Juvé & Camps, frábært val þegar mikið stendur til

Búblur eru dásamlegar þegar vel er valið, já það eru sko til mismunandi búblur og sumt er algjörlega ódrekkandi.  Við höfum aðeins farið yfir fræðin hér og svo er hér hægt að finna upplýsingar um sætuskalann en við viljum helst eins þurrt freyðivín og hægt er, Brut Nature t.d.

Þegar við veljum freyðivín þá förum við oftast í hið spánska cava sem er gert á sama hátt og hið franska champagne eða með metode traditionale. Cava er hér heima amk oftast á nokkuð viðráðanlegu verði miðað við champagne og er ofsalega gott.  Við höfum í gegnum tíðina verið mikið í Freixenet og Codorniu cava sem eru dálítið risarnir í bransanum en þeir gera líka mikið af stórkostlegu cava.   Núna síðustu misseri hefur hins vegar Juvé & Camps verið það cava sem við sækjum í þegar við viljum gera vel við okkur í búblum.  Hér heima fæst eitt þekktasta vínið þeirra, hið stórkostlega Brut Nature Reserva 2014 gert úr blöndu af þrúgum ,55% Xarel·lo, 35% Macabeo og 10% Parellada. Þetta vín hæfir vel sem fordrykkur en gengur mjög vel með ýmsum réttum svo sem sjávarfangi.  Laxa carpaccio með sítrónu og parmegano osti er eins og sniðið fyrir þetta cava og svo ég tali nú ekki um ljúffenga franska lemon tart með ísköldu cava.

Juvé & Camps er fjölskyldu rekin víngerð í San Sadurní d’Anoia sem er lítið cava þorp í Penedés í Spáni.  Þetta er svona 40 mín akstur frá Barcelona.  Virkilega skemmtilegt að koma þarna og skoða þessar cava ekrur en bróður parturinn af allri cava framleiðslu Spánar/heimsins fer þarna fram.  Nafnið er komið frá stofnendunum Joan Juvé Baqués og konu hans Teresu Camps Farré sem stofnuðu Juvé & Camps árið 1921.

Njótið!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s