Það er eins og allir séu á einhverjum matarkúrum, LKL, Keto, safa kúrinn og hvað þetta heitir allt. Við Sigrún vorum að spá í að búa til nýjan og skemmtilegri kúr, Cava kúrinn þar sem maður má ekki borða neitt nema geitaost og drekka cava og reyndar stundum vatn með. Reyndar er þetta bara spaug hins vegar er það rétt að ef menn eru að passa línurnar og vilja áfengi þá er það freyðivínið sem er málið, reyndar er það meira að segja leyfilegt á keto kúrnum. Maður verður hins vegar að passa að freyðivínið sé þurrt, ekki sætt. Hér er lítil tafla til að auðvelda valið, ef maður er í Brut eða Brut Nature þá er maðu nokkuð öruggur, svo er freyðivínið líka best þurrt og ósætt.
Búblu kúrinn, er það eitthvað?
