Ertu klár í Áramótastaupið í ár?

Undanfarið höfum við verið að sjá mikla fjölgun í flokki jólabjóra hér á markaði sem er mikið fagnaðarerendi enda er fjölbreytileikinn mikill þar sem finna má eitthvað gott fyrir alla.  Menn hafa svo líka verið að prófa sig áfram með áramótabjór hér heima og hefur þá mest farið fyrir Borg Brugghúsi sem hefur síðustu árin bruggað áramótabjór með einhverju af íslensku brugghúsunum.  Þetta árið eru það strákarnir í Malbygg sem láta ljós sitt skína með þeim Árna og co hjá Borg og útkoman er stórkostleg.  Malbygg hóf göngu sína í upphafi árs og hefur sko heldur betur stimplað sig inn enda er bjórinn frá þeim vandaður og úthugsaður og í sérlegu uppháldi B&M.  Borg hefur líka verið að slá í gegn hjá okkur þetta árið með endalausum safaríkum skýjabombum sem hafa hitt okkur beint í hjartastað þetta samstarfsbrugg er því í raun bara eðlilegt næsta skref ekki satt?  Áramótaskaupið er einmitt af gerðinni New England DIPA sem segja má að sé sérsvið þessara brugghúsa.  Hann er skýjaður og safaríkur með dásamlegum humlum og hamingju og skilur mann eftir agndofa.  Svo nota menn hunang í bjórinn en það fer þó lítið fyrir því í bragði en gerir samt dálítið fyrir áferðina.  Þetta er sko eitthvað sem menn verða að smakka og þá helst yfir áramótaskaupinu í ár.

Bjórinn ku vera kominn í vínbúðir!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s