Heimagert geggjað brokkolísalat

Eins og svo margir þá féllum við algerlega fyrir brokkolísalatinu sem við smökkuðum fyrst frá Sælkerabúðinni fyrir einhverju síðan. Eins og með svo margt sem okkur finnst gott þá var ákveðið að prófa heimagert og viti menn, þetta salat er geggjað og ég skal bara segja það, þetta er betra en fyrirmyndin. Við smökkuðum meira að segja head on okkar vs þeirra og með gestum. Þetta er bara æðislegt með alls konar kjötréttum.

Það sem þarf:

  • Brokkolí, helst íslenskt, það er bara mun betra
  • Hálfur rauðlaukur fínt saxaður
  • Trönuber söxuð, 1 dl
  • Ristaðar furuhnetur, hálfur til einn poki
  • Majones, 1 bolli
  • Sýrður rjómi, 3/4 bolli (næstum því heil dós)
  • Sykur, 2 mtsk
  • Hvítvínsedik, 2 mtsk

Aðferð:

Brokkolí er skolað og skorið fínt, sama með rauðlaukinn (hálfur) og trönuberin (1 dl). Blandið þessu í skál, bætið svo furuhnetum, majonesi (1 bolli), sýrðum rjóma (3/4 bolli), sykri (2 mtsk) og hvítvínsediki (2 mtsk) saman við og blandið þessu öllu saman.

Látið þetta svo standa í kæli í amk klst. Salatið er nefnilega dálítið sætt fyrst en þegar það tekur sig kemur á þetta fullkomið jafnvægi. Ef ykkur vantar samt meiri sýru eða sætu þá bara stillið þið af með ediki eða sykri.

Verði ykkur að góðu!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s