Garúnþroskaður Blámygluostur

Það er orðin dálítið tuggin tugga að imperial stout og blámygluostur sé fullkomið par en það er bara svo rétt og verður bara ekki nógu oft kveðið.  Garún og blámygla t.d. er svo ljómandi gott að stundum finnst manni eins og þetta hafi verið skapað hvort fyrir annað. En það er svo hægt að stíga skrefi lengra og búa til garúnþroskaðan blámygluost.  Já afhverju ekki að láta þetta bara tvinnast saman á hinn fullkomna máta og skapa eina ljúfa heild?  Ég smakkaði þetta fyrst hjá Eirnýju í Búrinu Ostabúð fyrir nokkrum árum þegar við vorum að dæma í árlegri heimabruggkeppni FÁGUNar.  Ég varð gjörsamlega dolfallinn, osturinn hafði legið í Garúnlegi í nokkra mánuði og hann var svo mjúkur og djúsí og hafði tekið í sig kaffikeiminn og ristina frá bjórnum auk vínandans sem maður fann aðeins í gegn allltaf, þvílík gersemi og svo auðvitað var þessu skolað niður með glasi af Garúnu.

Ég hef stundum leikið þetta eftir og sett gráðost í bjórþroskun, nú síðast fyrir viku síðan.  Þetta er einfalt.   Veljið ykkur flottan blámygluost í næstu ostabúð, eitthvað sem þið eruð vön að njóta og setjið í ílát.  Hellið svo bara Garúnu yfir, látið fljóta yfir þannig að ekkert af ostinum standi uppúr því þá þornar osturinn bara.  Lokið svo en hafið smá loftun á þessu.  Inn í ískáp í 4 vikur eða svo.  Má alveg vera lengur!  Hóið svo í góða vini sem eiga eitthvað gott skilið og bjóðið uppá bjórþroskaðan blámygluost með Garúnu í glasi.

ATH ég ákvað að vera dálítið grand að þessu sinni og notaði GARÚNU 19.1 sem er tunnuþroskaður í 10 mánuði í koníakstunnu.

Skemmtilegt, einfalt og dálítið spes!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s