Þessi sósa er frábær með alls konar, en við gerðum hana upphaflega með quesadilla, geggjað gott með.
Það sem þarf
- 1/2 búnt ferskur kóríander
- 1/2 búnt fersk basillika
- Ca 10 myntulauf
- 1 stór hvítlauksgeiri, pressaður
- 2 tsk hunang
- 3 til 5 kúfaðar mtsk majones
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Setjið allt í blandara og maukið vel saman, smakkið til með salti og pipar. Setjið svo í skál og bætið við 1-2 mtsk majones eftir smekk, hrærið saman við til að þykkja.