Magnað geitaostasalat með ristuðum pecanhnetum og fleira

Ég hélt ég væri löngu búinn að skrifa þessa uppskrift hér inn en rak bara augun í það í gær þegar ég var að skrifa um pizzatilraunir mínar að svo var ekk. Ég laga það hér með. Þetta salat er geggjað, jafnvel fyrir þá sem eru ekki mikið fyrir geitaost því osturinn hér er frekar látlaus.

Það sem þarf fyrir ca 4-5

 • Klettasalat, um það bil tveir pokar
 • Rauðrófur, forsoðnar. 2-3 stk, fer eftir stærð
 • Pecanhnetur, heill poki, bakaðar í ofni
 • Rjómageitaostur, Chavroux ein dós
 • Ólífuolía
 • Hunang
 • Salt og pipar
 • Timian og rósmarín
 • Chiliflögur
 • Jarðaber – ef maður vill
 • Pæklaður rauðlaukur – ef maður vill
 • Balsamic edic – ef maður vill

Aðferðin

Skerið rófurnar í grófa bita eftir smekk. Ekki sneiðar samt. Setjið í eldfast mót, veltið uppúr ólífuolíu og kryddið með salt og pipar, timian og rósmarín. Það er eiginlega möst að nota líka chiliflögur, fer eftir styrk þeirra hvað mikið en það má rífa aðeins í. Bakið þetta svo í ofni þar til komið er smá “crust”. Ef þið eruð ekki með forsoðnar þá þarf auðvitað lengri tíma.

Veltið pecanhnetunium, uppúr ólífuolíu og sömu kryddum. Sleppa hér chiliflögunum. Bakið í ofni, alveg í lokin takið þið hneturnar út og veltið uppúr hunangi og aftur inn í smá stund þannig að komi smá karamellu myndun á þetta.

Svo er bara að raða saman salatinu á fallegum disk eða stórri skál. Klettasalat, rauðrófubitar, geitaostaklessur og svo dreifa pecanhnetunum yfir. Loks ólífuolía yfir allt! Við höfum líka prófað að nota balsamic edik í staðinn fyrir ólífuolíu og koma það mjög vel út. Það er nefnilega eiginlega nauðsynlegt að fá smá sýru á móti allri þessari jörð.

Þetta var upphaflega útgáfan, svo má alveg leika sér áfram með þetta. Síðast þegar við gerðum þetta höfuðm við pæklaðan rauðlauk og jarðaber með. Þetta kom alveg svakalega vel út þannig og mun ég líklega halda mig við þá útgáfu í framtíðinni

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s