellið svo yfir stout súkkulaðisósunni og sáldrið nokkrum súkkulaðihnöppum efst og berið fram.

Pörunin

Hér er pörunin augljós, kaffi porter eða stout eða kannski enn betra sætur imperial stout er frábær pörun. Þetta gæti samt orðið dálítið þungt í maga svona. Við prófuðum því bláberja súrbjór sem kom fáránlega vel út. Ber og súkkulaði er auðvitað augljós pörun. Ég átti til Skyrjarm jólabjór og notaði hann og mikið svakalega kom þetta vel út.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s