Snögg pæklaður rauðlaukur

Það er svo mikilvægt að hafa sýru í mat á móti sætu, salti og beiskju. Ein leið til að kalla það fram er pæklað grænmeti, það getur í raun verið hvað sem er, jafnvel ávextir eins og epli og perur. Rauðlaukur er líklega vinsælast hjá okkur hér. Þetta er líka svo ofsalega fallegt meðlæti.

Ég einhvern veginn man aldrei hvernig ég geri þetta nákvæmlega en kemur samt alltaf vel út svo sem en ég ákvað að skrá þetta niður svo auðvelt væri að kalla það fram næst þegar ég þarf pæklaðan rauðlauk.

  • 1 rauðlaukur, sneiddur í mandolín
  • 1 bolli vatn, soðið
  • 1/2 bolli edik, t.d. eplaedik eða hvítvínsedik
  • 1,5 mtsk sykur
  • 1 tsk salt

Sneiðið laukinn í mandolini, skerið svo þvert á hringana til að opna þá, Leggið í skál, setjið edikið yfir, salt og sykur og blandið vel. Hellið svo soðnu vatninu yfir, bætið svona tsk af rósapiparkúlum yfir og látið standa þar til þið þurfið að nota. Það er ágætt að ná alla vega svona 2 tímum en betra ef líður lengri tími. Ég hef leikið mér með alls konar útgáfur af þessu en aldrei skrifað hlutföllin niður. Darri vinur minn gerði þetta svona síðast þegar ég var í mat hjá honum og ég ákvað að halda mig við þetta svona því þetta er bara helvíti gott.

Ein athugasemd við “Snögg pæklaður rauðlaukur

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s