Öflugasti bjór Íslandssögunnar, Garún Garún!

IMG_6135Borg brugghús er orðið þekkt fyrir að brugga bjór sem teygir sig vel út fyrir öll box og ramma, þeir hafa samt aldrei farið svona langt.  Garún Garún, öflugasti bjór Íslandssögunnar, TUTTUGUOGEITT PRÓSENT (21%) takk fyrir.  Þetta er rosalegt eigum við að kalla þetta TRIPEL STOUT?  Maður hugsar spritt og bruni en þegar maður smakkar þá er bjórinn bara allt allt annað en það.  Þetta er Garún á sterum, vá!!!!  Till að ná bjór svona hátt í áfengi þarf til að byrja með helling og ég meina helling af malti en það þýðir auðvitað hellingur af sykri, mér skilst reyndar að uppskriftin sé sú sama og fyrir Garúnu (11.5%).  Svo beita þessir öðlingar tækni sem við getum kallað frosteimingu þar sem þeir eiginlega frysta vatnið úr bjórnum og styrkja hann þannig.  Svo er bjórinn látinn þroskast og gerjast á notuðum koníakstunnum í nokkra mánuði en við það tekur bjórinn í sig bragðið úr tunnunni og frá koníakinu sem lá á tunnunni.

Öflugasti bjór frá Íslandssögunnar hvorki meira né minna!

Útkoman er kolgeggjuð en gengur upp.  Ég mæli eiginlega með því að menn opni flöskuna í litlu rými því þegar þessu er hellt í glas þá ryðst upp úr glasinu ilmvöndur sem fyllir öll vit og herbergið sem maður er í.  Þetta er rosalegt, sætur vínlegur keimur með kaffiblæ og eik.  Í munni fer bjórinn hamförum um braðglaukana en er samt varkár og tillitssamur.  Það kom mér reyndar á óvart hversu notalegur bjórinn er en í senn rosalegur.  Ég er ekki að segja að hann sé mildur, þetta er „mother fucker“ en þéttleikinn og mikil sæta gera hann spennandi og viðráðanlegan og svo kemur þessi svakalegi áfengishiti og loks koníakstunnan í bakgrunni.   Mín fyrsta hugsun eftir fyrsta sopann var Bourbon County stout!!!  Eitthvað sem hefur verið ofarlega á lista hjá mér yfir bestu bjóra veraldar.   Ég ætla bara að enda þetta hér, þetta er það langsamlega besta sem ég hef smakkað frá Borg Brugghús frá upphafi, punktur og basta.

Hvað matarpörun varðar þá…..gleymið því, við viljum ekki hafa nokkur áhrif á þetta bragð og svo er bara ekkert sem heldur velli á móti þessu monsteri.  Þetta er bjór sem maður opnar eftir matinn til að njóta með góðum vin eða elskhuga til að gera gott kvöld ógleymanlegt!  Það verður svo gaman að sjá hvernig þessi karl mun þroskast næstu árin.  Endilega kaupa tvær eða þrjár flöskur.  Eina til að sötra strax og svo tvær til að smakka næstu tvö árin.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s