Ein besta sósa sem til er með kjöti!

Ég má til með að pósta þessu sem sér innleggi.  Við Sigrún, eða Sigrún eiginlega, gerði þessa sósu á síðasta ári með kryddhjúpuðu lambakórónunni sem ég var með.  Sósan er algjört salgæti, líklega með betri sósum sem ég hef smakkað.  Við prófuðum sósuna svo um jólin með Nautalund Wellington og hún algjörlega sló í gegn.  Allir sem ég hef heyrt að hafi prófað þessa sósu eru sammála.  Þetta er geggjað.

Hér er því sósan komin ein og sér í færslu og ég hvet ykkur til að prófa hana með lambi, nauti og jafnvel grís.  Gæti mögulega komið vel út með kjúlla eða kalkún líka?

 • Tasty Rauðvínssósugrunnur (Bónus), 2 pakkar
 • Vatn ca 500 ml
 • Rauðvín, 2-3 dl
 • Skarlottulaukur 3 stk, smátt skorinn
 • Hlynsíróp, 1,2 dl
 • Rifsberjahlaup eftir smekk
 • Soya sósa eftir smekk, 2-3 tsk
 • Rjómi 2,5 dl
 • Ferskt rósmarin , ca tsk af nálum skorið smátt
 • Ferskt timian ca tsk af laufum skorið smátt
 • Smjör, ca 50g
 • salt og pipar

Aðferð:

Ok, þetta tekur dálítinn tíma, gerið ráð fyrir tveim tímum amk.  Setjið rauðvínssósugrunn í pott, ásamt vatni og rauðvíni (2-3 dl).  Sjóðið vel niður ca um helming af vökvamagni (bæta má við vatni eftir þörfum). Mýkjið laukinn, ásamt rósmarín og timían í smjöri á pönnu og setjið svo út í sósuna ásamt hlynsíróp (1,2 dl) og rifsberjahlaup eftir smekk, sojasósu (ca 2-3 tsk) og lofið að malla í góðan tíma á meðalhita.  Bætið svo rjóma (2,5 dl) úti nánast í lokin og látið malla á lágum hita á meðan annað er undirbúið sem þið eruð að elda.  Alveg í blálokin er smjör (ca 50g) sett útí í teningum, pískið vel saman og svo salt og pipar eftir smekk!

Njótið!!!