Einn besti bjór veraldar, Peche ‘n Brett með geggjuðum geitaosti!

Við gætum kannski verið hér með bestu pörun okkar til þessa?  Ég veit ekki, erfitt að meta auðvitað en það er samt klárt að þessi pörun er algjörlega „spot on“ eins og sagt er!  Við erum hér með Peche ‘n Brett (10%) frá Logsdon Brewery Oregon USA sem er einn af þessum mjög svo eftirsóttu bjórum heimsins síðustu ár og bara alls ekki auðvelt að komast yfir flöskur af þessu gulli.   Bjórinn sem er af gerðinni saison er gerjaður  með villigeri (Brettanomyces) sem gefur einkennandi „funky“ bragð sem sumir líkja við fúkkalykt, háaloft, leður eða álíka.  Einnig er ögn súr og notalegur keimur í þessum bjór.  Bjórinn er svo gerjaður á haug af ferskum ferskjum og dregur þannig í sig dásamlegan ferskjukeim og loks látinn þroskast á eikartunnum í einhvern tíma.   Útkomann er afar drekkanlegur bjór með léttri sýru, notalegum sætum ferskjukeim og svo er þessi dásamlega flotti funky earthy keimur frá villigerinu.    Bjórinn er stórkostlegur einn og sér sem fordrykkur eða svalandi sumardrykkur en hann kemur líka alveg ofsalega vel út með mjúkum geitaosti.

Ég gerði mér ferð einu sinni sem oftar, út á Granda þar sem Búrið ostabúð er staðsett.  Þar smakkaði ég nokkra osta og kom heim með þrjá mismunandi til að máta við bjórinn.  Ég var samt í raun  búinn að ákveða að geitaosturinn væri besta pörunin áður en ég lagði af stað í Búrið , hann er bara svo magnaður.   Chevre Cendre er franskur mjúkur geitaostur með svartri birkiösku á yfirborðinu.  Osturinn er ekki með þessum sterka „geitarkeim“ eins og ég kalla það en hann er þarna og svo er hann dálítið sýrður.  Dásamlegur ostur alveg og ég tala nú ekki um ef maður setur hann á kex ásamt ögn af krydduðu aprikósumarmelaði sem fæst einnig í Búrinu.  Marmelaðið gefur þannig ögn biturt bragð og svo með sætum aprikósukeim sem blandast við sýruna frá ostinum og svo auðvitað þetta flotta funky geitabragð.

Þegar maður bætir svo Peche ‘n Brett bjórnum við þessa dásemt er útkoman stórbrotin.  Þessi bjór er eins og bruggaður fyrir geitaostinn, sýran í ostinum tengist sýrunni í bjórnum og svo tvinnast funky sveitakeimurinn í bjórnum fullkomlega við ostinn.  Ferskjurnar virka svo eins og aprikósumarmelaðið ofan á allt saman.  Þetta er mögnuð pörun.  Það má benda á að Peche ‘n Brett er dálítið dýr en það er að miklu leiti vegna mjög svo ósanngjarnra áfengislaga sem fer afar illa með svona 10% bjór.  Það má því vel notast við „litla“ bróðir Peche ‘n Brett, Seizoen Bretta sem er sá bjór sem notaður er í grunninn.  Hér vantar reyndar ferskjurnar.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s